Fréttablaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 62
Bækur
Þar sem fjórir vegir mætast
HHHHH
Tommi Kinnunen
Þýðing: Erla E. Völudóttir
Útgefandi: Bjartur
Prentun: Oddi
Síðufjöldi: 290
Kápa: Erlend Askhov/Askhov Design
„Þessar sögur áttu sér hvorki upphaf
né endi og voru því eiginlega ekki
almennilegar sögur. Til þess hefði
hún þurft að segja þær oft áður,
gleyma smám saman einhverjum
smáatriðum úr þeim og finna önnur
atriði úr öðrum sögum í staðinn,
svo að þær mynduðu sem besta
heild.“ Þetta litla brot úr finnsku
skáldsögunni Þar sem fjórir vegir
mætast eftir Tommi Kinnunen er
í sjálfu sér ágætis lýsing á verkinu.
Sögur Tommi Kinnunen eru þó
almennilegar sögur af fólki og
vel það og þær fléttast haganlega
saman en þær eiga sér ekki endilega
upphaf og endi umfram líf og dauða
þeirra sem sagt er frá.
Þar sem fjórir vegir mætast er
ákaflega sterk og áhrifarík ættar-
saga en á sama tíma saga fólksins
í Norður-Finnlandi á liðinni öld.
Saga þjóðar eru ótal sögur af venju-
legu fólki. Upphaf sögunnar í hinni
sjálfstæðu og hugrökku ljósmóður
Maríu er einkar fallegt og tákn-
rænt fyrir erfiða fæðingu þjóðar
sem segja má að hafi vaxið úr grasi
og náð miklum þroska á liðinni
öld. Þetta er þjóð sem María kom í
heiminn. Sumir lifðu fæðinguna af
en aðrir ekki en áfram hélt þjóðin
að mótast og verða að því sem hún
er með kostum sínum og göllum.
María er upphafspunktur ættar-
sögunnar og Kinnunen vinnur
með afkomendur hennar og þá
sem þeim tengjast fram eftir öld-
inni á áreynslulausan en í senn
áhrifaríkan máta. Þó svo persónur
séu að sumu leyti holdgervingar
ákveðinna jaðarsettra eiginleika í
finnsku samfélagi á hverjum tíma
fyrir sig þá nær Kinnunen að skapa
heildstæðar og sterkar persónur.
Kannski ekki síst vegna breyskleika
þeirra og ágalla sem gera þær svo
óendanlega mannleg í heildrænni
sögu af fólki sem ætlar sér stóra
hluti en ekkert verður nokkurn
tíma eins og það á að vera heldur
eitthvað allt annað.
Allt endurspeglast þetta í háreistu
húsi fjölskyldunnar sem stendur
í litla bænum á hjara veraldar þar
sem fjórir vegir mætast.
Það er algengt í finnskum skáld-
sögum að saga þjóðarinnar á síð-
ustu öld sé ekki langt undan. En
Kinnunen tekst að finna þar einkar
ferskan vinkil sem rétt er að eftir-
láta lesendum að uppgötva. Það er
þó ekki of mikið sagt með því að
nefna að þrá persónanna eftir því
að lífið sé ekki eins og það er heldur
öðruvísi, er sterkur, sammannlegur
þráður. Kinnunen tekst ágætlega
til við að lýsa einföldum persónum
með von í brjósti en sterkastar eru
persónulýsingarnar í breyskleik-
anum og vonbrigðunum.
Þar sem fjórir vegir mætast er
áhrifarík fjölskyldu- og þjóðarsaga
fólks sem enn tekst á við að rjúfa
múra þagnarinnar um allt það sem
er forboðið að vera og gera. Fólks
sem tekst á við drauminn um að fá
að vera eins og það er en ekki það
sem samfélagið ætlar þeim og í
þessum kunnuglega þræði er þetta
saga sem á erindi til okkar allra með
einum eða öðrum hætti. Og þó svo
frásögurnar séu misgóðar og haldi
ekki allar jafn vel þá er heildin sterk.
Erla E. Völudóttir þýddi og er
ekki annað að finna en að það sé
gert með sóma. Tungumálið þróast
lítið eitt í gegnum tíma sögunnar,
svona rétt eins og á meðal þjóða,
og full ástæða til þess að þakka
þýðanda fyrir að koma til okkar
sögu þessarar grannþjóðar sem við
eigum eflaust sitthvað skylt með en
þurfum að kynnast betur.
Magnús Guðmundsson
Niðurstaða: Áhrifarík ættarsaga
af fábrotnu fólki fléttast saman við
magnaða sögu finnsku þjóðarinnar á
liðinni öld.
Saga þjóðar eru sögur af
lífsbaráttu venjulegs fólks
Hvað eiga fuglaveiðimaður, ungversk greifynja, dauða-dæmdur listmálari og ver-
gjörn verkakona sameiginlegt? Jú,
allt eru þetta persónur sem koma
við sögu í óperugalasýningu í
Hörpu á sunnudaginn. Bjarni Thor
Kristinsson bassasöngvari hefur
veg og vanda af dagskránni og
hann segir að áætlaðir séu nokkrir
slíkir tónleikar í sumar undir yfir-
skriftinni óperugala. „Þetta eru
fjórir söngvarar og einn píanisti
sem skauta í gegnum sögu óperu-
flutnings á Íslandi. Þetta eru fjórir
einsöngvarar af yngri kynslóðinni,
þau Lilja Guðmundsdóttir, Sigríð-
ur Ósk Kristjánsdóttir, Egill Árni
Pálsson og Kristján Jóhannesson
en Matthildur Anna Gísladóttir er
við píanóið.
Söngvararnir syngja vel valda
tónlist úr óperum, ekki síst svona
nokkuð vel þekkta hittara ef svo
má segja, en á sama tíma erum
við að segja frá sögu óperunnar í
Íslandi í máli og myndum. Þessi
saga er reyndar ákaflega stutt á
Íslandi, því þó svo að ópera hafi
verið til í 500 ár þá nær þessi saga
ekki hundrað árum hérlendis. Við
vorum einfaldlega lengi vel bæði
fátækt og fámennt samfélag sem
hafði eðli málsins samkvæmt ekki
kost á því að sinna slíkri listgrein.
En ég ákvað samt að setja svona
dagskrá saman vegna þess að það
hefur engu að síður margt afar
skemmtilegt gerst á þessum sjötíu
til áttatíu árum eða svo.
Til þess að draga þessa sögu
fram í dagsljósið þá sýnum við líka
myndir og myndskeið úr sjón-
varpsþáttum og við gætum þess að
þetta sé aðgengilegt og aldrei langt
í skemmtilegheitin. Þetta er eigin-
lega svona ópera 101 í leiðinni og
því miklu meira en tilvalið fyrir þá
sem vilja kynna sér óperulistina.
Á sama tíma og þau eru að segja
þessa sögu þá eru þau líka að spá
í margt er varðar óperur eins og
hvort útlitið skipti máli, hvernig
söngvarar líta út, á hvaða tungu-
máli sé rétt að syngja, hvort ópera
geti ekki allt eins gerst á Kópaskeri
eins og á Spáni og þannig mætti
áfram telja.“
Spurður hvort saga óperunnar
á Íslandi sé raunasaga þá lætur
Bjarni Thor sé nú lítið bregða.
„Nei, ég mundi nú ekki segja það
en það hefur gengið á ýmsu. En
það sem hefur í raun alltaf verið
erfiðast að eiga við á Íslandi
varðandi óperu eru einkum for-
dómar. Það eru miklir fordómar
hér gagnvart óperutónlist. En ef
maður spáir í það þá eru vin-
sælustu óperurnar, eins og sumar
þeirra sem við erum að syngja úr,
uppfullar af tónlist sem er búin að
vera vinsæl í þrjú hundruð ár og
er flutt á hverjum einasta degi ein-
hvers staðar úti í heimi. En samt
virðist erfitt að telja landanum
trú um hvað þetta er skemmti-
legt og það þrátt fyrir það hvað
við erum söngelsk þjóð og það er
ákveðin mótsögn í því. Ég held
að þetta sé bara fyrst og fremst
það að við höfum ekki haft mikið
af þessu í okkar umhverfi því við
erum í raun mjög móttækileg. Við
þurfum bara að byrja fyrr og láta
það eftir okkur að njóta þessarar
fallegu tónlistar.“ Tónleikarnir eru
í Kaldalóni Hörpu á sunnudaginn
kl. 16 og svo í þrjú skipti síðar í
sumar eftir það. – mg
Vinsæl tónlist í 300 ár
Bjarni Thor Kristinsson hefur sett saman söngdagskrá undir
yfirskriftinni Óperugala þar sem áhorfendur kynnast perlum
óperutónlistarinnar og sögu óperunnar á Íslandi í senn.
Bjarni Thor segir að saga óperunnar á Íslandi sé stutt en viðburðarík og margt skemmtilegt hafi á daga drifið.
Jazz undir fjöllum verður haldin í þrettánda sinn í dag en það er árleg djasshátíð í Skógum undir
Eyjafjöllum. Hátíðin samanstendur
af tveimur mismunandi viðburðum
en aðalnúmer hátíðarinnar verður
Pálmi Gunnarsson sem kemur fram
á tónleikum í félagsheimilinu Foss-
búð sem hefjast kl 21.00.
Pálmi hefur ekki verið þekktur
fyrir að spila djasstónlist en hann
mun taka nokkra djassstandarda,
blús og svo nokkur af Mannakorns-
lögum Magnúsar Eiríkssonar. „Þetta
hefur alltaf verið stórskemmtileg
hátíð hérna í sveitinni en það er
einstaklega gaman að fá Pálma til
þess að spila með okkur í ár,“ segir
Sigurður Flosason, einn af skipu-
leggjendum hátíðarinnar en hann
mun einnig stíga á svið með Pálma
og leika á saxófón. Með þeim munu
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson
spila á kontrabassa og Benedikt
Brynleifsson á trommur.
Dagskráin hefst klukkan 14.00 í
Skógakaffi þar sem lifandi tónlist
verður í gangi til klukkan 17.00 en
ekkert kostar inn á þann viðburð.
„Þetta er upplagt fyrir þá sem eru á
ferðinni og vilja kíkja en fólk hefur
verið að koma og fara að vild í gegn-
um tíðina. Svo seinna verða tón-
leikarnir með Pálma en þá eigum
við von á fólki alls staðar frá. Það
er löngu uppselt á hótelinu en það
er fínasta tjaldsvæði í grenndinni
þar sem fólk getur tjaldað eða mætt
með fellihýsin.“
Fyrri hátíðir í Skógum hafa fengið
frábæra aðsókn og góða dóma.
Aðgangur er ókeypis á tónleikana í
Skógakaffi en aðgangseyrir er 2.000
krónur í Fossbúð. Búist er við mikl-
um fjölda gesta enda er veðurspáin
fyrir helgina ansi góð. – gj
Lifandi stemning á árlegri djasshátíð í Skógum undir Eyjafjöllum
Sigurður Flosason saxófónleikari er
einn af skipuleggjendum hátíðarinnar
og mun einnig stíga á svið með Pálma
Gunnarssyni. Pálmi Gunnarsson tekur nokkur djasslög í bland við gamla slagara.
1 6 . j ú l í 2 0 1 6 l a u G a r D a G u r34 M e N N i N G ∙ F r É t t a B l a ð i ð
menning
1
6
-0
7
-2
0
1
6
0
5
:3
8
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
0
5
-0
3
F
0
1
A
0
5
-0
2
B
4
1
A
0
5
-0
1
7
8
1
A
0
5
-0
0
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
B
F
B
0
7
2
s
_
1
5
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K