Fréttablaðið - 21.11.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.11.2016, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Gæði og glæsileik i endalaus t úrval af hágæða flísum Finndu okkur á facebook Kirkjunnar fólk á Íslandi hefur væntingar til RÚV. Það æskir þess að útvarp allra landsmanna sé vettvang-ur miðlunar frá helgum og stórhátíðum kristninnar. Ekki er langt síðan útvarpsstjóri og dagskrárstjóri Rásar eitt brugðust vel við þessu ákalli og ákváðu að halda á dag- skrá rótgrónum dagskrárliðum Rásar eitt, morgunbæn og helgihaldi sunnudagsins. Til viðbótar við morgunbænina er nú tvinnuð útlegging á orði dagsins, sem áður var að kvöldi. Biskupsstofa hefur að beiðni stjórnenda RÚV tekið að sér að skipuleggja þessa dagskrárliði í samstarfi við dag- skrárstjóra. Í því samstarfi höfum við unnið að því að bæta útvarpsefnið og gera það aðgengilegra. Biskupsstofa er í góðum tengslum við söfnuði kirkjunnar, innan þjóðkirkju og utan, við að sinna þessu mikilvæga verkefni. Helgihald sunnudagsins skartar gjarnan fjölbreyttri tónlist, framúr- skarandi kórum, organistum og hljóðfæraleikurum og útleggingu á kærleiksboðskap kristninnar sem á erindi við hverja manneskju. Þjóðkirkjan ber þær skyldur umfram aðra kristna söfnuði á Íslandi að tryggja þjónustu um land allt. Kirkjunni ber að þjóna fólki jafnt í miðborg Reykjavíkur sem í hinum dreifðu byggðum landsins og þær skyldur axlar hún. Það er fólkið í hverri sókn sem ber uppi starf kirkjunnar. Því má segja að kristin kirkja sé ein stærsta sjálfboðaliðahreyfingin á Íslandi. Kirkjunnar fólk er stöð- ugt að eflast að fagmennsku og fjölbreytileika. Sem dæmi um það má líta til framtaks Hjálparstarfs kirkjunnar sem hefur að leiðarljósi í öllu sínu starfi, innanlands og utan, að styðja fólk til sjálfshjálpar. Fram undan er jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar sem hefst með guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í upphafi kirkjuársins, á fyrsta sunnu- degi í aðventu, 27. nóvember nk. kl. 11. Frá því helgihaldi verður útvarpað í RÚV allra landsmanna, á Rás eitt. Fólkið í kirkjunni sækist m.a. eftir þeirri andlegu nær- ingu sem kirkjan hefur upp á að bjóða. Sú næring veitir frið í órótt hjarta, von þar sem vonleysi blasir við, trú þegar tilgangur lífsins virðist vandséður og kærleika þegar napurt er. Starfið eflir félagsauðinn og gerir samfélagið betra í sveit og borg. Samstarf kirkju og RÚV er dýrmætt í þessu ljósi og þakkarvert að RÚV skuli vera farvegur hins góða boðskapar. Það er eins með helgihaldið og aðra góða dagskrárliði RÚV að unnt er að nálgast þá í hlaðvarpinu. Helgihaldið í RÚV Þorvaldur Víðisson biskupsritari Helgihald sunnudags- ins skartar gjarnan fjölbreyttri tónlist, framúrskar- andi kórum, organistum og hljóðfæra- leikurum. Það þarf að leita leiða til þess að vinna með einstakl- inga fremur en vandamál og byggja fólk upp til lengri tíma fremur en að fleyta því yfir versta hjallann hverju sinni. Dáið er allt án drauma / og dapur heim-urinn“, segir í Barni náttúrunnar eftir Halldór Laxness. Það er bók uppfull af sannindum og speki eins og títt er með góðar bækur sem bera með sér aflið til þess að gera okkur að betri mann- eskjum. Vonandi vilja allir verða betri manneskjur. Það er gott og göfugt markmið í lífinu. Í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins var viðtal Krist- jönu Guðbrandsdóttur blaðakonu við konu sem er án efa góð manneskja. Hún heitir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og þroskaþjálfi, starfar hjá Hjálpar- stofnun kirkjunnar en er af mörgum kölluð „naglinn“ vegna þess að hún er stöðugt að brjóta sér nýjar leiðir til þess að aðstoða fólk við að losa sig úr fátæktargildr- unni. Í kjallara við Grensásveginn tekur hún á móti fólki sem er við það að missa vonina um betra líf og byggir það upp til að sigrast á erfiðleikum sínum og rjúfa vítahring fátæktargildrunnar. „Dáið er allt án drauma / og dapur heimurinn.“ Þessi orð komu upp í hugann við það að lesa um nálgun Vil- borgar fyrir skjólstæðinga sína. Hennar nálgun gengur nefnilega út á að vera með einstaklingsmiðaða þjón- ustu og hlusta eftir draumum þeirra sem leita til sam- takanna eftir aðstoð. Blása lífi í drauma fólks og vonir, byggja það upp til þess að gera því kleift að skapa sér betra líf og rjúfa vítahring fátæktarinnar. Þegar vel tekst til er ávinningurinn gríðarlegur og ekki einvörðungu bundinn við þá manneskju sem eignast betra líf, þó að slíkt sé auðvitað markmiðið, og fullnægjandi áfangi í sjálfu sér. Árangurinn skilar sér líka til samfélagsins í formi skattgreiðslna og að við- komandi einstaklingur og mögulega fjölskyldur þeirra eru ekki lengur háð hinu opinbera um framfærslu og skammtímalausnir með umtalsverðum kostnaði. „Hér er ég ekki bundin af kerfinu,“ segir Vilborg um það að starfa fremur innan Hjálparstofnunar kirkj- unnar en á vegum hins opinbera eða borgarinnar og hún bætir við: „Ég get hjálpað fólki með víðtækari úrræðum. Ég get gert meira.“ Þetta er umhugsunar- efni fyrir okkur öll því þetta felur það í sér að innan kerfisins getur hún ekki gert nóg. Það segir okkur að við sem stöndum að baki því kerfi sem er svo stjórnað af stjórnmála- og embættismönnum þurfum að gera betur. Það þarf að leita leiða til þess að vinna með ein- staklinga fremur en vandamál og byggja fólk upp til lengri tíma fremur en að fleyta því yfir versta hjallann hverju sinni. Innan kerfisins starfar fjöldinn allur af góðum manneskjum en því miður virðist staðan vera þannig að þetta góða fólk er bundið af takmörkunum kerfis- ins. Takmörkuðu fjármagni, takmörkuðum tíma og takmörkunum reglugerða og skammtímahugsunar. Því væri óskandi að samfélagið og stjórnmálin legðu hlustir við því sem Vilborg hefur að segja, því það er mikilvægt. Því þeim mun fleiri einstaklinga sem við byggjum upp til betra lífs fyrir tilstilli drauma þeirra, þeim mun betra samfélag munum við öll eiga og þá verður vonandi ekki dapur heimurinn hjá nokkurri manneskju í litlu en efnuðu landi. Án drauma Fyrsta prófið? Þingflokkur Pírata ætlar að óska eftir því að grasrót flokksins breyti um stefnu til að hægt sé að koma þessari ríkisstjórn á kopp- inn. Það sem þeir hafa áður kallað „ófrávíkjanlega kröfu“ mun nú kallast skoðun sem hægt er að eiga við. Píratar hafa viljað að ráð- herrar segðu af sér þingmennsku sinni til að efla þingræðið í landinu. En nú á að breyta þessu. Þeir kjósendur sem kusu Pírata til að efla þingræðið í landinu verða því að bíta í það súra epli að flokkurinn ætli sér líklega að skipta um stefnu, tæpum mánuði eftir kosningar. Völd og valdaleysi Ríkisstjórnarflokkarnir gömlu, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis flokkur, munu ef þessi ríkisstjórnarmyndun ber árangur, verða einir í minnihluta á næsta kjörtímabili. Fylgismenn þeirra auk núverandi og fyrr- verandi þingmanna flokkanna hafa keppst við að finna þessum fimm flokkum allt til foráttu síðustu daga. Er það nema von að flokkum, sem hafa verið bróður- partinn af síðasta aldarfjórðungi saman í ríkisstjórn, sé í nöp við þetta fyrirkomulag. Það gæti orðið áhugavert að sjá flokk- ana tvo reyna að vinna saman í stjórnarandstöðu, þegar engin völd eða stólar halda þeim sam- stilltum. Ætli sami samhljómur verði með þeim í minnihluta og í meirihluta? sveinn@frettabladid.is 2 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 m Á n U D A G U r12 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð SKOÐUN 2 1 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 5 C -1 E 5 C 1 B 5 C -1 D 2 0 1 B 5 C -1 B E 4 1 B 5 C -1 A A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.