Fréttablaðið - 21.11.2016, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 21.11.2016, Blaðsíða 38
Ástkær sonur okkar, faðir, bróðir, kærasti og stjúpfaðir, Adam Steinn Guðmundsson er látinn. Útför fer fram frá Seljakirkju 23. nóvember kl. 13.00 Minning hans lifir. Þorbjörg Steins Gestsdóttir Guðmundur H. Gústafsson Daníel Steinn Adamsson Eva A. Peters Sigfús Svanbergsson Donna Kristjana Peters Ragnar Már Magnússon og synir, Thelma H. Hilmarsdóttir og synir. Okkar yndislega Karí Karólína Eiríksdóttir áður Lund Hansen sjúkraliði, Kleppsvegi 142, sem lést þann 16. nóvember sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 25. nóvember kl. 14.00. Með kærleikskveðju, Edda D. Sigurðardóttir Sigurður K. Kolbeinsson Birna K. Sigurðardóttir Erlingur Hjaltested Ellisif A. Sigurðardóttir Hafliði Ragnarsson Sunna M. Sigurðardóttir Davíð Ö. Vignisson ömmu- og langömmubörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Davíð Rúrík Höjgaard lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. nóvember. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 22. nóvember kl. 15.00. Margrét Davíðsd. Höjgaard Ólafur Eiríksson Ólöf Höjgaard Martin Guðmundsson afa-, langafa- og langalangafabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir og mágkona, Hrefna Guðbjörg Oddgeirsdóttir frá Vestmannaeyjum, Mávahlíð 1, Reykjavík, lést miðvikudaginn 16. nóvember. Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 23. nóvember kl. 15.00. Sara Hafsteinsdóttir Þórólfur Guðnason Svava Hafsteinsdóttir Ólafur H. Sigurjónsson Oddgeir Eysteinsson Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir Hildur K. Oddgeirsdóttir Hafsteinn G. Guðfinnsson og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét Þorvaldsdóttir Sjávargrund 12a, Garðabæ, andaðist sunnudaginn 13. nóvember. Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 22. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á barnauppeldissjóð Thorvaldsensfélagsins. Elín L. Egilson Holger Torp Sveinbjörn Á. Egilson Þorvaldur S. Egilson Aðalheiður Rúnarsdóttir Guðríður Egilson Þorsteinn Egilson Eygló Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðbjörn Ásgeirsson matreiðslumeistari, lést af slysförum aðfaranótt miðvikudags 16. nóvember síðastliðinn. Útförin fer fram þriðjudaginn 22. nóvember kl. 14.00 frá Víðistaðakirkju. Guðrún Gerður Guðbjörnsdóttir Guðmunda Rut Guðbjörnsdóttir Ragnar Víðir Kristinsson Arnar Helgi Guðbjörnsson Anna Lára Sveinbjörnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa fengið silfurvottun frá umhverfisvott- unarsamtökunum EarthCheck. Sveitar- félögin höfðu undanfarin þrjú ár þurft að standast viðmið sem umsóknarsvæði en sótt var um vottunina í fyrsta sinn í sumar. „Við erum í skýjunum með að fá þessa vottun. Þetta er mikið gleðiefni. Við erum búin að vera að vinna að þessu í nokkur ár og það voru þvílík gleðitíðindi að við skyldum standast þessa mæli- kvarða,“ segir Lína Björg Tryggvadóttir, verkefnisstjóri hjá Fjórðungssambandi Vestfjarða. Lína Björg segir sveitarfélögin hafa þurft að standast 25 mælikvarða. Nokkur sveigjanleiki hafi verið á mælingunum og máttu sveitarfélögin mælast örlítið undir striki eða yfir. Alls segir hún að þau hafi mælst yfir striki í sautján atriðum. „Vottunin segir það að sveitarfélögin á Vestfjörðum starfi í anda samfélagslegrar ábyrgðar og vinni að því að svæðið verði sjálfbært. Þau kaupa vottaðar vörur, huga að því að minnka orkunotkun ásamt því að flokka sorp og minnka sorpmagn og þess háttar,“ segir Lína. Hún segir starfið kallast á við það sem sé að gerast í heiminum í dag og nefnir í því samhengi Parísarsamkomulagið. „Það er verið að reyna að minnka losun óæski- legra efna. Sveitarfélögin sýna samfélags- lega ábyrgð með því að taka þátt í þessu verkefni.“ EarthCheck, sem veita vottunina, eru alþjóðleg samtök sem hafa höfuðstöðvar í Ástralíu. Þau eru einu samtökin sem gefa út umhverfisvottun fyrir starfsemi sveitarfélaga og eru þar þættir á borð við innkaup, orkunýtingu, vatnsnotkun og sorpförgun skoðaðir. Ásamt því að vinna að því að fá fyrr- nefnda vottun hafa  sveitarfélögin á Vest- fjörðum staðið að verkefninu Plastpoka- lausir Vestfirðir. Það verkefni er í raun sprottið út frá umhverfisvottunarverk- efninu og hefur Lína stýrt verkefnunum hvoru samhliða öðru. Ásamt sveitarfélögunum á Vestfjörðum eru sveitarfélögin á Snæfellsnesi með vottun frá EarthCheck. Sú er gullvottun. thorgnyr@frettabladid.is Vestfirðingar fá umhverfisvottun Sveitarfélögin á Vestfjörðum fá umhverfisvottun EarthCheck. Standast þurfti 25 mæli- kvarða til að fá vottunina. Verkefnisstjóri segir Vestfirðinga í skýjunum. Miðbær Ísafjarðarbæjar, stærsta þéttbýliskjarna Vestfjarða, er væntanlega umhverfisvænn eins og aðrir staðir á Vestfjörðum. Fréttablaðið/Pjetur Merkisatburðir Vottunin segir það að sveitarfélögin á Vest- fjörðum starfi í anda samfélags- legrar ábyrgðar og vinni að því að svæðið verði sjálfbært. Lína Björg Tryggvadóttir, verkefnastjóri 235 Anþeros verður páfi. 1272 Játvarður verður konungur Englands. 1393 Bardagi verður á Núpi í Dýrafirði á milli Björns Einarssonar og Þórðar Sigmundssonar. Tveir falla og margir særast. Menn Þórðar hafa betur. 1620 Skipið Mayflower kemst inn fyrir Þorskhöfða í Nýja heim- inum. 1919 Helgi Hóseasson fæðist. 1931 Fyrsta útvarpsleikritið er flutt í Ríkisútvarpinu. Þar eru leiknir kaflar úr Bóndanum á Hrauni eftir Jóhann Sigurjónsson. 1974 21 lætur lífið í sprengjuárásum Írska lýðveldishersins í Birm- ingham á Englandi. 1974 George W. Bush er rekinn úr banda- ríska flughernum. 1993 Stöð 2 hefur útsendingar erlendra sjónvarpsstöðva undir heitinu Fjölvarp. 2005 Ariel Sharon segir sig úr Likud-banda- laginu í Ísrael og stofnar nýjan flokk, Kadima. 2 1 . n ó v e m B e r 2 0 1 6 m Á n U D A G U r18 t í m A m ó t ∙ F r É t t A B L A ð i ð tímamót 2 1 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 5 C -2 3 4 C 1 B 5 C -2 2 1 0 1 B 5 C -2 0 D 4 1 B 5 C -1 F 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.