Fréttablaðið - 21.11.2016, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.11.2016, Blaðsíða 14
2 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 m Á n U D A G U r14 s p o r t ∙ F r É t t A b L A ð i ð Það er greinilega aldrei of seint að segja sorrí Eftir sápuóperu síðustu mánaða var Yaya Touré mættur aftur í byrjunarlið Manchester City gegn Crystal Palace í fyrradag. Fílabeinsstrendingurinn minnti heldur betur á sig og tryggði Man City sigurinn með tveimur mörkum. Virkilega sæt endurkoma hjá miðjumanninum eftir allt fjaðrafokið undanfarnar vikur. FótboLti Margir ráku upp stór augu þegar byrjunarlið Manchester City birtist um klukkutíma fyrir leikinn gegn Crystal Palace á laugardaginn. Tíu af ellefu nöfnum á blaði komu lítið á óvart. En athygli vakti að Yaya Touré var óvænt mættur aftur í byrjunarlið Man City í fyrsta sinn í deildarleik síðan 23. apríl á þessu ári og í fyrsta sinn undir stjórn Peps Guardiola. Og Touré þakkaði traust- ið og skoraði bæði mörkin í 1-2 sigri Man City. Mikið rifrildi Fátt benti til þess Touré ætti aftur- kvæmt í lið Man. City eftir atburði síðustu mánaða. Mikið hefur gengið á að tjaldabaki á Etihad en ásakanir hafa gengið á víxl á milli Guardiola og Touré, eða öllu heldur umboðs- manns Fílabeinsstrendingsins, Dimitri Seluk. Það er sami maður og kvartaði sáran í fjölmiðlum eftir að Touré fékk ekki köku frá Man City á 31 árs afmælinu sínu. Rússneski umboðsmaðurinn fór mikinn eftir að Guardiola valdi Touré ekki í Meistaradeildarhóp Man. City og kvartaði sáran yfir illri meðferð Spánverjans á skjól- stæðingi sínum. Reiður umboðsmaður „Ef hann [Guardiola] vinnur Meistaradeildina þetta tímabilið mun ég fara til Englands og segja í sjónvarpi að Pep Guardiola sé besti knattspyrnustjóri í heimi,“ sagði Seluk. „En ef City mistekst að vinna Meistaradeildina vona ég að Guardiola hafi kjark til að segja að Leikmaður helgarinnar Victor Anichebe skoraði tvívegis þegar Sunderland vann 3-0 sigur á Hull City á Leikvangi ljóssins. Þetta var annar sigur Sunder land í röð en lærisveinar Davids Moyes eru komnir upp úr botnsætinu og eru aðeins þremur stigum frá öruggu sæti. Staðan er því örlítið bjartari en fyrir tveimur vikum þegar Sunder- land virtist dæmt til að falla. Hinn 28 ára gamli Anichebe spilaði undir stjórn Moyes hjá Everton og Skotinn náði í sinn gamla lærisvein í byrjun september. Anichebe er ekki beint þekktur markaskorari en í 186 deildarleikjum fyrir Everton og West Brom skoraði hann aðeins 24 mörk. Þessi stóri og sterki framherji virðist hins vegar finna sig vel hjá Sunderland og hefur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum liðsins sem hafa báðir unnist. Þessi mörk frá Anichebe eru vel þegin en þau létta álaginu af hinum 34 ára gamla Jermain Defoe sem hefur nánast einn síns liðs haldið Sunderland uppi undanfarin tvö tímabil. Gamli maðurinn tekur þessari aðstoð við markaskorun eflaust fegins hendi. Stóru málin eftir helgina í enska boltanum Stærstu úrslitin Eftir fjögur jafntefli í röð vann Tottenham loks sigur, og það á dramatískan hátt í Lundúnaslag gegn West Ham. Hamrarnir voru 1-2 yfir þegar mínúta var til leiksloka en tvö mörk á þremur mínútum frá Harry Kane tryggðu Spurs stigin þrjú. Kane er búinn að skora þrjú mörk í tveimur leikjum síðan hann sneri aftur á völlinn eftir meiðsli. Hvað kom á óvart? Markahæsta liði deildarinnar, Liver- pool, tókst ekki að skora gegn Southamp- ton. Í síðustu tveimur leikjum á undan skoraði Liverpool samtals tíu mörk. Liverpool var sterkari aðilinn á St. Mary’s og átti miklu fleiri marktilraunir en inn vildi boltinn ekki. Liverpool hélt samt hreinu í þriðja sinn í deildinni í vetur. Mestu vonbrigðin Jöfnunarmark Seamus Coleman mínútu fyrir leikslok bjargaði Ever- ton frá tapi gegn fallkandídötum Swansea. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hefur Everton fatast flugið og liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum. það hafi verið rangt af honum að niðurlægja frábæran leikmann eins og Yaya.“ Guardiola hafði lítinn húmor fyrir þessari gagnrýni Seluks og sagði að Touré myndi ekki spila aftur fyrir Man City fyrr en hann og umboðs- maðurinn bæðust afsökunar. Um tveggja mánaða störukeppni lauk loks fyrr í mánuðinum þegar Touré baðst afsökunar á framferði sínu og umboðsmannsins. Guardiola tók afsökunarbeiðnina greinilega góða og gilda og valdi Touré í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Palace. Og miðjumaðurinn minnti hressilega á sig. Þegar sex mínútur voru til hálfleiks sendi Touré boltann á Nolito, fékk hann aftur og skoraði með skoti sem hafði viðkomu í varnarmanni Palace. City-menn voru ekki upp á sitt besta á Selhurst Park og Conor Wickham jafnaði metin fyrir Palace á 66. mínútu. En lærisveinar Guardiola héldu áfram og sjö mín- útum fyrir leikslok skoraði Touré sigurmarkið af stuttu færi eftir horn- spyrnu Kevins De Bruyne. City fékk stigin þrjú, þökk sé manninum sem virtist ekki eiga sér neina framtíð hjá félaginu fyrir nokkrum vikum. Enska úrvalsdeildin Staðan Úrslit 12. umferðar 2016-17 Man. Utd. - Arsenal 1-1 1-0 Juan Mata (68.), 1-1 Olivier Giroud (89.). Stoke - Bournemouth 0-1 0-1 Nathan Ake (26.) Southampt. - Liverpool 0-0 C. Palace - Man. City 1-2 0-1 Yaya Toure (39.), 1-1 Connor Wickham (66.), 1-2 Yaya Toure (83.). Watford - Leicester 2-1 1-0 Etienne Capoue (1.), 2-0 Roberto Per- eyra (12.), 2-1 Riyad Mahrez, víti (15.). Sunderland - Hull 3-0 1-0 Jermain Defoe (34.), 2-0 Victor Ani- chebe (62.), 3-0 Victor Anichebe (84.). Everton - Swansea 1-1 0-1 Gylfi Þór Sigurðsson, víti (41.), 1-1 Seam- us Coleman (89.) Tottenham - West Ham 3-2 0-1 Michail Antonio (24.), 1-1 Harry Winks (51.), 1-2 Manuel Lanzini, víti (68.), 2-2 Harry Kane (89.), 3-2 Harry Kane, víti (91.). Middlesbrough - Chelsea 0-1 0-1 Diego Costa (41.). West Brom - Burnley Lokaleikur umferðarinnar fer fram klukkan 20.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. FÉLAG L U J T MÖRK S Chelsea 12 9 1 2 27-9 28 Liverpool 12 8 3 1 30-14 27 Man. City 12 8 3 1 27-11 27 Arsenal 12 7 4 1 25-12 25 Tottenham 12 6 6 0 18-8 24 Man. Utd. 12 5 4 3 17-14 19 Everton 12 5 4 3 16-14 19 Watford 12 5 3 4 17-20 18 B’mouth 12 4 3 5 14-16 15 S’ton 12 3 5 4 12-12 14 Burnley 11 4 2 5 11-15 14 WBA 11 3 4 4 12-15 13 Stoke 12 3 4 5 13-19 13 Leicester 12 3 3 6 14-20 12 M’brough 12 2 5 5 10-13 11 Crystal P. 12 3 2 7 17-21 11 West Ham 12 3 2 7 13-23 11 Hull 12 3 1 8 10-27 10 Sunderland 12 2 2 8 12-21 8 Swansea 12 1 3 8 11-22 6 Okkar menn Íslendingar í efstu tveimur deildunum í Englandi Swansea City Gylfi Þór Sigurðsson Skoraði úr vítaspyrnu í 1-1 jafntefli við Everton. Á sama tíma vann Sunderland og því er Swansea komið í botnsætið. Gylfi fiskaði vítið sjálfur. Þetta var þriðja mark hans á tímabilinu. Cardiff City Aron Einar Gunnarsson Lék allan tímann í 3-2 heimasigri á Huddersfield. Cardiff er í 21. sæti, tveimur stigum frá fallsæti. Wolverhampton Wanderers Jón Daði Böðvarsson Lék sem fremsti maður í markalausu jafntefli við Preston. Wolves hefur ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði. Fulham Ragnar Sigurðsson Stóð vaktina í vörn Fulham sem gerði 1-1 jafntefli við Sheff. Wed á heimavelli. Jöfnunar- mark Fulham kom í uppbótartíma. Bristol City Hörður B. Magnússon Spilaði allan tímann í hjarta varnarinnar þegar Bristol tapaði 1-0 fyrir Birmingham. Þriðja tap Bristol í fimm leikjum. Yaya Touré átti magnaðan leik fyrir Man. City og svaraði á réttan hátt eftir allt fjaðrafokið. Hér fagnar hann um helgina og mátti svo sannarlega við því að fagna miðað við frammistöðuna sem hann bauð upp á. FRÉTTABLAðið/GETTY 2 1 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 5 C -2 D 2 C 1 B 5 C -2 B F 0 1 B 5 C -2 A B 4 1 B 5 C -2 9 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 2 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.