Fréttablaðið - 01.12.2016, Side 81

Fréttablaðið - 01.12.2016, Side 81
Dagur íslenskrar tónlistar er í dag og af því tilefni verður efnt til herferðar sem þjóðin öll á að taka þátt í á samfélags- miðlum með því að nota myllu- merkið #IcelandMusicDay. Þannig geta landsmenn tekið virkan þátt í markaðssetningu íslenskrar tónlistar á samfélagsmiðlum og hafið hana til vegs og virðingar á erlendri grund, eins og segir í tilkynningu frá Sam- tökum tónlistarrétthafa. #IcelandMusicDay, fer þannig fram að fólk velur uppáhalds íslensku lögin sín af tónlistarveitum eins og Spotify eða Youtube, deilir og merkir 1 til 5 erlenda vini sína. Allir eru hvattir til að taka þátt og kynna íslenska tón- list fyrir erlendum vinum sínum í þessu samstillta átaki, en þetta er í fyrsta skipti svo vitað sé að heil þjóð styður svo þétt við bakið á tónlistar- fólki sínu. Enn fremur segir að máttur sam- félagsmiðla sé ótvíræður og eru því þátttakendur hvattir til að virkja sem flesta; vini, vandamenn, fyrir- tæki eða fjölskyldur, og bera þannig hróður íslenskrar tónlistar sem víðast á þessum merka degi. Að venju verður efnt til þjóðarsam- söngs á þessum degi klukkan 11.15, en þá verður þremur lögum útvarpað á helstu útvarpsstöðvum landsins og allir landsmenn hvattir til að taka undir, hvar sem þeir eru staddir. Lögin eru Vísur Vatnsenda-Rósu, Hver á sér fegra föðurland og Sautján þúsund sólargeislar úr Bláa hnett- inum. benediktboas@365.is Þjóðarátak í deilingum á íslenskri tónlist Edda leggur áherslu á falleg smáatriði og að fötin séu þægileg. Mynd/Hildur. Börnin í Bláa hnettinum syngja lagið Sautjánþúsund sólargeislar eftir þau Berg Þór ingólfsson og Kristjönu Stefánsdóttir. L í f i ð ∙ f R É T T A B L A ð i ð 65f i M M T U D A G U R 1 . D e s e M B e R 2 0 1 6 0 1 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 8 8 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 F -8 6 6 0 1 B 7 F -8 5 2 4 1 B 7 F -8 3 E 8 1 B 7 F -8 2 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.