Ljóðormur - 01.06.1989, Page 49
T. S. Eliot 47
fœra lesandann um ágæti viðhorfa höfundarins til einhvers
málefnis. Slíkur fræðslukveðskapur nær því yfir stóran hluta
af því sem kalla mætti háðsádeilu eða satíru, en satíra skar-
ast að vissu leyti við ýkjuskáldskap og hermiljóð sem hafa
það meginmarkmið að vekja glaðværð. Sum af kvæðum
Drydens á sautjándu öld eru satírur í þeim skilningi að þau
leitast við að hafa að athlægi það efni sem þau fást við, en
einnig eru þau fræðandi í þeirri viðleitni sinni að vinna les-
andann til fylgis við ákveðið pólitískt eða trúarlegt sjónar-
mið. Jafnframt er notuð sú aðferð allegóríunnar að dulbúa
raunveruleikann sem skáldskap: Merkasta kvæði Drydens af
þessu tagi er Hindin og pardusinn en því er ætlað að sann-
færa lesandann um að rétturinn haft verið Rómarkirkjunnar
megin í deilunni við ensku kirkjuna. Drjúgur hluti af kvæð-
um Shelleys, á nítjándu öld, er innblásinn af brennandi
áhuga á félagslegum og pólitískum umbótum.
Nú á dögum hefur leik-kveðskapur („dramatíc poetry“) að
sínu leyti sérstakt félagslegt hlutverk. Flest ljóð á okkar tím-
um eru ort í því augnarmiði að þau verði lesin í einrúmi eða
lesin upp í fámennum hópi. Leikljóðum einum er ætlað það
hlutverk að hafa tafarlaus hóp-áhiif á fjölda fólks sem safn-
ast saman til að horfa á ímynduð atvik leikin á sviði.
Leikljóð eru ólík öllum öðrum kveðskap, en þar sem sérstök
lögmál þeirra eru undirseld leiklistínni, rennur hlutverk
þeirra saman við leiklistina almennt og hér er ég ekki að fást
við hið sérstaka félagslega hlutverk leiklistar.
Ef fjalla ættí um sérlegt hlutverk heimspekilegs kveðskap-
ar myndi það kalla á alllanga greiningu og sögulegt yfirlit.
Ég hygg að ég hafi þegar getið nógu margra kveðskapaiieg-
unda til að sýna fram á að sérlegt hlutverk hverrar tegundai'
er skylt einhverju öðru hlutverki: Leik-kveðskapur leiklist-
inni; fræðslukveðskapur sem miðlar upplýsingum er tengd-
ur hlutverki yrkisefnisins; fi-æðslukvæði á sviði heimspeki,
tnímála, stjómmála eða siðfræði eru tengd hlutverki þessai'a
greina. Það mætti velta fyiir sér hlutverki sérhveirar þessara
kveðskapai'tegunda og samt væri ósvarað spurningunni um
hlutverk Ijóðlistar. Því að hægt er að fjalla um öll þessi efni
í prósatexta.
Aður en lengra er haldið langar mig að vísa á bug einum
andmælum sem kunna að verða höfð í frammi. Fólk er
stundum tortryggið gagnvart öllum skáldskap sem hefur sér-
stakan tilgang, þ.e. ef skáldið mælir með ákveðnum félags-
legum, siðferðilegum, pólitískum eða trúarlegum viðhorf-