Ljóðormur - 01.06.1989, Qupperneq 47

Ljóðormur - 01.06.1989, Qupperneq 47
T. S. Eliot 45 r. S. Eliot Félagslegt hlutverk ljóðlistar Ljóóormur kynnir hér lesendum síntun eina af merkustu ritgerðum stór- skáldsins T.S. Eliots, en hann ritaói margt um ljóölist þó að þekktastur sé hann fyrir ljóð sín. Þótt menn greini sjálfsagt á um ýmis sjónarmið Eliots er víst aö þessi ritgerð felur í sér mikið lífsmagn. Skoóanir hans á áhrifum ljóölistar á tungumál og þýóingu ljóölistar fyrir þjóðmenningu em og verða í fullu gildi. Og spámannleg orð hans um hættuna á að menningin veröi einhæfari vegna efnalegs þrýstings, falla beint inn í menningarumræöuna í Evrópu nú unt þessar mundir jtegar margir óttast að menningarlegum sérkennum þjóöa sé hætta búnin í því kappi sem lagt er á efnabagslega samsteypu ríkja. Ritgerðin var fyrst flutt sem fyrirlestur í Bresk-norsku stofnuninni árið 1943. Nafn þessarar ritgerðar er líklegt til að skírskota á mismun- andi hátt til hinna ýmsu lesenda svo að mér hlýtur að fyrir- gefast að ég skuli byrja á því að útskýra hvað ég á ekki við með þessari fyrirsögn áður en ég reyni að útskýra hvað ég hef í huga. Þegar rætt er um „hlutverk" einhvers erum við vís til að hugsa um hvað viðkomandi fyrirbæri ætti að gera fremur en hvað það í raun gerir og hefur gert. Það er mikil- vægt að gera greinarmun á þessu því að ég hef ekki í huga að fjalla um hvað ég álít að ljóðlist ætti að gera. Fólk sem segir manni hvað ljóð eigi að gera, einkum ef það eru skáld- in sjálf sem tala, hefur venjulega í huga þá sérstöku tegund Ijóða sem það langar sjálft að yrkja. Að sjálfsögðu er alltaf hugsanlegt að ljóðlist hafi í framtíðinni annað hlutverk en hún hafði í fortíð, en jafnvel þótt svo sé er ómaksins vert að skera fyrst úr því hvaða hlutverk hún hafði í fortíðinni, á ýmsum tímum, á einstökum tungumálum og í veröldinni almennt. Eg gæti auðveldlega skiifað um það hvemig ég ber mig sjálfur að við skáldskapinn eða hvernig mig langar að gera það. Síðan gæti ég reynt að sannfæra aðra um að það væri þetta sem öll góð skáld hafi reynt að gera eða hefðu átt að reyna í fortíðinni — þeim hafi bara ekki tekist það fullkom- lega en kannski sé það ekki þeirra sök. En líklegt sýnist mér þetta: Ef ljóðlist — og á ég þá við allan mikinn skáldskap — hefur engu félagslegu hlutverki gegnt í fortíðinni, þá sé hún ekki líkleg til að gera það í framtíðinni. Þegar ég segi allur mikill skáldskapur er ég að leiða hjá mér aðra aðferð til að fást við efnið. Hægt væri að draga fram mismunandi tegundir ljóðlistar*, hverja af annarri, og ræða félagslegt hlutverk hverrar um sig án þess að spyrja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ljóðormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.