Fréttablaðið - 21.11.2016, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.11.2016, Blaðsíða 16
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 marý ólafsdóttir rekur eigið hönnunarstúdíó í stokkhólmi undir heitinu marý. mynd/mary „Þetta hefur bæði bein og óbein áhrif þar sem þeir sem kannski þekkja vöruna fá hvatningu til að nálgast hana og svo auðvitað kynn- ir þetta vöruna fyrir gríðarlega stórum markhópi í gegnum Zara- síðuna. Svona birting hefur mikið að segja og það hefur strax sýnt sig, bæði ýtt undir sölu hjá mér og svo fæ ég fréttir frá vinum og vanda- mönnum hér og þar í heiminum sem hafa tekið eftir þessu, sem er skemmtilegt,“ segir Marý Ólafsdótt- ir, vöruhönnuður en vara eftir hana, Ský, prýðir auglýsingar á barna- fatalínu tískurisans Zara. Hollenska stílfyrirtækið April And May sá um hönnun kynningar- efnisins á barnafatalínu Zara og hafði samband við Marý. „April And May er eitt af mínum uppáhalds Instagram-fyrirtækj- um. Þau voru svo hrifin af vörunum mínum og vildu endilega nota skýið í þessa herferð. Þetta er ótrúlega skemmtilegt tækifæri.“ Marý er búsett í Stokkhólmi og hefur rekið eigið hönnunarfyrirtæki undir nafninu Marý frá árinu 2007. Hún segir nóg að gera og finnst best að hafa mörg járn í eldinum í einu. „Það er oftast mikið í gangi hjá mér í einu og þannig vil ég hafa það. Ég er að vinna í veitingastað sem verður opnaður hvað úr hverju hér í Stokkhólmi og stefni einnig á að taka þátt í HönnunarMars á Íslandi í vor með nýja hliðarverkefnið mitt. Ég deili vinnustofu með fjölbreytt- um hópi af skapandi fólki, teikn- urum, textílhönnuðum, listamönn- um og vöruhönnuðum. Nú erum við að undirbúa jóla-popupmarkað og jólapartí, sem verða um miðjan des- ember. Ég hlakka mjög mikið til,“ segir Marý. ertu þá komin í jólaskap? „Hér í Stokkhólmi hefur reyndar allt verið á kafi í jólasnjó. Snjórinn er farinn núna en það var mjög nota- legt. Annars hef ég lítinn tíma haft til að hugsa um jólin ennþá og vil oftast leyfa desember að ganga í garð áður en ég fer í jólagírinn. Við fjölskyldan komum til Íslands um miðjan desember og ég hlakka mikið til að eiga notalegar stundir með fjölskyldu og vinum á heimili okkar í miðbæ Reykjavíkur.“ Hvaða verkefni eru annars teikni- borðinu hjá þér? „Ég er að vinna að mjög spennandi verkefni sem byggir á einfaldleika og „slow de- sign“, allar vörur eru unnar úr náttúrulegum efnum og alger- lega eiturefnalausar. Ég hef allt- af hugsað um að virða náttúruna okkar og eftir að hafa búið í Sví- þjóð í mörg ár, með viðkomu í Los Angeles, er ég enn meira meðvit- uð um umhverfi mitt. Mig langar til að stuðla að hreinni náttúru og hanna vörur sem fólk getur notið í áratugi og ganga jafnvel í erfðir milli kynslóða.“ Nánar má forvitnast um hönnun Marý á www.mary.is Undir kids winter collection á síðunni www.zara.com má svo sjá Skýið í auglýsingaherferð Zara. Skýið eFtir Marý í auglýSingu Zara Íslensk hönnun rataði inn í auglýsingaherferð tískurisans Zara, Ský eftir Marý Ólafsdóttur. Hún segir athyglina sem fylgi í kjölfarið hafa mikið að segja og hafa strax skilað sér. Birtingin sé skemmtilegt tækifæri. ragnheiður tryggvadóttir heida@365.is „Ég er að vinna að mjög spennandi verkefni sem byggir á einfaldleika og „slow design“, allar vörur eru unnar úr náttúrulegum efnum og algerlega eiturefnalausar.“ „april and may er eitt af mínum uppáhalds instagram-fyrirtækjum. Þau voru svo hrifin af vörunum mínum og vildu endilega nota skýið í þessa herferð. Þetta er ótrúlega skemmtilegt tækifæri.“ 2 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 m Á n U D A G U r2 F ó l k ∙ k y n n i n G A r b l A ð ∙ X X X X X X X X Sunnudjass alla sunnudaga kl 20.00 Heimsklassa Djass með frábærum tónlistarmönnum í bruggsalnum okkar. Allir velkomnir - enginn aðgangseyrir Hraðréttur dagsins í hádeginu alla virka daga 1.690.- kr 2 1 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 5 C -4 0 E C 1 B 5 C -3 F B 0 1 B 5 C -3 E 7 4 1 B 5 C -3 D 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 2 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.