Fréttablaðið - 21.11.2016, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 21.11.2016, Blaðsíða 35
s p o r t ∙ F r É t t A B L A ð i ð 15M Á N U D A G U r 2 1 . N ó v e M B e r 2 0 1 6 MArGir Á Leið Á HM vöLtUðU yFir NorsArANA stærstA tApið í 26 Ár sUND Íslandsmeistaramótið í sundi í 25 metra laug fór fram í Ásvallalaug um helgina. Góður árangur náðist á mótinu og sér- staklega var ánægjulegt að sjá hversu margir sundmenn náðu lágmörkum fyrir HM. Heimsmeist- aramótið í 25 metra laug fer fram í Windsor í Kanada í næsta mánuði. Íþróttamaður ársins, Eygló Ósk Gústafsdóttir, var mætt til leiks og vann sínar greinar eins og búast mátti við. Hún synti undir HM-lágmarki í 50 metra baksundi sem hún vann á tímanum 28,13 sekúndum. Fleiri syntu undir HM-lágmörkum um helgina. Kolbeinn Hrafnkelsson náði lág- marki í 50 metra baksundi er hann synti á 25,27 sekúndum. Lág- markið var 25,85 sekúndur. Jóhann Gerða Gústafsdóttir náði lágmarkinu í 100 metra fjórsundi sem hún synti á 1:03,48 mínútum en hún var um einni og hálfri sek- úndu undir lágmarkinu. Áður hafði Jóhanna Gerða náð lágmarkinu í 200 metra fjórsundi. Kristinn Þórarinsson náði lág- mörkum í 200 metra fjórsundi og baksundi um helgina. Áður hafði hann náð lágmörkum fyrir HM í 50 og 100 metra baksundi. Kristófer Þórarinsson var svo síðastur til að ná HM-lágmarki en það gerði hann í 100 metra skrið- sundi. Hann synti metrana 100 á sléttum 50 sekúndum en lágmarkið er einmitt sléttar 50 sekúndur. HANDBoLti Valsmenn eru í mjög góðum málum í 32-liða úrslitum í Áskorendakeppni Evrópu eftir stór- sigur, 31-24, á norska liðinu Haslum um helgina. Þetta var fyrri leikur lið- anna. Yfirburðir Valsmanna í leiknum voru miklir og þeir hefðu alveg getað unnið enn stærri sigur gegn norska liðinu sem var slakt. Valur var fimm mörkum yfir í hálfleik, 17-12, og um tíma leiddu þeir með tíu marka mun í síðari hálfleik. „Ég er virkilega ánægður með sigurinn en eins og leikurinn spilaðist hefði ég viljað vinna hann stærra,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, við íþrótta- deild eftir leikinn. „Markvörðurinn [Trond Tjemsland] var mjög góður og svo skutum við líka fram hjá og í stangirnar úr dauðafærum þar sem við tættum vörnina þeirra í sundur. Það er mjög jákvætt að vinna sjö marka sigur en við hefðum getað unnið þetta stærra. Þetta er bara fyrri hálfleikur,“ sagði Guðlaugur en seinni leikurinn fer fram í Noregi eftir viku. Guðlaugur segir að norska liðið hafi ekki komið sér á óvart í leiknum í dag, nema þegar þeir skiptu yfir í framliggjandi vörn á lokamínút- unum. „Við vorum búnir að horfa á þá og greina vel. Það var lítið sem kom okkur á óvart. Hann var sterkari en við reiknuðum með, þessi stóri vinstra megin [Eirik Köpp],“ sagði Guðlaugur. – iþs körFUBoLti Íslenska kvennalandsliðið fékk skell er liðið sótti Slóvakíu heim um helgina í undankeppni EM. Slóvakía vann stórsigur, 86-40, en þetta er versta tap liðsins í heil 26 ár. Síðast tapaði liðið svona illa í október árið 1990 en þá valtaði Danmörk yfir íslenska liðið með 62 stiga mun. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins án Helenu Sverrisdóttur í tólf ár og hennar var heldur betur sárt saknað. Alls tapaði íslenska liðið 33 boltum í leiknum og skoraði aðeins 40 stig eins og áður segir. Það var ljóst í hvað stefndi strax í fyrsta leik- hluta er íslenska liðið var komið 20 stigum undir, 26-6. Besti leikhluti íslenska liðsins var annar leikhlutinn sem tapaðist með þremur stigum, 15-12. Munurinn var því 23 stig í hálfleik, 41-18, og róðurinn heldur betur þungur eftir fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Slóvakíska liðið gaf aftur í þeim seinni og vann þriðja leikhlutann 25-12 og fjórða leikhlutann 20-10. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var stigahæst í íslenska liðinu með sjö stig en hún gaf einnig þrjár stoðsendingar. – hbg Það er greinilega aldrei of seint að segja sorrí Eftir sápuóperu síðustu mánaða var Yaya Touré mættur aftur í byrjunarlið Manchester City gegn Crystal Palace í fyrradag. Fílabeinsstrendingurinn minnti heldur betur á sig og tryggði Man City sigurinn með tveimur mörkum. Virkilega sæt endurkoma hjá miðjumanninum eftir allt fjaðrafokið undanfarnar vikur. „Þetta var frábært því strákarnir hafa alltaf veitt mér stuðning. Ég hélt áfram að brosa og vera ein- beittur,“ sagði Touré himinlifandi að leik loknum. „Þetta var erfið staða en ég er mjög glaður og þakk- látur stjóranum fyrir að leyfa mér að spila í dag.“ Hvað gerist næst? Óvíst er hvað verður um hinn 33 ára gamla Touré, hvort hann fer í janúar eða næsta sumar, en af leiknum í fyrradag að dæma hefur hann enn ýmislegt fram að færa. Hann hefur ekki sömu hlaupagetu og áður en hann er ennþá góður í fótbolta og kann að koma sér í færi og klára þau. Og ef hann er einbeittur og tilbúinn að leggja sig fram getur hann nýst Man City í toppbarátt- unni. Guardiola leggur líf og sál í stjóra- starfið og hann hefur engan tíma fyrir leikmenn sem eru ekki á fullri ferð. Það er ólíklegt að Touré komist upp með að labba um völlinn eins og hann gerði stundum á síðasta tímabili. Útileikurinn gegn Arsenal í desember í fyrra var lýsandi fyrir síðasta tímabil hjá Touré; hann rölti um völlinn megnið af leiktímanum en skoraði samt glæsilegt mark. Snilldin var enn til staðar en fram- lagið ekki. Frábær ferill Touré hefur reynst Man City ómetan legur síðan hann kom til félagsins frá Barcelona sumarið 2010. Á sex árum hans á Etihad hefur Man City unnið tvo Englands- meistaratitla, enska bikarinn einu sinni og deildabikarinn tvisvar. Touré er einn af bestu leik- mönnum í sögu Man City og það stefnir í að vera hans hjá félaginu fái ánægjulegri endi, hvenær sem hann verður, en virtist fyrir nokkrum vikum. ingvithor@365.is Ég er svo ánægður fyrir hans hönd. Hann er indælis náungi. Hann er núna í kjörþyngd og það efast enginn um hæfileika hans. Pep Guardiola, stjóri Man. City Enginn miðjumaður hefur skorað fleiri mörk (59) í ensku úrvalsdeildinni en Yaya Touré síðan hann kom til Manchester City sumarið 2010. Yaya Touré átti magnaðan leik fyrir Man. City og svaraði á réttan hátt eftir allt fjaðrafokið. Hér fagnar hann um helgina og mátti svo sannarlega við því að fagna miðað við frammistöðuna sem hann bauð upp á. FréTTablaðið/geTTY eygló Ósk klár í lauginni í gær. FréTTablaðið/eYþÓr anton rúnarsson var sterkur í liði Vals gegn Haslum. Valur - Selfoss 29-26 Valur: Diana Satkauskaite 9, Díana Dögg Magnúsdóttir 4, Morgan Marie McDonald 4, Gerður Arinbjarnar 3, Kristine Vike 3, Kristín Guðmundsdóttir 2, Sigurlaug Rúnarsdóttir 2, Eva Björk Hlöðversdóttir 1, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 1. Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 7, Perla Ryth Albertsdóttir 7, Kristrún Stein- þórsdóttir 4, Adian Maria Ghidoarca 4, Carmen Palamariu 2, Hulda Dís Þrastar- dóttir 1, Dijana Radojevic 1. grótta - Stjarnan 20-21 grótta: Laufey Ásta Guðmundsdóttir 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Lovísa Thompson 3, Emma Sardarsdóttir 2, Sunna María Einars- dóttir 2, Selma Jóhannsdóttir 1, Anna Stefánsdóttir 1. Stjarnan: Helena Rut Örvarsdóttir 9, Sol- veig Lára Kjærnested 4, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 3, Stefanía Theodórsdóttir 2, Þorgerður Anna Atladóttir 1, Elena Birgis- dóttir 1, Rakel Dögg Bragadóttir 1. Fylkir - ÍbV 26-21 Fylkir: Thea Imani Sturludóttir 9, Christine Rishaug 5, Hildur Karen Jóhannsdóttir 3, Hildur Björnsdóttir 3, Þuríður Guðjóns- dóttir 2, Þórunn Friðriksdóttir 2, Melkorka Gunnarsdóttir 1, Vera Pálsdóttir 1. ÍbV: Ester Óskarsdóttir 7, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 5, Ásta Björt Júlíusdóttir 3, Telma Amado 2, Sandra Sigurðardóttir 2, Þóra Arnarsdóttir 1, Greta Kavaliuskaite 1. efri Fram 19 Stjarnan 15 Haukar 12 Valur 12 Neðri ÍBV 8 Grótta 6 Selfoss 4 Fylkir 4 Nýjast Olís-deild kvenna Áskorendakeppni evrópu Valur - Haslum 31-24 Valur - Mörk (skot): Anton Rúnarsson 7 (10/1), Josip Juric 7/1 (11/1), Sveinn Aron Sveinsson 7/2 (13/3), Vignir Stefánsson 4 (6), Ýmir Örn Gíslason 3 (3), Ólafur Ægir Ólafsson 3 (4). Varin skot: Hlynur Morthens 16 (40/1, 40%), Hraðaupphlaup: 6 (Anton, Sveinn, Vignir 3, Ýmir) Fiskuð víti: 5 (Ýmir, Alexander, Orri Freyr 3) Utan vallar: 12 mínútur. Haslum HK - Mörk (skot): Eirik Köpp 7 (10), Sebastian Barthold 6/1 (9/1), Aksel Horgen 4 (4), Vegard Soerlie Tennfjord 2 (4), Anders Roe 2 (5), Magnus Soendenaa 2 (7), Sander Oeverjordet Andreassen 1 (3). Varin skot: Trond Tjemsland 18/2 (49/5, 37%), Hraðaupphlaup: 4 (Köpp, Barthold, Horgen 2) Fiskuð víti: 1 (Roe 1) Utan vallar: 12 mínútur. Undankeppni eM Slóvakía - Ísland 86-40 Ísland: Sigrún Ámundadóttir 7, Pálína Gunnlaugsdóttir 6, Hallveig Jónsdóttir 4, Guðbjörg Gunnarsdóttir 4, Ingunn Embla Kristínardóttir 3, Sandra Þrastardóttir 3, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Ragna Brynjars- dóttir 3, Salbjörg Sævarsdóttir 2, Thelma Ágústsdóttir 2, Berglind Gunnarsdóttir 2, Emelía Gunnarsdóttir 1. Í dag Olís-deild karla 19.50 Wba - burnley Sport 22.00 Messan Sport Valsmenn gerðu það gott í Evrópukeppninni í dag. Síðari leikurinn er veruleg áskorun. Gaman að sjá íslensk lið í þessari keppni. Eina. Guðjón Guðmundsson @gaupinn Sigrún Sjöfn Ámunda- dóttir. 2 1 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 5 C -2 D 2 C 1 B 5 C -2 B F 0 1 B 5 C -2 A B 4 1 B 5 C -2 9 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 2 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.