Fréttablaðið - 21.11.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.11.2016, Blaðsíða 8
Hlíðasmára 8 | Skipholti 70 | Spönginni 13 Sími 554 7200 | hafid@hafid.is | HAF IÐ FISKVERS LU N 10 ára Jólahumar Sælkeraverslun Aðeins 9.900 kr. kg. heilbrigðismál Vegna fjárskorts hefur aðeins reynst mögulegt að sinna fjórðungi þess utanhúss- viðhalds sem verkfræðistofan Efla taldi aðkallandi á byggingum Landspítalans árið 2013 – alls 70 talsins. Árið 2013 vann verkfræðistofan Efla fyrir Landspítala úttekt á öllu húsnæði spítalans, viðgerðar- þörf og áætlaði kostnað. Sett var upp þriggja ára viðhaldsáætlun. Skýrslan náði aðeins til utan- hússviðhalds bygginga en Land- spítali hefur notað þessa úttekt sem grunn í sinni áætlanagerð síðustu árin, en vegna fjárskorts ekki komist nándar nærri eins hratt í verkefnin og áætlun Eflu gerði ráð fyrir. Með úttektinni taldi Efla að komin væri þokkaleg heildar- mynd á ástand mannvirkja í eigu Landspítala, og kostnaðurinn metinn á þrjá milljarða króna að núvirði. I n g ó l f u r Þ ó r i s s o n , f ra m - kvæmdastjóri rekstrarsviðs LSH, segir að 300 milljónir hafi verið settar í utanhússviðhald árin 2014, 2015 og 2016. Það sé um þriðjungur þess sem tiltekið var í úttekt Eflu en myndin hafi breyst nokkuð síðan. Einstakar viðhalds- aðgerðir hafa reynst umfangs- meiri en reiknað var með. „Ætli svona fljótt á litið megi ekki áætla að við höfum náð um fjórðungi af því sem lagt var upp með,“ segir Ingólfur sem áréttar að skýrslan nái í engu til viðhaldsþarfar innan húss. „Fjárframlag til viðhalds á Land- spítala hefur verið aukið tölu- vert síðustu þrjú árin, en það er eftir langt tímabil þar sem bygg- ingarnar voru sveltar áratugum saman. Það hefur því safnast upp mikill hali sem við erum að vinna niður,“ segir Ingólfur og bætir við að alls ekki sé um sparnað að ræða því viðhaldsþörfin hverfur ekki. Ódýrast sé til lengdar að sinna við- haldi bygginga jafnt og þétt árlega. „Ef viðhald er dregið lengi er hætta á lekum og þar með til- heyrandi skemmdum innanhúss og möguleika á mygluvexti innan bygginganna. Það er ekki þar með sagt að allur mygluvöxtur sé vegna þess að viðhald hefur ekki verið viðunandi, við höfum líka dæmi um að ný hús hafa verið það illa byggð að raki hefur safnast upp í þeim og mygla gert vart við sig,“ segir Ingólfur. svavar@frettabladid.is Viðhaldsféð dugir hvergi nærri Á síðustu þremur árum hefur náðst að sinna fjórðungi þeirrar viðhaldsþarfar bygginga LSH sem verkfræðistofa taldi aðkallandi 2013. Fjárskortur er skýringin sem fyrr þó gefið hafi verið í miðað við áratugina á undan. Viðgerðir á Landakoti standa yfir og eru langt komnar í þessum áfanga. FréttabLaðið/ViLheLm Það hefur því safnast upp mikill hali sem við erum að vinna niður. Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs LSH NOregUr Norska lögreglan hefur sektað borgaryfirvöld í Ósló um 2 milljónir norskra króna, eða um 26 milljónir íslenskra króna, fyrir að hafa ekki kortlagt þörf konu fyrir heima- hjúkrun eftir að hún var send heim af sjúkrastofnun. Konan svalt til bana og fannst ekki fyrr en 16 dögum eftir að hún lést. Konan var flutt heim af sjúkra- stofnuninni í janúar 2015. Hún fannst látin á heimili sínu haustið 2015 og var dánarorsökin vannæring. Borgaryfirvöld eiga nú í viðræðum við lögregluna um upphæð sektar- innar. – ibs Send heim og svalt til bana samgöNgUr Vegagerðin hefur varað við efni sem brotnar upp úr slitlagi á vegum á Austurlandi. „Vegfarendur á milli Egilsstaða og Norðfjarðar eru varaðir við mögu- legum slitlagsblæðingum og að slitlagskögglar sem brotna af bílum geta verið varasamir, sérstaklega er varað við kaflanum milli Eskifjarðar og Norðfjarðar,“ segir í tilkynningu á vef  Vegagerðarinnar. Mikilvægt sé að draga úr hraða þegar bílar mæt- ast. „Skoðið dekkin áður en haldið er í langferð og hreinsið með dekkja- hreinsi ef vart verður við tjöru.“ – gar Varað við vegum á Austurlandi blæðing í slitlagi. FréttabLaðið/Pjetur iNDlaND Minnst 115 eru látnir og um 150 slasaðir eftir að lest fór út af sporinu í norðurhluta Uttar Pradesh-héraðs á Indlandi í gær. Fjöldi látinna jókst jafnt og þétt í allan gærdag. Líklegt er talið að sú þróun gæti haldið áfram í dag. Björgunarmenn unnu allan daginn í gær að því að draga lík og slasaða úr vögnunum fjórtán sem fóru af sporinu. Slysið varð skammt frá þorpinu Pukhrayan. Uttar Pradesh er í norðurhluta Indlands við landamærin að Nepal. Orsök slyssins er ókunn en ind- verskir miðlar, þar á meðal Times of India, hafa gert því skóna að sködduðum teinum hafi verið um að kenna. Slysið átti sér stað klukk- an þrjú að nóttu að staðartíma. Farþegar sem komust lífs af lýsa því hvernig þeir hrukku upp með andfælum við mikið högg. Sjónin sem blasti við þeim í birtingu hafi verið skelfileg. Flestir hinna látnu voru í fremstu tveimur vögnunum en þeir ultu þegar lestin fór út af sporinu. Hluti vagnanna er afar illa farinn sem gerir björgunarmönnum erfitt um vik með að komast að hinum særðu. Klippum hefur verið beitt en illa hefur gengið að láta þær ná í gegnum vagnana. Slysið er fimmta mannskæðasta lestarslys í sögu Indlands. Lestar- kerfi landsins er hið þriðja lengsta í heimi og brúkað af um 22 millj- ónum farþega daglega. Mörg þús- und manns deyja í slysum tengd- um lestum ár hvert og til dæmis fórust rúmlega 27.500 í slíkum slysum árið 2014. – jóe Fimmta mannskæðasta lestarslys í sögu Indlands er 115 létust Lestarslys eru tíð á indlandi og dauðsföll tengd lestum algeng. FréttabLaðið/ePa Lestarkerfi Indlands er hið þriðja lengsta í heimi og brúkað af um 22 milljónum farþega daglega. 2 1 . N ó v e m b e r 2 0 1 6 m á N U D a g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 1 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 5 C -4 5 D C 1 B 5 C -4 4 A 0 1 B 5 C -4 3 6 4 1 B 5 C -4 2 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 2 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.