Fréttablaðið - 21.11.2016, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.11.2016, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 7 5 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 2 1 . n ó v e M b e r 2 0 1 6 Fréttablaðið í dag sport Það er greinilega aldrei of seint að segja sorrí. 13-16 skoðun Guðmundur Andri Thorsson skrifar um núverandi stjórnarmyndunarviðræður. 17 tÍMaMót Sveitarfélögin á Vest- fjörðum fá umhverfisvottun EarthCheck. 18 lÍfið Þjálfarar á Íslandi skarta gjarnan íþrótta- fatnaði á hliðar- línunni, taka þægindin fram yfir tískuna hér á landi. 24 frÍtt JÓLALEIKUR GEVALIA Sendu okkur tvo toppa af Gevalia kapokum fyrir 15. desember. Þú gætir unnið KitchenAid® kavél eða Rosendahl Grand Cru hitakönnu. Vertu laus við LIÐVERKINA! Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2 plús 2 sérblöð l fólk l  fasteignir *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 stjórnMál Þingflokkur Pírata mun setja fram tillögu í grasrót flokksins í lok vikunnar um að slaka á kröfum um að ráðherrar sitji ekki sem þing- menn á sama tíma. Þingflokkurinn stendur allur á bak við þá tillögu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir flokka ekki geta sagt öðrum flokkum hvernig þeir skipa ráðherra í ríkisstjórn. Píratar, Samfylking, Björt framtíð, Viðreisn og VG hafa skipað fulltrúa sína í hópa sem skipta með sér verk- um í vikunni. Segja má að með því séu stjórnarmyndunarviðræðurnar orðnar formlegar. „Hóparnir munu vinna næstu daga og í þeirri vinnu mun koma í ljós hvort af þessu samstarfi geti orðið,“ segir Katrín Jakobsdóttir. „Auðvitað er það þannig að aðstæð- ur í pólitíkinni eru þannig að nokkur óvissa ríkir og því þurfum við að halda vel á spöðunum framundan. Þetta er ekki eins og þegar tveir flokkar settust niður eftir kosningar og mynduðu ríkisstjórn.“ Formenn allra flokkanna fimm eru sammála um að gott andrúms- loft hafi verið á fundum helgarinnar þar sem menn hafi almennt verið lausnamiðaðir og vel hafi gengið að ræða hin ýmsu mál. Þó sé það enn í stefnu Pírata að flokkurinn setjist ekki í ríkisstjórn þar sem ráðherrar séu einnig þingmenn. Þessi stefna þeirra kann að breytast á næstu dögum sem fyrr segir. „Það er mín skoðun að flokkar geti ekki sett hverjir öðrum svona skilyrði, það er bara þannig,“ segir Katrín. – sa Slaka á kröfunni um utanþingsráðherra Þingflokkur Pírata vill að stefnu flokksins verði breytt svo þingmenn annarra flokka geti orðið ráðherrar í stjórn með Pírötum. Þeirra eigin ráðherrar verði þó ekki þingmenn samtímis. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka hefjast nú eftir fundahöld í gær. Katrín Jakobsdóttir efnahagsMál Ísland er eina nor- ræna landið þar sem útflutningur eykst meira en í löndum Evrópusam- bandsins samkvæmt nýrri skýrslu frá hagstofum Norðurlandanna fimm og OECD sem ber saman útflutnings- tölur Norðurlandanna. Skýrslan, sem kostuð er af Norrænu ráðherranefnd- inn, verður birt í dag. „Vöxturinn í þjónustu á Íslandi hefur verið gríðarlegur, hann hefur vaxið um 63 prósent á árunum 2010 til 2015,“ segir Böðvar Þórisson hjá Hagstofu Íslands. – sg / sjá síðu 4 Íslensk sprengja í útflutningnum Böðvar Þórisson skrifstofustjóri Friðriki Rúnari Garðarssyni var létt þegar þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með hann í Fossvogi í gær. Ein fjölmennasta leitaraðgerð í sögu Landsbjargar var um helgina þegar leitað var að Friðriki sem hafði týnst á rjúpnaskytteríi. Friðrik gróf sig í fönn yfir tvær nætur og sótti í hlýju frá hundi sem var með honum í för. Fengurinn, ein rjúpa, var notaður sem koddi. Sjá síðu 2 FréttaBlaðið/Jóhann K. 2 1 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 5 C -1 E 5 C 1 B 5 C -1 D 2 0 1 B 5 C -1 B E 4 1 B 5 C -1 A A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.