Ljóðormur - 01.06.1989, Page 59

Ljóðormur - 01.06.1989, Page 59
Þórður Helgason 57 Þórður Helgason: Heimur skíts og stjarna Geklaugur Magnússbn: Itrekað Útg. Norðan0 niður. Sauðárkrókur 1988. Geirlaugur Magnússon er ekki að beisla skáldfákinn fyrsta sinni. Hann er enn að temja og greina þá kosti sem þessi galni foli býr yfir geri menn sér grein fyrir að tamningu hans er aldrei lokið. ítrekað er 6. ljóðabók höfundar. Fyrstu verk hans voru að mínu mati heldur hrá; stór orð og vígreif báru ljóðin gjama uppi enda ort á tímum hinna skoiinorðu og opnu ljóða. Með bókinni Þrítíð fannst mér verða talsverð breyting á. Ljóðin urðu þar innhverfari, myndmálið beinskeyttara og jafnframt margræðara og sjálf orðlistin meiri. Þann akur erj- ar Geirlaugur enn í ítrekað. I þessari nýju ljóðabók gerir höfundur tilveru nútíma- mannsins að yrkisefni sínu og er ekki einn um það. Hvert skáldið á fætur öðru fullyrðir að æðsta skepna jarðarinnar hafi sett sig í slíkan vanda að vart verði út úr honum séð. En hver er þá þessi tilvera og vandi mannsins? Gehiaugur svar- ar því fyrir sig. I ljóðum höfundar kemur fram að tilvist okkar er ógnum hlaðin, slíkum ógnum að við enim hvergi óhult og þau öfl, sem hefðin hefur gætt jákvæðu lífsmagni, eru ekki síður hættuleg: viðbúnaður ekki koma þeir í ljósaskiptunum hvorki þeir hempuklæddu né þeir borðalögðu ekki sitja þeir fyrir þér í póstkassanum undh þúngu innsigli né svíkjast að þér í síbyljunni en gættu þín á

x

Ljóðormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.