Ljóðormur - 01.06.1989, Page 63
Þórður Helgason 61
— líkt og hann treysti ekki lesanda til að skilja fyir en
skellur í tönnum. Urn mannsbcn nsins háðulegu forlög (16)
er eitt dæmi þess, Almœtti atómaldar (18) er annað. Bæði
þessi ljóð, og fleiri, sýna að höfundur þarf að einbeita sér að
hnitmiðun hugsunatinnar og auka þannig á áhrifamátt ljóð-
anna.
Eins og þessir tveir titlar á ljóðum Bjöms bera með sér,
Um mannsbarnsins háðulegu forlög og Almœtti atómaldar,
velur hann Ijóðum sínum að mínu mati oft óheppileg heiti.
Hann lætur þema ljóðsins eða meginhugsun birtast í titlinum
— þeim orðum sem lesandinn hefur að veganesti þegar
hann les ljóðið. Þetta er almennt ekki góð lenska; miklu
vænlegra er að láta nöfn ljóða svífa í lausu lofti áður en
lestur hefst, verða þátttakanda í ljóðinu, skapandi eins og
aðrar ljóðlínur. Ljóðið Almœtti atómaldar fjallar um almætti
atómaldar og lesandi hefur ekki nema gott af því að gera þá
uppgötvun sjálfur.
Það á við um flestan skáldskap að betur fer á því að sýna
en segja frá og staðhæfa. Slíkt krefst myndvísi og ögunar.
Þetta þykir mér Bimi bregðast á stundum og nefni ég
Ferðalanginn fótlúna (26) sem dæmi þess.
Að lokum bendi ég að að of mikið ber á orðalagi sem
geigar illa af því að höfundur hefur ekki valió orö við hæfi,
beitir ofnotuðum orðaleppum eða stóryrðum sem sjaldan
falla vel að ljóðum. — Og lýkur þar með kennslustund.
Jafnvel þótt ljóst sé að mér þykir ýmislegt fara úrskeiðis
hjá hinum unga höfundi ber margt í ljóðum hans því vitni að
hann hefur numið ljóðlandið þótt öndvegissúlurnar séu
kannski ekki enn fundnar.
Bjöm lumar oft á mjög skemmtilegum myndum sem und-
antekningarlítið em sóttai' í nánasta umhverfi okkar, hvers-
dagslegt líf mannanna. Þessar skyndimyndir em oft bæði
fyndnar og hnitmiðaðar og hitta beint í mark. Sönn saga 2
(21) er gott dæmi um vel heppnað ljóð höfundar — stutt
mynd er dregin upp og fær þegar að er gáð víðari skírskot-
un:
Sönn saga 2
Meðan ökumenn næstu bfla fyrir aftan
hömuðust á flautunni
görguðu sig hása
og gnístu tönnum