Fréttablaðið - 21.11.2016, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 21.11.2016, Blaðsíða 9
Isavia boðar til morgunfundar þann 23. nóvember næstkomandi í Þingsölum á Hótel Reykjavík Natura kl. 8:30. Á fundinum verður kynnt farþegaspá Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll fyrir árið 2017, farið yfir framkvæmdir á flug­ vellinum og þróun ferðaþjónustunnar í nánustu framtíð. Í spánni kemur m.a. að aukning ferðamanna yfir vetrartímann verður mun meiri en áður hefur verið sem staðfestir að ferðaþjónustan á Íslandi er orðin að heilsársatvinnugrein. Dagskrá — Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia ávarpar fundinn FA R Þ E G A S PÁ 2 0 1 7 — Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar FJ Á R F E S T I N G A R O G F R A M K VÆ M D I R Á K E F L AV Í K U R F L U G V E L L I 2 0 1 7 — Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri Tækni og eignasviðs Keflavíkurflugvallar F Y R I R S P U R N I R Ú R S A L Í M I K L U M M E Ð B Y R G E T U R V E R I Ð Ó K Y R R Ð — Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar LOKAORÐ — Björn Óli Hauksson Boðið verður upp á kaffi og létta morgunhressingu. S K R Á N I N G Á F U N D I N N F E R F R A M Á : I S AV I A . I S/ M O R G U N F U N D U R M O R G U N F U N D U R I S A V I A — F E R Ð A Þ J Ó N U S T A N Á R I Ð U M K R I N G F A R Þ E G A S P Á K E F L A V Í K U R - F L U G V A L L A R 2 0 1 7 1 6 -3 3 8 3 - H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Landbúnaður Ólafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, gagnrýnir harðlega skipun Gunnars Braga Sveinssonar landbúnaðarráð- herra í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Bændasamtök Íslands eiga þrjá fulltrúa og atvinnu- vegaráðuneytið fimm af tólf full- trúum í nefndinni. „Þetta er  glötuð stjórnsýsla. Við atkvæðagreiðslu í þinginu kom fram vilji þingsins að efna til þjóðarsam- tals um stefnu í landbúnaðarmálum með því að kalla til breiðan hóp hags- munaaðila til að móta stefnuna upp á nýtt í breiðri sátt,“ segir Ólafur „Fyrir það fyrsta klúðrar ráðherra form- legu hliðinni með að vera mánuði of seinn að skipa hópinn. Þegar hann hefur svo skipað í nefndina kemur í ljós að hann hefur hunsað mikilvæga hagsmunaaðila, til að mynda Félag atvinnurekenda sem hefur haft sig hvað mest í frammi í þessari umræðu um landbúnaðarmál.“ Í tilkynningu frá atvinnuvegaráðu- neytinu þann 21. október síðastliðinn segir að kveðið sé á um í lögunum að tryggja skuli aðkomu afurðastöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og neyt- enda að endurskoðuninni. Afurða- stöðvar eiga hins vegar engan fulltrúa í nefndinni. „Þegar ráðherra samþykkir að veita launþegahreyfingunni tvo fulltrúa fjölgar hann í nefndinni úr sjö í tólf. Samt sem áður er ekki pláss í nefnd- inni fyrir talsmenn innflytjenda land- búnaðarafurða. Atvinnulífið situr eftir með aðeins einn fulltrúa,“ segir Ólafur. – sa Segir nefndarskipun ráðherra dæmi um glataða stjórnsýslu Fulltrúar bænda eiga þrjá fulltrúa í nefndinni. Fréttablaðið/GVa Tækni Færri prófa ný snjallforrit fyrir síma (e. app) og neytendur halda sig við að nota þau forrit sem þeir eru nú þegar með. Þetta eru niðurstöður sem greiningardeild hugbúnaðarfyrirtækisins Adobe hefur birt. Á meðal helstu niðurstaðna sem greiningardeildin komst að er að tuttugu prósent fleiri snjallforrit voru gefin út á öðrum ársfjórðungi þessa árs en á sama tímabili árið 2015. Hins vegar fjölgaði sóttum forritum einungis um sex prósent. Þá segir í niðurstöðunum að fimm af hverjum tíu snjallforritum séu opnuð að meðaltali sjaldnar en tíu sinnum eftir að neytandi hefur halað þau niður í síma sinn. Þar af eru tvö af hverjum fimm einungis opnuð einu sinni. Niðurstöðurnar byggja á 290 milljörðum heimsókna á yfir sextán þúsund vefsíður og á niðurhalstöl- um 85 milljarða snjallforrita. – þea Sífellt færri prófa ný snjallforrit Facebook og Whatsapp eru vinsæl snjallforrit. Nordicphotos/aFp EðLisfræðingurinn Stephen Hawk- ing lítur ekki björtum augum á mögu- leika okkar jarðarbúa til lengri tíma. Að því er segir á vef danska dagblaðs- ins Politiken sagði Hawking í fyrir- lestri í Oxfordháskóla, þar sem hann er prófessor, að jörðin verði óbyggileg eftir eitt þúsund ár. Mun Hawking hafa spáð því að loftslagsbreytingar, stríð, mengun, vírusar og önnur óáran af manna- völdum nauðbeygi mannkynið til að leggja undir sig aðra hnetti – ef Homo sapiens eigi að lifa af sem tegund. Reyndar hafa vísindamenn þegar augastað á plánetunni Proxima b sem er á braut um stjörnuna Alpha Centauri. Hawking segir að jörðin gæti enst okkur meira en áðurnefnd eitt þús- und ár, jafnvel tíu þúsund ár en að útkoman sé nánast óumflýjanleg. – gar Jörðin ónýt eftir þúsund ár Ólafur stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnu- rekenda stephen hawking. Nordicphotos/aFp f r é T T i r ∙ f r é T T a b L a ð i ð 9M Á n u d a g u r 2 1 . n ó v E M b E r 2 0 1 6 2 1 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 5 C -3 7 0 C 1 B 5 C -3 5 D 0 1 B 5 C -3 4 9 4 1 B 5 C -3 3 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 2 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.