Ljóðormur - 01.06.1989, Side 46

Ljóðormur - 01.06.1989, Side 46
44 Federico García Lorca Þar er þú fallinn ert og endanlega eins og hver sá er lifði og dó á jörðu, líkt og þeir dauðu allir öllum gleymdir innan um kasir nafnleysingja margra. Enginn þig kennir. Nei. En nú þér syng ég nafnlausri framtíð óð um svip þinn tiginn, lofgjörðaróð um skarpleik þinn og skilning, brennandi þrá að drekka af vörum dauðans, djúpstæða hryggð sem bjó í gáskans þori. Hvenær mun verða alinn annar slíkur Andalúsíu garpur, frækinn djaifur? Eg syng hans glæsileik í línur daprar og leiði hug að sorgarþyt ólífutijánna. Karl Guðmundsson íslenskaði

x

Ljóðormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.