Fréttablaðið - 21.11.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.11.2016, Blaðsíða 6
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Festingavörur á frábæru verði! Chemfix teinalím 345 ml 2.295 Bostik 7002 festifrauð All season 750 ml 1.190 A4 og A2 ryðfríar skrúfur. Mikið úrval. DOMAX byggingarvinklar. Mikið úrval af festingavörum. Gjafakort fyrir tvo á gamanleik eins og þeir gerast bestir Úti að aka 9.950 kr. Miði fyrir tvo á þessa vinsælu fjölskyldusýningu og geisladiskur með tónlistinni Blái hnötturinn 10.600 kr. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjafakort fyrir tvo ásamt gómsætri leikhúsmáltíð fyrir sýningu eða í hléi Ljúffengt leikhúskvöld 12.950 kr. Sérstök jólatilboð Gefðu töfrandi kvöldstund í jólagjöf! Gjafakort Borgarleikhússins Kardínálum fjölgar um sautján MenntaMál Oddeyrarskóla var gefin höfðingleg gjöf í síðustu viku frá nemendum, fyrrum starfsmönnum og foreldrum barna í skólanum; sér­ smíðaðar bókahillur til að efla læsi. Aðstoðarskólastjóri skólans segir gjöfina ómetanlega og mikilvægt sé að veita fjármunum beint til að efla læsi í grunnskólum landsins. Bókahillurnar eru fimm og eru mið­ svæðis í skólanum. Mynda þær orðið „lestu“ og er ætlað að halda bókum nær börnum en áður. „Við hefðum ekki getað með nokkru móti gert þetta fyrir það fjármagn sem okkur er útdeilt. Því söfnuðu nem­ endur og foreldrar ásamt fyrrverandi starfsfólki við skólann peningum til að láta sérsmíða bókahillurnar og kaupa nýjar bækur fyrir börnin," segir Rann­ veig Sigurðardóttir aðstoðarskóla­ stjóri. Bókahillurnar voru formlega vígðar á degi íslenskrar tungu síðastliðinn miðvikudag. Börnin fengu sjálf að velja hvaða bækur voru keyptar í hillurnar svo líklegast sé að þær höfði til þeirra. „Þetta er það sem skiptir mestu máli, að börnin fái nýjar bækur sem þau vilja lesa. Þannig aukum við læsið í skólum landsins, en til þess þarf fjármagn frá hinu opinbera,“ bætir Rannveig við. Fréttablaðið sagði frá því 17. nóvem­ ber  að þriðjungur barna næði ekki viðmiðum um lesfimi og því brýnt að efla læsi grunnskólabarna. Verkefni menntamálaráðherra um að auka læsi barna var liður í því. Veittir voru tugir milljóna í kynn­ ingarstarf herferðar menntamálaráð­ herra. Auglýsingastofan Árnasynir fékk til að mynda rúmar sjö milljónir og umboðsskrifstofan Prime fékk fimm milljónir króna en  ástæða þess er söngur Ingólfs Þórarinssonar, oft kenndur við Veðurguði, á læsislaginu svokallaða. sveinn@frettabladid.is Halda þarf bókum að börnum til að efla læsi Nýjar bókahillur hafa verið settar upp í Oddeyrarskóla á Akureyri í miðjum skólanum sem liður í eflingu læsis. Aðstoðarskólastjóri segir mikilvægast að kaupa nýjar bækur fyrir börnin í stað þess að verja peningum í umgjörðina. Bókahillurnar voru settar upp á degi íslenskrar tungu. FréttaBlaðið/auðunn Þetta er það sem skiptir mestu máli, að börnin fái nýjar bækur sem þau vilja lesa. Rannveig Sigurðar- dóttir, aðstoðar- skólastjóri Odd- eyrarskóla kjaraMál „Ef skólastarf á ekki að hrynja á næstu – ja, vikum í sumum tilfellum, þarf einfaldan samning sem felur í sér ríflegar launahækk­ anir án þess að kennarar láti neitt í staðinn fyrir þær,“ segir í opnu bréfi níu grunnskólakennara úr fimm skólum í Reykjavík til Dags B. Egg­ ertssonar borgarstjóra. Í bréfinu sem birt er í heild á Vísi lýsa kennararnir áhyggjum af þeim orðum borgarstjóra að nýr kjara­ samningur við kennara verði liður í heildstæðri umbótaáætlun. „Ein af ástæðunum fyrir því að staðan er komin í þann hnút sem raun ber vitni er að allt of oft hafa svokallaðar umbætur og/eða skipu­ lagsbreytingar í skólunum verið fléttaðar saman við kjör kennara,“ segir bréfinu til Dags. Þá er samninganefnd sveitar­ félaganna gagnrýnd. „Hefur það virst aðaláhersla nefndarinnar þegar störf kennara og kjör eru annars vegar að troða skólastarfinu í Excel­skjalið sitt og láta kennara svo í raun greiða fyrir umbæturnar með meiri vinnu og smánarlegum launahækkunum sem oftast eru keyptar dýru verði af okkur kennurum sjálfum.“ – gar Gjaldi ekki fyrir kjarabót Grunnskólakennarar ræða við borgar- stjóra í síðustu viku. FréttaBlaðið/Eyþór Frans páfi útnefndi um helgina sautján nýja kardínála en þar af eru þrettán sem mega taka þátt í páfakjöri þegar þar að kemur. Aðeins kardínálar yngri en 80 ára hafa þar atkvæðisrétt. Þetta er í þriðja sinn á jafn mörgum árum sem páfinn útnefnir kardínála. Ávallt hefur hann leitað mikið út fyrir Evrópu. FréttaBlaðið/EPa 2 1 . n ó v e M b e r 2 0 1 6 M á n U D a G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 1 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 5 C -4 A C C 1 B 5 C -4 9 9 0 1 B 5 C -4 8 5 4 1 B 5 C -4 7 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 2 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.