Fréttablaðið - 21.11.2016, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 21.11.2016, Blaðsíða 15
fólk kynningarblað 2 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 m Á n U D A G U r Hönnunarfyrirtækið unga, Happie Furniture, er hugmynd hjónanna Hafsteins Helga Halldórssonar og Guðrúnar Öglu Egilsdóttur. Í sam- einingu hanna þau borð af ýmsum stærðum og gerðum, yfirleitt sam- kvæmt óskum hvers viðskiptavin- ar, auk þess að smíða ýmis önnur húsgögn og innanstokksmuni. Guð- rún Agla lýsir tilurð fyrirtækisins sem hálfgerðri tilviljun. „Ég var í Listaháskólanum að læra arki- tektúr og Hafsteinn hefur verið að smíða síðan hann var lítill strákur. Við smíðuðum saman eldhúsborð og sófaborð fyrir heimili okkar og gestir okkar byrjuðu strax að spyrja hvort við gætum gert eins borð fyrir þau. Þannig fór boltinn að rúlla. Við vinnum vel saman, ég ber gott skynbragð á fegurð í hönnun og Hafsteinn þarf alltaf krefjandi og spennandi verkefni sem leysa þarf með aðstoð sköpunargáfunnar.“ Árið er búið að vera mjög anna- samt að sögn Hafsteins en á sama tíma mjög skemmtilegt. „Við vorum að klára risastórt stækkanlegt borð sem gert er úr einum hnotudrumbi en börkurinn er enn á jöðrum þess. Meðal annarra nýlegra verkefna má nefna 28 ný borð fyrir veitingastað- inn Sólon. Það var ótrúlega gaman að smíða þau en borðin eru mjög hlýleg og skemmtileg þar inni. Einn- ig höfum við verið að vinna fyrir yndislegu hjónin sem eiga Karl- menn herrafataverslun sem er að flytja ofar á Laugarveginum. Þau opna bráðum og hlökkum við til að sjá verslunina fullkláraða. Um helgina vorum við á Akureyri að leggja lokahönd á nýtt Axelsbakarí. Það er einnig búið að vera ótrúlega skemmtilegt verkefni sem sækir bæði innblástur til eldri tíma og nú- tímans, allt frá stólum að afgreiðslu- borðinu. Við erum gífurlega spennt að sjá endanlega útkomu.“ Allt handgert Borð er kannski ekki lífsnauðsyn- legur hlutur að þeirra sögn en þó fara helstu samverustundir fjöl- skyldunnar yfirleitt fram við borð. „Því er hægt að gera þann tíma enn ánægjulegri með fallegu borði enda í eðli okkar að hafa hreiðrið fallegt. Við sjáum á viðskiptavinum okkar hvað þeir eru ánægðir með að geta ráðið útliti borðsins og stærðinni upp á millimetra en slík þjónusta býðst svo sannarlega ekki hvar sem er. Einnig er þetta líka allt handgert á Íslandi svo margir í samfélaginu fá að njóta góðs af.“ Það eru næg verkefni fram undan í vetur sem þau hlakka mikið til að takast á við. „Um þessar mundir erum við að klára verkefnið með Axels bakaríi og svo eru fleiri verk- efni í vændum á Akureyri sem við ætlum að huga að í lok vetrar. Á verkstæðinu erum við að vinna að stöndum fyrir dýrindis súkku- laði sem Nói Siríus er að fara með á stærstu súkkulaðisýningu í heimi. Einnig erum við að gera færanleg- an bar fyrir íslenskt fyrirtæki sem ætlar að byrja á að flytja hann með sér til Barcelona.“ Aðspurð um helstu áhrifavalda segja þau helstu hugsunina vera að sameina manninn og náttúruna. „Okkur þykir mikilvægt að náttúr- an fái að minna á sig og teljum við okkur geta gert það með borðunum okkur. Að vera með borð frá okkur á heimili er því svolítið eins og að vera með náttúruna inni á heimilinu.“ Skoða má hönnun Happie Furni­ ture á facebook og Instagram (happiefurniture) NáttúrAN miNNir á sig Eftir að Hafsteinn Helgi og Guðrún Agla höfðu smíðað eldhúsborð og sófaborð fyrir heimili sitt vildu vinir þeirra eignast eins borð. Því stofnuðu þau saman fyrirtækið Happie Furniture og verkefnin eru næg framundan. Járn & Gler ehf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin - 104 Reykjavík S: 58 58 900- www.jarngler.is Fyrirtæki - Húsfélög ————————— Við bjóðum upp á sjálfvirkan hurða- opnunarbúnað ásamt uppsetningu og viðhaldi Auðveldar aðgengi, hentar vel fyrir aðgengi fatlaðra. Áratuga reynsla af búnaði tryggir gæðin. Lesa bara FBL 68% Lesa bæði FBL OG MBL 21% Lesa bara MBL 11% 89% af lesendum dagblaða* á höfuðborgarsvæðinu á aldursbilinu 18–49 ára lesa Fréttablaðið daglega. *Fréttablaðið og Morgunblaðið. Heimild : Prentmiðlamæling Gallup júl.-sep. 2016 „Við sjáum á viðskiptavinum okkar hvað þeir eru ánægðir með að geta ráðið útliti borðsins og stærðinni upp á millimetra,“ segja Hafsteinn Helgi og Guðrún Agla hjá Happie Furniture. MYNDIR/ERNIR X­laga fætur bjóða upp á mikið fótapláss og eru fallegir fyrir augað. Borðplatan er unnin úr einum og sama hnotu­ drumbnum.  Undirbúningur fyrir súkkulaðisýningu í Köln í fullum gangi.  Stækkun á hnotu. Borðið í límingu.  Starri Freyr Jónsson starri@365.is Happie­hillan nýtur mikilla vinsælda. Hægt er að fá hana í hvaða stærð sem er.  2 1 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 5 C -3 B F C 1 B 5 C -3 A C 0 1 B 5 C -3 9 8 4 1 B 5 C -3 8 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 2 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.