Fréttablaðið - 21.11.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.11.2016, Blaðsíða 2
Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 ÖLL BRAUÐ Á 25% AFSLÆTTI ALLA MÁNUDAGA • Austurströnd 14 • Dalbraut 1 • Hringbraut 35 • Fálkagötu 18 PREN TU N .IS www.bjornsbakari.is Skref í átt til stjórnarmyndunarVeður Hæg norðlæg átt og dálítil él austan- lands, suðlægari og él norðvestanlands, en annars léttskýjað. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. sjá síðu 20 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gekk ákveðnum skrefum inn í hús Alþingis í gær til að ræða við fulltrúa fjögurra annarra flokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Síðar um daginn samþykktu þingflokkarnir fimm að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Fréttablaðið/Eyþór stjórnsýsla Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hyggst nota rúmar 1,8 milljónir króna af sérstöku ráð­ stöfunarfé sínu sem ráðherra í kaup á tölvum fyrir ráðuneytið sjálft. Í yfirliti yfir starfsemi ráðuneytisins í október vísar Lilja til könnunar sem Fréttablaðið sagði frá í vor og sýndi mikla óánægju starfsmanna. Við því mætti bregðast. Hún hafi ákveðið að láta kaupa fartölvur fyrir þær 1.848.030 krónur sem eftir væru af ráðstöfunarfénu. „Þegar græjurnar koma í hús fá stjórnendur ráðuneytisins það verk­ efni að koma þeim í notkun með réttum og sanngjörnum hætti,“ segir í bréfi ráðherra. – gar Ráðherrafé í nýjar tölvur lilja alfreðsdóttir utanríkisráðherra. BjÖrGun Ein fjölmennasta leitar­ aðgerð Landsbjargar frá upphafi fór fram um helgina er um 450 björg­ unarsveitarmenn, frá nær öllum landshornum, leituðu Friðriks Rúnars Garðarssonar sem skilaði sér ekki til byggða eftir rjúpnaveiði á Héraði á föstudagskvöld. Friðrik fannst heill á húfi fyrir hádegi í gær. Álíka mannmargar leitir hafa allar spannað lengra leitartíma­ bil. „Það bættist um metri af snjó við á meðan við vorum að leita. Landið var erfitt yfirferðar sökum þess auk þess að mikið var um bratta, kjarr og kletta,“ segir Sveinn Halldór Odds­ son Zoëga, formaður svæðisstjórnar á Austurlandi. Rauði krossinn opnaði hjálparstöð á Egilstöðum fyrir leitarmenn. Þar gistu yfir hundrað manns. „Það var strax tekin ákvörðun um að hefja fjölmenna leit og sífellt bætt í til að tryggja að á svæðinu væri óþreytt fólk að leita,“ segir Þor­ steinn Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Menn voru ekki von­ litlir um að hann fyndist á lífi.“ Friðrik var vel útbúinn að öðru leyti en því að hann skorti fjarskiptatæki. Hann gróf sig í fönn í tvær nætur. Með honum í för var labradorhundur en þeir héldu hita hvor á öðrum í mesta kuldanum. „Þetta var allur tilfinningaskalinn,“ segir Garðar Sigurvaldason, faðir Frið­ riks Rúnars. Garðar var í Reykjavík þegar hann fékk fréttir af leitinni á föstudag og flaug austur morguninn eftir. „Maður var agalega kvíðinn, lystar laus og ómögulegur. Hugur manns flakkaði frá fullkominni björg­ un yfir í það að maður myndi ekki sjá hann aftur.“ Garðar var í stjórnstöðinni á Egils­ stöðum þegar fréttin um fund sonar hans barst þangað. „Maður hafði ímyndað sér hræði­ lega hluti og gríðarlega ógnvekjandi verkefni fram undan. Sem betur fer snerist það í eintóma hamingju. Ég nánast „flikkflakkaði“ aftur á bak, öskraði og veinaði,“ segir Garðar. Það sem snart Garðar mest var að vinir sonar hans flykktust á Egilsstaði. Menn komu frá Dalvík, Akureyri, Sel­ fossi, Vestmannaeyjum og Reykjavík að ógleymdum þyrluskíðamönnum úr Skíðadal. Markmið fararinnar var að veiða rjúpu og það tókst. „Hann veiddi eina rjúpu sem hann notaði sem kodda í báðum snjóbyrgjunum,“ segir Garðar. johannoli@frettabladid.is Hafði einu rjúpuna sem hann veiddi sem kodda Um 450 björgunarsveitarmenn víða af landinu leituðu um helgina að rjúpna- skyttu sem skilaði sér ekki til byggða. Maðurinn fannst heill á húfi í gærmorgun eftir tvær nætur í snjóbyrgjum. Faðir hans kveðst þá hafa veinað af feginleik. saMFÉlaG Frú Eliza Reid, vel­ gjörðarsendiherra SOS, veitti í gær Fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna. Viður­ kenningin féll Miðstöð foreldra og barna í skaut fyrir ötult starf í þágu fjölskyldna hér á landi. Miðstöðin sérhæfir sig í tengsla­ eflandi meðferð fyrir verðandi foreldra og ungbörn. Samtímis var eiginmaður Elizu, Guðni Th. Jóhannesson forseti, staddur á Landspítalanum í Foss­ vogi. Þar fór fram minningarathöfn um þá sem látist hafa í umferðar­ slysum. – jóe Veitti SOS-viðurkenningu þetta er í fyrsta skipti sem fjölskylduviðurkenning SOS er afhent. Fréttablaðið/Eyþór Maður hafði ímynd- að sér hræðilega hluti og gríðarlega ógnvekj- andi verkefni framundan. Garðar Sigurvaldason, faðir rjúpnaskytt- unnar sem týndist og fannst. Fjölskylda Friðriks rúnars tók á móti honum við landspítalann í Fossvogi eftir að þyrla landhelgisgæslunnar lenti með hann. Fréttablaðið/FriðriK þór 2 1 . n ó v e M B e r 2 0 1 6 M á n u D a G u r2 F r É t t i r ∙ F r É t t a B l a ð i ð 2 1 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 5 C -2 3 4 C 1 B 5 C -2 2 1 0 1 B 5 C -2 0 D 4 1 B 5 C -1 F 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.