Fréttablaðið - 21.11.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.11.2016, Blaðsíða 4
Beltone Legend™ Enn snjallara heyrnartæki Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu.Bel to ne L eg en d ge ng ur m eð iP ho ne 6 s og e ld ri ge rð um , i Pa d A ir, iP ad (4 . k yn sl óð ), iP ad m in i m eð R et in a, iP ad m in i og iP od to uc h (5 . k yn sl óð ) m eð iO S eð a ný rr a st ýr ik er . A pp le , i Ph on e, iP ad o g iP od to uc h er u vö ru m er ki s em ti lh ey ra A pp le In c, s kr áð í Ba nd ar ík ju nu m o g öð ru m lö nd um . Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN HEILBRIGÐISMÁL Tvisvar á síðustu tíu árum hefur það gerst að læknir hefur skoðað sjúkraskýrslu einstakl- ings án þess að hafa til þess ástæðu. Þetta kemur fram í svari Landspítal- ans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fyrir skemmstu birti Persónu- vernd ákvörðun í máli sem laut að kvörtun fyrrverandi eiginkonu læknis á spítalanum. Taldi konan að hann hefði skoðað sjúkraskrá hennar þrátt fyrir að hún hefði bannað honum það. Skilnaður þeirra hefði verið harkalegur og læknirinn hefði í hyggju að nota gögnin í annarlegum tilgangi. Lækn- irinn hafði skoðað skýrslu hennar í fjórgang og hafði gildar skýringar í þrjú þeirra skipta. Honum var veitt áminning fyrir brot sitt af spítal- anum. Ákvörðun Persónuverndar fólst í því að fela spítalanum að setja reglur um aðgang starfsmanna að skýrslum fjölskyldumeðlima eða fyrrverandi fjölskyldumeðlima. „Á Landspítala gilda skýrar reglur um aðgangsheimildir starfsmanna að heilsufarsupplýsingum. Regl- urnar eiga við um alla starfsmenn, hvort sem þeir eru aðstandendur sjúklinga eða ekki,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á spítalanum. Gildir sú meginregla að starfs- maður skal aðeins leita eftir upp- lýsingum sem hann þarf í tengslum við starf sitt, í þágu sjúklings eða í öðrum lögmæltum tilgangi. Í reglum spítalans er kveðið á um aðgangsstýringu og eftirlit með aðgengi starfsmanna að upplýsing- um sem leita spítalans. „Aðgangur heilbrigðisstarfs- manns að heilsufarsupplýsingum í sjúkraskrá er skráður hverju sinni þannig að hægt er að rekja hverjir hafa farið inn á hverja sjúkraskrá. Sérstök eftirlitsnefnd með notkun sjúkraskrár starfar við Landspítala og annast hún í samstarfi við upp- lýsingatæknideild eftirlit með því hvernig upplýsingar eru sóttar í tölvukerfi spítalans og hvort það sé í samræmi við gildandi aðgangs- heimildir,“ segir Ólafur. Brot á reglunum varða áminningu eða brottrekstri úr starfi auk kæru ef um lögbrot er að ræða. Persónu- vernd hafa verið kynntar þessar reglur spítalans. – jóe Læknar tvisvar skoðað sjúkraskýrslur í óleyfi Strangar reglur og aðgangsstýringar eru á Landspítalanum um aðgang að sjúkraskýrslum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga VIÐSkIptI  Ísland er eina norræna landið þar sem útflutningur eykst meira en í löndum Evrópusam- bandsins samkvæmt nýrri skýrslu frá hagstofum Norðurlandanna fimm og OECD sem ber saman útflutnings- tölur Norðurlandanna. Skýrslan er kostuð  af Norrænu ráðherranefndinni. Hún verður birt í dag og helstu niðurstöður kynntar á ráðstefnu í Kaupmannahöfn. Útflutningur Norðurlanda er sem fyrr ívið minni en útflutningur aðildarríkja Evrópusambandsins. Árið 2015 nam heildarútflutningur á vörum og þjónustu á Norðurlöndum 557 milljörðum evra, sem er 38 millj- örðum minna en árið 2012. Útflutn- ingstölur eru hins vegar á hraðri uppleið á Íslandi. Frá 2008 hefur útflutningur á vörum og þjónustu til alþjóðamarkaða aukist um meira en 80 prósent. Árið 2015 flutti Svíþjóð út fyrir hæsta fjárhæð eða yfir 200 millj- arða evra, Ísland flutti út fyrir minnst eða 8,1 milljarð evra. Böðvar Þórisson, skrifstofustjóri fyrirtækjasviðs Hagstofu Íslands, segir grunninn að þessari vinnu hafa verið að eftir hrun fóru menn að sjá að útflutningshneigð ríkja virtist hafa áhrif á þróun vinnumarkaðar og hag- kerfis eftir hrun. „Ríkin sem voru með meiri útflutn- ing voru líklegri til að ná bata hratt," segir Böðvar. Böðvar bendir á að útflutn- ingur hafi  sérstaklega aukist  á Íslandi ef þjónusta er skoðuð. Á tíma- bilinu 2010 til 2014 jókst útflutningur á þjónustu um 42 prósent – sem er langtum meiri aukning en á hinum Norðurlöndunum. Til samanburðar jókst útflutningur á þjónustu í lönd- um Evrópusambandsins um 29 pró- sent. Útflutningur þjónustu var 48 prósent af heildarútflutningi, saman- borið við 37 prósent árið 2008. „Við fórum í vinnu um að skoða hvort Norðurlöndin væru ólík, og niðurstaðan var að þetta eru misjöfn lönd. Vöxturinn í þjónustu á Íslandi hefur verið gríðarlegur, hann hefur vaxið um 63 prósent á árunum 2010 til 2015,“ segir Böðvar. Skýrslan sýnir að Ísland er það Norðurlandanna sem er mest háð útflutningi. Samtals flutti Ísland út þjónustu fyrir 3,2 milljarða evra árið 2014, sem samsvarar 25 prósentum af landsframleiðslu. Bandaríkin eru mikilvægasti útflutningsmarkaður íslenskra fyrirtækja. Um 17 prósent af öllum útfluttum vörum og þjónustu voru seld til Bandaríkjanna árið 2014. Um 23 prósent voru seld til Norður- landanna árið 2013. Samgöngur og ferðaþjónusta eru mikilvægustu útflutningsgreinarnar í þjónustu- geiranum og voru 70 prósent af öllum þjónustuútflutningi Íslands árið 2014 í þessum tveimur greinum. „Norðurlöndin eru mjög ólík. Á Íslandi hefur bati á vinnumarkaði að miklu leyti komið til af þjónustu við ferðamenn.  Sem dæmi var meðal- fjöldi launþega í farþegaflutningum í flugi árið 2015 2.600, samanborið við 1.900 launþega að meðaltali í fram- leiðslu málma, sem er sami fjöldi og bara  atvinnugreinin þjónusta við flug. Ferðaþjónustan hefur komið inn sem öflug atvinnuskapandi grein eftir hrun,“ segir Böðvar. Þetta er í fyrsta sinn sem unnin er ítarleg samanburðargreining á milli- ríkjaviðskiptum með vörur og þjón- ustu frá Norðurlöndunum. Skýrslan inniheldur einnig greiningu á stærð og eignarhaldi norrænna fyrirtækja sem byggja afkomu sína á útflutningi á vörum og þjónustu. saeunn@frettabladid.is Fremst Norðurlanda í útflutningi Útflutningur hefur aukist um meira en 80 prósent frá 2008 á Íslandi. Ísland er eina norræna landið þar sem útflutningur eykst meira en í löndum ESB. Ísland flutti út fyrir 8,1 milljarð evra árið 2015. 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 200 180 160 140 120 100 80 60 n Ísland n Evrópusambandið n Svíþjóð n Danmörk n Noregur n Finnland Þróun á útflutningi frá 2008-2015Ferðaþjónustan hefur komið inn sem öflug atvinnuskapandi grein eftir hrun. Böðvar Þórisson, skrifstofustjóri fyrirtækjasviðs Hagstofu Íslands SýRLand Tillaga frá Sameinuðu þjóðunum um að binda enda á átökin í Aleppo með því að borgin fái sjálfsstjórn hefur verið hafnað af sýrlensku stjórninni að því er segir á vef BBC. Samkvæmt áætlun SÞ áttu upp- reisnarmenn að halda austurhluta Aleppo gegn því að draga stríðs- menn sína til baka. Utanríkisráð- herra Sýrlands, Walid al-Muallem, sem hitti sendinefnd SÞ  í gær, sagði  hugmyndina  brjóta  í  bága við fullveldi Sýrlands. – gar Ekki sjálfsstjórn fyrir Aleppo Hörmungar í Aleppo. NORDICPHOTOS/AFP Samgöngur og ferðaþjónusta voru 70 prósent af öllum þjónustuútflutningi Íslands árið 2014. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ÞýSkaLand Angela Merkel til- kynnti í gær að hún myndi bjóða sig fram fyrir Kristilega demókrata til embættis kanslara í fjórða sinn í Þýskalandi á næsta ári. Engin mörk eru á því hve mörg kjörtímabil þýskir kanslarar geta setið. Bæti Merkel  fjórða tíma- bilinu við mun hún jafna met Helmuts Kohl sem var kanslari í sextán ár. – us Merkel vill vera fjögur ár enn Angela Merkel, kanslari Þýska- lands 2 1 . n ó V E M B E R 2 0 1 6 M Á n U d a G U R4 f R é t t I R ∙ f R é t t a B L a Ð I Ð 2 1 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 5 C -3 7 0 C 1 B 5 C -3 5 D 0 1 B 5 C -3 4 9 4 1 B 5 C -3 3 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 2 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.