Ljóðormur - 01.06.1989, Qupperneq 50

Ljóðormur - 01.06.1989, Qupperneq 50
48 T. S. Eliot um. Og fólk hneigist þeim mun frekar til að segja að þetta sé ekki skáldskapur ef því geðjast ekki að viðkomandi við- horfum. A sama hátt finnst öðrum að um sé að ræða góðan skáldskap vegna þess að svo vill til að kvæðið tjáir viðhorf sem fellur þeim í geð. Að mínu áliti skiptir það ekki máli hvort skáld notar ljóð sín til að halda fram félagslegum viðhorfum eða til að ráðast gegn þeim. Slæmt kvæði getur átt skammvinna tískuævi ef skáldið er að viðra vinsæl við- horf líðandi stundar; en sönn ljóðlist lifir ekki einungis af sviptingar í almennum skoðunum, heldur lifir hún einnig áfram þótt gjörsamlega slokkni áhuginn á því efni sem skáldið var að fást við af ástríðu. Kvæði Lúkretíusar [De rerum natura] heldur mikilleik sínum þótt hugmyndir hans um eðlisfiæði og stjörnufræði hafi glatað gildi sínu. Sama er að segja um kvæði Drydens þó að pólitísk þrætuefni sautj- ándu aldar snerti okkur ekki lengur, rétt eins og markvert kvæði frá fyrri tíð getur veitt mikla ánægju þótt yrkisefni þess sé þannig vaxið að því yrðu núna gerð skil í lausu máli. Þegar svipast er um eftir félagslegu meginhlutverki ljóð- listar verður fyrst að líta á augljósaii hlutverk hennar, þau sem hún verður að gegna ef hún hefur eitthvert hlutverk á annað borð. Hið fyrsta, sem enginn vafi leikur á, er að ljóð verða að veita ánægju. Ef spurt er, hverskonar ánægju, get ég einungis svai'að: þesskonar ánægju sem fæst af ljóðum; einfaldlega vegna þess að sérhvert annað svai' myndi leiða okkur inn á vettvang fagurfræði og hinna almennu hugleið- inga um eöli listar. Ég geri ráð fyrir að fallist sé á að sérhvert gott skáld, hvort sem um er að ræða stórskáld eða ekki, veiti okkur eitthvað umfram ánægjuna, því að ef það væri einungis ánægjan, gæti hún ein ekki verið af æðstu gerð. Hver sem hin sérstaka ætlun kann að vera sem býr að baki ljóði, svo sem ég hef nefnt dæmi um í ýmsum tegundum kveðskapar, er alltaf um að íæða miðlun einhverrar nýrrai' reynslu, nýs skilnings á því sem kunnuglegt er eða tjáningu einhvers sem við höfum orðið fyrir, og allt þetta stækkar vitundarsvið okkar eða fág- ar skynjunina. En hér er ekki ætlunin að fást við þann ávinning sem hver og einn hefur af ljóðlist né heldur um það í hverju einstaklingsbundin ánægja sé fólgin. Ég hygg að allir þekki hverskonai' ánægju er hægt að hafa af ljóðlist og einnig hitt, hvemig hún setur svip sinn á líf okkar auk ánægjunar sem hún veitir. Ef ljóðin hafa ekki þessi tvíþættu áhrif, er hreinlega ekki um skáldskap að ræða. En þótt við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ljóðormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.