Fréttablaðið - 21.11.2016, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 21.11.2016, Blaðsíða 36
2 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 m Á n U D A G U r16 s p o r t ∙ F r É t t A b L A ð i ð Þau helgina áttu Rosenborg Íslendingarnir tvöfaldir meistarar Norska liðið Rosen- borg varð í gær norskur bikarmeistari eftir 4-0 sigur á Kongsvinger í úrslitaleik. Rosenborg er því tvöfaldur meistari annað árið í röð en það hefur ekkert lið nokkru sinn afrekað. Hólmar Örn Eyjólfsson, Guðmundur Þórarins- son og Matthías Vil- hjálmsson leika allir með liðinu. Hólmar var í liðinu í gær, Matthías kom af bekknum en Guðmundur spilaði ekki. Máni og Katrín Íslandsmeistarar í kumite Nýir Íslandsmeistarar voru krýndir í opnum flokki í kumite um helgina. Máni Karl Guðmundsson vann opna flokkinn í fyrsta skipti og 67 kg flokkinn. Katrín Inga Björnsdóttir vann opna flokkinn hjá konunum eftir sigur á Telmu Rut Frímanns- dóttur sem hafði unnið opna flokkinn sex ár í röð. Fylkir vann keppni liða og Þórshamar varð í öðru sæti. Lexi og Gaui Handboltamenn hjá Rhein-Neckar Löwen Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðs- son fóru báðir á kost- um í liði Löwen sem lagði Füchse Berlin, 30-25, í þýska bolt- anum í gær. Alexander var markahæstur allra á vellinum með tíu mörk og Guðjón Valur Sigurðsson skoraði átta. Þetta var sjöundi sigur Löwen í röð en liðið er nú í þriðja sæti þýsku úrvals- deildarinnar. krAFtLyFtinGAr Hinn ógnarsterki Júlían J. K. Jóhannsson keppti um helgina á sínu fyrsta heimsmeistara- móti í fullorðinsflokki og stóð sig heldur betur vel. Hann varð heims- meistari í réttstöðulyftu og í fimmta sæti í samanlögðu í +120 kg flokki. Réttstöðulyftan er besta grein Júlíans og þar lyfti hann 380 kílóum sem dugði til heimsmeistaratitils. Þessi lyfta var jafnframt Evrópumet unglinga. Hann átti góða tilraun við 390 kíló en það gekk ekki að þessu sinni. Júlían reyndi að bæta sinn besta persónulega árangur í hnébeygju og bekkpressu en það gekk ekki upp hjá honum að þessu sinni. Hann lyfti aðeins byrjunarþyngd í hnébeygju sem var 385 kíló. Hann á best 400 kíló þar. Í bekkpressu lyfti hann 305 kílóum og átti líka ágætis tilraun við 315 kíló. Samanlagt lyfti Júlían 1.070 kílóum en heims- meistarinn í samanlögðu, Blaine Sumner frá Bandaríkjunum, lyfti 1.200 kílóum. Þessi árangur Júlíans er auðvitað frábær og ljóst að hann mun láta að sér kveða á næstu árum. Viktor Hólmgeirsson tók einn- ig þátt á mótinu en hann tók þátt í -120 kg flokki. Þar lyfti Viktor sléttu tonni sem skilaði honum í sjötta sætið. Hann var að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti rétt eins og Júlían. Viktor lyfti 375 kílóum í hné- beygju og bætti Íslandsmet Auðuns Jónssonar um 10 kíló.  Hann lyfti 307,5 kílóum í bekk- pressu og í réttstöðulyftunni lyfti hann 317,5 kílóum og jafnaði þar með sinn besta árangur í saman- lögðu. – hbg Júlían heimsmeistari í réttstöðulyftu Umhverfisvernd er hluti af samfélagslegri ábyrgð. Berðu saman plastpoka og fjölnota poka. Eftir það berðu bara fjölnota poka. FJÖLNOTA KOSTAR MINNA – LÍKA FYRIR UMHVERFIÐ! E N N E M M / S ÍA SVARTUR sterkur og notadrjúgur120 KR. 150 KR. GRÁR með hólfum fyrir flöskurRAUÐUR léttur og passar í veski180 KR. 2 1 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 5 C -2 8 3 C 1 B 5 C -2 7 0 0 1 B 5 C -2 5 C 4 1 B 5 C -2 4 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 2 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.