Ljóðormur - 01.06.1989, Qupperneq 53
T. S. Eliot 51
öðrum skáldum líka, og getur látið lesendur sína deila vís-
vitandi með sér nýjum tilfinningum sem þeir höfðu ekki
orðið varir við áður. Þetta er munurinn á rithöfundi, sem er
einungis sérlyndur eða geggjaður, og sönnu skáldi. Hinn
fyrmefndi kann að búa yfir einstæðum tilfinningum sem þó
verður ekki deilt með öðrum og eru því gagnslausar. Hinn
síðamefndi uppgötvar ný afbrigði skynjunar sem aðrir geta
tileinkað sér. Og með því að tjá þau er hann að þróa og
auðga tungumálið sem hann talar.
Nú hefur nóg verið fjallað um hinn óáþreifanlega mun á
tilfinningum einstakra þjóða, mismun sem ákvarðast af og
þróast með ólíkum tungumálum. En fólk upplifir ekki ein-
ungis veröldina á misjafnan hátt á ólíkum stöðum, það upp-
lifir hana ólflct á ólflcum tímum. I raun og veru er skynjun
okkar sífellt að breytast á sama hátt og heimurinn í kringum
okkur. Okkar skynjun er ekki hin sama og hjá Kínverjum
eða hindúum, né heldur hin sama og hjá forfeðrum okkar
fyrir nokkur hundruð árum. Hún er ekki hin sama og hjá
feðrum okkar og meira að segja erum við sjálf ekki alveg
sömu persónurnar og við vorum fyrir ári. Þetta liggur í aug-
um uppi; en ekki er jafnaugljóst að þetta er ástæðan fyrir því
að við getum ekki leyft okkur að hcetta að yrkja ijóð. Flest
menntað fólk er sérlega stolt af stórskáldum síns tungumáls,
þótt það hafi aldrei lesið verk þeiira, á sama hátt og það er
stolt af sérhveiri upphefð lands síns. Nokkrir höfundar
verða jafnvel svo dáðir að á þá er stundum minnst í pólitísk-
um ræðum. En fæst fólk gerir sér grein fyrir að þetta er ekki
nóg, — að tungumáli þess muni hraka, menningu þess muni
hi'aka og að svo geti farið að hún verði gleypt af annarri
voldugri, nema þjóðin haldi áfram að ala af sér mikla höf-
unda og einkum þó skáld.
Ef við ættum engar lifandi bókmenntir, þá er auðsætt að
bókmenntir fortíðarinnar yrðu stöðugt meira framandi. Ef
samhenginu í bókmenntasköpuninni er ekki við haldið,
verða bókmenntti okkar frá fyiri tíð æ fjarlægari uns þær
veróa okkur jafnókunnuglegai' og bókmenntir annarrar þjóð-
ar. Því að tungumál okkai' heldur áfram að breytast, lífshætt-
ti okkar breytast vegna þrýstings margskonar efnalegra
breytinga í umhverfi okkar. Og okkai- eigin hæfileiki, ekki
einungis til að tjá okkur heldur iflca til að finna fyrti nokkru
öðru en hinum grófustu geðhrifum, mun úrkynjast nema því
aðeins að við eigum þessa fáu menn sem sameina einstak-
lega næma skynjun og einstætt vald yfir orðum.