Fréttablaðið - 15.07.2016, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 15.07.2016, Blaðsíða 22
Útgefandi | 365 miðlar ehf. Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 Ábyrgðarmaður Svanur Valgeirsson Veffang visir.is umSjónarmaður auglýSinga Jóhann Waage| johannwaage@365.is | s. 512-5439 Opið 11:30 til 20:00 alla daga Básaskersbrygga 8 900 Vestmannaeyjar 414 4420 tanginn@tanginn.is tanginn.is Geggjað stuð með JúllaDiskó laugardag og sunnudag milli 15 og 18 Grillaður burger á pallinum og ýmsar fljótandi veigar ÞJÓÐHÁTÍÐARSTEMNING Á TANGANUM ALLA HELGINA Kjötsúpa Ostborgarar Bernaiseborgarar BBQ borgarar Humarlokur Kjúklingaborgarar Kjúklingasalat Franskar Chili krullur Þjóðhátíð er stór partur af lífi systranna Önnu Lilju og Elísu Sig- urðardætra. Elísa man eftir að hafa misst af einni Þjóðhátíð og hefur því farið á 38 og Anna Lilja þrem- ur þannig að hjá henni eru það 43 hátíðir. Þær segja allt skemmtilegt við hátíðina, samveruna með fjöl- skyldu og vinum, röltið á milli hvítu tjaldanna og undirbúninginn fyrir herlegheitin en í honum felst að baka, finna til klæðnað, nýtt skraut í tjaldið og gera allt klárt. „Það er líka þannig að á Þjóðhá- tíð koma brottfluttir Eyjamenn og það er alltaf gaman að hitta þá. Því verður þó ekki neitað að eftir að við eignuðumst dætur okkar þá breytt- ist hátíðin eðlilega, þó alls ekki til hins verra því þær elska hátíðina alveg eins mikið og við. En nú er Brúðubíllinn jafn vinsæll og Sálin hans Jóns míns var hér áður,“ segja þær brosandi. Samveran mikilvægust Systurnar segja erfitt að taka eina Þjóðhátíð út og segja þær marg- ar hafa verið mjög eftirminnileg- ar. „Árið 2002 lék veðrið til dæmis alls ekki við okkur og varð bara verra eftir því sem leið á helgina. Það breytti því ekki að það var farið með hátíðarhnallþórur í dal- inn á daginn og að kvöldi reyndu menn að sitja í brekkunni. Svo var stuðið á danspallinum nýtt til þess að halda á sér hita,“ lýsir Elísa og Anna Lilja bætir við að auðvitað sé alltaf betra að hafa veðrið með sér en ef fólk ætli að skemmta sér þá geri það það. Þjóðhátíð hjá þeim Elísu og Önnu Lilju snýst fyrst og fremst um að eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Þó að brennan, flugeld- arnir, brekkusöngurinn og setning- in séu allt skemmtilegir viðburðir, hver með sinn sjarma, segja syst- urnar að samveran í hvíta tjaldi fjölskyldunnar sem kallað er Staup- ið sé alltaf það sem standi upp úr. „Fyrir okkur er þetta fyrst og fremst fjölskylduhátíð og leggjum við mikið upp úr því að allir mæti í dalinn á daginn. Dætrum okkar finnst gaman að vera í tjaldinu hjá ömmu. Og það að vera með tjaldið og taka þar á móti gestum skiptir mömmu okkar miklu máli.“ Eitt af því sem þeim systrum þykir skemmtilegast við Þjóðhá- tíð er að klæða sig upp eitt kvöldið ásamt búningagrúppu sem þær segj- ast gæfusamar að vera hluti af. „Við höfum verið trúðar, diskódrottn- ingar, Mary Poppins, Gyða Sól og fleira,“ segir Anna Lilja og hlær. Leitað að tönn í tjaldi Þær Elísa og Anna Lilja minn- ast þess að þegar þær fóru á há- tíðina sem börn fengu þær oft ný föt fyrir hana sem stundum voru prjónuð og stundum saumuð. „Það var líka mikið sport að fá að fara í bekkjarbíl. Og reyndar nutum við þess að einn nágranni okkar starf- rækti einn af bílunum og fengum við að hjálpa til þegar hann var gerður klár,“ segir Elísa. Þegar þær eru beðnar um að rifja upp fleiri minningar og gamlar sögur af Þjóðhátíð í gegnum tíðina segja þær að á hverri hátíð verði til margar litl- ar skemmtilegar sögur. „Eins og þegar reynt var að leita að tönn inni í tjaldi. En það versta var að gólfið var þakið poppi. Einn- ig höfum við fengið óvænta gesti inn í stofu, en það var alveg óvart. Heimferðirnar úr dalnum hafa líka oft verið mjög skrautlegar og ótrúlega langar.“ Anna Lilja og Elísa ætla að sjálfsögðu að mæta á Þjóðhátíð í ár og gera ráð fyrir því að mæta um ófyrirséða framtíð. „Þar sem hingað til hefur hvorki meðganga, ungbörn, veður né nokkuð annað komið í veg fyrir að við mætum á svæðið ásamt fólkinu okkar.“ ÞjóðhÁtíð Kynningarblað 15. júlí 20162 anna lilja og elísa eru í búningagrúppu sem klæðist eins búningum eitt kvöldið á Þjóðhátíð. anna lilja og elísa á góðri stund í herjólfsdal. fyrir elísu og Önnu lilju er Þjóðhátíð fyrst og fremst fjölskylduhátíð og leggja þær mikið upp úr því að allir mæti í dalinn á daginn. Systurnar hafa verið í hinum ýmsu gervum á Þjóðhátíð svo sem trúðar, diskódrottningar, mary Poppins, gyða Sól og fleira. hefur bara misst af einni Þjóðhátíð Systurnar elísa og anna lilja Sigurðardætur hafa mætt á Þjóðhátíð frá því þær muna eftir sér. Fyrir þeim er hátíðin fyrst og fremst fjölskylduhátíð þar sem samveran skiptir mestu máli. Bestu stundir fjölskyldunnar á Þjóðhátíð eru í hvíta tjaldinu þeirra, Staupinu. 1 5 -0 7 -2 0 1 6 0 5 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 0 3 -5 7 9 C 1 A 0 3 -5 6 6 0 1 A 0 3 -5 5 2 4 1 A 0 3 -5 3 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.