Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.01.1983, Page 1

Víkurfréttir - 06.01.1983, Page 1
VÍKUR 1. tbl. 4. árg. Fimmtudagur 6. janúar 1983 fCÉTTIC Fjármagn tryggt til nýrrar langlegudeildar? Á bæjarstjórnarfundi í Keflavík 7. des. sl. lagði Guðjón Stefánssonfram eftirfarandi tillögu frá meirihlutanum: ..Bæjarstjórn Keflavík- ur samþykkir að fara þess á leit við stjórn Sjúkrahússins, að hún leiti heimildar til að láta hanna næsta áfanga sjúkrahússins (þriðja áfanga). Undirbúningur verksins og fjármagns- útvegun verði síðan hafin með það fyriraug- um að framkvæmdir geti hafist á næsta ári, til þess aö leysa þá miklu þörf sem er fyrir lang- legusjúkrarúm. Þrátt fyr- ir þetta haldi stjórnin á- fram könnun á hugsan- legri bráðabirgðalausn þessara mála.“ Einnig tóku til máls Jó- hann Geirdal og Ólafur Björnsson, sem og lagði fram eftirfarandi tillögu ásamt Guðfinni Sigur- vinssyni: ,,Með tilliti til þess neyðarástands sem þegar ríkir í málefnum aldraðra sem þurfa á hjúkrunarheimili að halda, samþykkir bæjar- stjórn að hefjast nú þegar handa um að gera læknisbústaðinn að hjúkrunarheimili." Einnig tóku til máls Steinþór Júlíusson, Tómas Tómasson og Guðjón Stefánsson. Tillaga meirihlutans samþ. 9:0. Tillögu Ólafs og Guð- finns var vísað til bæjar- ráðs 9:0. Á fundi félagsmála- ráðs 13. des. sl. lýsti ráðið yfir ánægju sinni meðtillögu Guöjónso.fl. jafnframt því sem það hvatti bæjarstjórn til að gera allt sem í hennar valdi stæði til þess aö framkvæmdir við næsta áfangasjúkrahússins (3. áfanga) geti hafist á næsta ári. Til að fá nánari upplýs- ingar um gang mála hafði blaðið samband við Eyjólf Eysteinsson, forstöðumann sjúkra- hússins, og sagði hann að aðilará vegum stjórn- ar sjúkrahússins hefðu kannað möguleika á útvegun fjármagns til byggingar 3. áfanga. Meðal annars áttu þeir Líkan af tveim möguleikum á framtíöarhúsnæði sjúkrahússins. viðræður við aðila sem sýnt hefði því áhuga að koma fjármagni hingað á Suðurnes. Viðkom- andi aðili hefur nú sam- þykkt að leggja til veru- legt fjármagn, sem nýta má til fjármögnunar við uppbyggingu sjúkra- hússins, og er því fyrir- sjáanlegt að nægjanlegt fjármagn fæst til að Ijúka byggingunni. Sagði Eyjólfur að stjórn S.K. hefði þvísam- þykkt að láta hraða eftir föngum hönnun þriðja áfanga sjúkrahússins með því markmiði að hægt verði að bjóða verkið út á miðju þessu ári. Stefnt skal að því að ein hæð með ca. 30 rúm- um verði tekin í notkun árið 1985, jafnframt því sem stjórnin fagnar því að flýtt skuli uppbygg- ingu sjúkrahússins um 4-5 ár með þessum hætti. - epj. Framkvæmdasjóður Suðurnesja Á síðustu stundu fyrir jólaleyfi þingmanna, lagði Jóhann Einvarðsson fram frumvarp til laga um fram- kvæmdasjóð Suðurnesja, en frumvarp þetta var upp- haflega lagt fram af Gunn- ari Sveinssyni kaupfélags- stjóra 1974, eins og greint hefur verið frá hér í blaðinu, en er nú endurflutt lítið breytt. Frumvarpsdrögin gera ráð fyrir því að verkefni sjóðsins skuli vera aö veita lán til einstaklinga og fé- laga á Suðurnesjum tll at- vinnuuppbyggingar og þá fyrst og fremst í sjávarút- vegi og iðnaði. Að veita lán til framkvæmda sveitarfé- laganna á Suðurnesjum. Tekjur sjóðsins skulu vera: Tónlistarfé- lagið 25 ára Tónlistarfélag Keflavíkur er 25 ára um þessar mundir. Af því tilefni verða haldnir tónleikar í samvinnu við Tónlistarskólann þann 31. janúar. Dagskráin verður auglýst síðar. Þá er og áætl- að að efna til veglegra af- mælistónleika 7. apríl. Þeir sem vilja gerast styrktarfélagar Tónlistarfé- lagsins (og það ættu sem flestir að gera) eru beðnir að hringja í síma 1361 (Margrét), 2299 eða 1857 (Dóra). a. 2% af veltu Aðalverk- taka og annarra verktaka- fyrirtækja á Keflavíkurflug- velli af starfrækslu þeirra á Suðurnesjum. b. 1/3 af aðstöðugjöldum, sem nú eru greidd af starf- semi á Keflavíkurflugvelli til viðkomandi sveitarfélaga. 4%afveltu Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. d. 2% af veltu flughafnar- innar. e. Vextir. Skal sjóðurinn vera sjálf- stæð stofnun og stjórn hans skipuð 7 mönnum, einum frá hverju sveitarfélagi á Suðurnesjum. Skal sjóður- inn ávaxtaður á Suðurnesj- um. Mikil afmælis- hátíð Verkalýðs- og sjómanna- félag Keflavíkur og ná- grennis hélt veglega afmæl- ishátíð í Félagsbíói sl. fimmtudag ítilefni 50áraaf- mælis síns. Á dagskrá voru ávörp, gamanefni og gamlirfélag- ar voru heiðraðir: Guð- mundur Gíslason, Helgi Helgason, Kristófer Jóns- son, Torfi Guðbrandsson, Óskar Jósefsson og Ólafur Ingvarsson. Þeirtveirsíðast töldu voru fjarverandi. Þá voru félaginu færðar margar gjafir og aðrar heilla óskir. Fjölmenni var á af- mælishátíðinni, eða nærri fullt hús. - epj. Skulu lög þessi öðlast gildi frá 1. jan. sl. Eins og sést á úrdrætti þeim sem hér gefur verið birtur, er hér um að ræða AÐALSTÖÐIN HF: r Lækkaði Fyrir nokkru kom upp mikið hitamál milli nokk- urra leigubílstjóra er aka á Aðalstöðinni og þeirra er aka hjá ökuleiðum, vegna gjaldtöku við akstur á varn- arliðsmönnum uppi á velli. Að sögn Þorgeirs Þor- geirssonar lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli, snerist málið um það, að nokkrir bílstjórar á Aðalstöðinni lækkuðu gjald sitt um 25%, fóru úr fjórum dollurum niður í þrjá fyrir ferðina. Að vonum urðu stéttar- bræðurnir á hinni stöðinni ekki ánægðir með að auglýstur taxti væri svona einhliða lækkaður og því var málinu skotið til em- bættis lögreglustjórans, og sagðist Þorgeir ekki vita annað en að forráðamenn Aðalstöðvarinnar væru búnir að kippa málunum í lag. Taxti sá sem ekið er eftir þarna efra er skv. undan- þáguheimild frá ráðuneyti, sem að sögn Þorgeirs sjóð, sem allir þingmenn Reykjaness, hvar í flokki sem þeir standa, ættu að styðja án pólitískra sjónar- miða, því eins og segir í greinargerðinni m.a. felst í frumvarpinu í stuttu máli, að stofnaður verði sjóður til stuðnings atvinnustarfsemi á Suðurnesjum. Lagt er til að tekjur sjóðsins séu skattur af verktakastarfsemi á Keflavíkurflugvelli, hluti af aðstöðugjöldum sveitarfé- laga á sama staö og gjald af ríkisfyrirtækjum á Keflavík- urflugvelli sem nú eru skatt- frjáls. - epj. gjaldið um 25% breytist ekki þó hann hækki i raun skv. verðbólgu með breyttu gengi. Við hér á blaðinu höfum haft spurnir af því að þetta frumhlaup um undirboð hafi haft skaðlegar afleið- ingar fyrir ökuleiðir og ekki síst stéttina alla. Vitum við dæmi þess að varnarliðs- menn hafi neitað að greiða nema 3 dollara jafnvel eftir að málin voru komin í lag aftur. ( dæmi því sem viö vitnum í þurfti að aka við- komandi varnarliðsmanni niður á lögreglustöð til að sætta málið. - epj. Nýir eigendur að Víkur-fréttum Nú um áramótin urðu eigendaskipti að Vfkur-frétt- um og verður stofnað sérstakt útgáfuféiag um blaðlð og stendur hlutafjársöfnun yflr. Er þvi ekki hægt að skýra endanlega frá því hvernig blaðstjórn verður, en í undirbúningsstjórn, sem gefur út þetta tölublað, hefur Emil Páll Jónsson verlð gerður að ábyrgðar- manni. Þegar næsta blað kemur út eftir hálfan mánuð, verður væntanlega gengið frá öllum málum og þá verður hægt að skýra frá hvernig þeim verðl háttað og hvaða breytingum vænta megl á blaðinu. Aðsetur blaðsins verður nú að Hafnargötu 32, II. hæð, sfmi 1717, pósthólf 125.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.