Fréttablaðið - 15.07.2016, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 15.07.2016, Blaðsíða 17
fólk kynningarblað 1 5 . j ú l í 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U R Gerir hlutina eftir eiGin höfði Hrönn Margréti Magnúsdóttur dreymdi þegar hún var stelpa að reka fyrirtæki eins og afi hennar. Eftir að hafa starfað hjá Össuri í mörg ár lét hún slag standa og stofnaði fyrirtæki sem vinnur fæðubótarefni og húðvörur úr fiskroði. Fjórar vörur eru komnar á markað nú þegar og markið er sett hátt. Eftir að hafa starfað um margra ára skeið hjá íslenska stórfyrir­ tækinu Össuri ákvað Hrönn Mar­ grét Magnúsdóttir að venda kvæði sínu í kross. Hún stofnaði fyrir­ tækið Ankra ehf. sem vinnur fæðu­ bótarefni og húðvörur m.a. annars úr kollageni sem er unnið úr fisk­ roði. Nú þegar hafa fjórar vörur verið settar á markað undir vöru­ merkinu Feel Iceland, bæði heima og erlendis, og markið er sett hátt hjá Hrönn og meðeiganda hennar, Kristínu Ýri Pétursdóttur. Sjálf byrjaði Hrönn snemma að vinna og segist alltaf hafa haft nóg á sinni könnu. „Þegar ég var 16 ára vann ég við að svara í símann hjá Johan Rönning á sumrin, fyrir­ tæki sem afi minn, Jón Magnússon, stofnaði og stýrði. Á kvöldin vann ég á Hard Rock og Hróa hetti til skiptis. Frá því að ég man eftir mér langaði mig alltaf að reka eigið fyr­ irtæki og vera eins og afi.“ Stefnan var því sett á viðskiptafræði sem Hrönn kláraði frá Háskólanum í Reykjavík. Næst tók hún masters­ próf í alþjóðaviðskiptum og seinni hluta MBA­náms við IE Business School í Madrid. Verðmæt reynsla Áður en Hrönn stofnaði Ankra starfaði hún lengstum hjá Össuri sem alþjóðlegur vörustjóri (e. glob­ al product manager) fyrir hlaupa­ fætur auk þess sem hún sá einnig um þróun á sérstakri vörulínu fyrir Asíumarkað. Eitt af fyrstu verk­ efnum hennar var þróun á sérstökum hlaupasóla fyrir hlaupafót í samstarfi við Nike. „Það fyrsta sem ég gerði var að gera drög að samningi sem ég þurfti að fá Nike til að undir­ rita. Ég mætti í höfuð­ stöðvar Nike í Beaver­ ton ásamt tveimur samstarfsmönnum mínum þar sem við hittum yfir menn og þekktar kanón­ ur hjá Nike. Ég held að þeim hafi verið ansi brugð­ ið því ég var þrí­ tug en samt elst af þessu þriggja manna teymi. En það voru allir mjög almenni­ legir og samn­ ingurinn var undirritaður og upphófst frábært samstarf.“ Hjá Nike vann hún aðal lega Lífsstíll Umboðsaðili á Íslandi 1 5 -0 7 -2 0 1 6 0 5 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 0 3 -2 B 2 C 1 A 0 3 -2 9 F 0 1 A 0 3 -2 8 B 4 1 A 0 3 -2 7 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.