Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.01.1983, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 06.01.1983, Blaðsíða 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 6. janúar 1983 5 Fréttatilkynning frá S.R.F.S.: Prestarnir svöruöu ekki Eins og lesendum Víkur- frétta er ef til vill enn í fersku minni, hefur nokkrum sinn- um veriö getiö um skoðana- ágreining milli sóknarprest- anna í Keflavík, Njarðvík og Grindavík annars vegar og Snjómokstur fram úr áætlun í fjárhagsáætlun Kefla- víkurbæjar fyrir síðasta ár var gert ráð fyrir að eyða kr. 311 þús. í snjómokstur og hálkueyðingu. ( viðtali við blaðið sagði Steinþór Júlíusson bæjar- stjóri, að Ijóst væri að þess- ir liðirhefðufariðlangtfram úr áætlun. Hve mikið væri ekki Ijóst, því enn væru ógreiddir reikningarfyriraf- not af tækjum ýmissa verk- taka sem taka þurfti á leigu til þessara nota. Varðandi spurningu blaðsins hvort minna væri hreinsað nú en undanfarin ár, sagði Steinþór að svo ætti ekki að vera. Á hitt bæri að líta, að veðráttan sem af væri vetri hefði ollið því að oft snjóaði jafnóðum ofan í það sem gert hefði verið og því sæist minni árangur. Sálarrannsóknarfélags Suð urnesja hins vegar. Hefur borið á þessum skoöana- ágreiningi í því formi aö prestarnir hafa lagt bann viö því að félagið fengi safn- aöarheimilin fyrir félags- fundi, þrátt fyrir það að mikill hluti þess fólks er sækir fundina séu tíðir kirkjugestir. Hafa prestarnir þó jafnvel látið að því liggja, að S.R.F.S. sé eitthvert villu- trúarfélag, sem að sjálf- sögðu er misskilningur, enda margir prestar virkir félagar í hinum ýmsu sálar- rannsóknarfélögum víða um land og enn aðrir gefa kost á sér til fyrirlestra- halds á vegum félaganna. Prestar þeir sem þjóna ofantöldum þrem presta- köllum hér syðra virðast því miður ekki vera sama sinnis og hinir sem með okkur starfa. Því var það og vegna þess að S.R.F.S. starfarfyrir opnum tjöldum, að stjórn félagsins ákvað að skora á prestana hér syðra til að mæta á opnum ,,panel"- umræðufundi, sem hefði yfirskriftina „Kirkjan og spíritisminn." Áskorunin var send bréflega í nóvem- berbyrjun með ósk um svar fyrir 10. des. sl., en áætlað var að fundurinn gæti farið fram nú eftir miöjan janúar. Því miður fyrir prestana jafnt sem okkur kom ekkert svar viö áskoruninni, og er leitt til þess að vita að bréf- unum hefur ekki verið svarað, þar sem fundur þessi fyrir opnum tjöldum hefði getað verið góð til- raun til að útrýma misskiln- ingi þeim sem virðist vera á milli aöila, heföi vilji veriö fyrir því. Virðingarfyllst. Stjórn Sálarrannsóknar- félags Suðurnesja Þakkir Eins og fram kemur á forsíðu blaðsins i dag, eru Vikur-fréttir nú komnar i hendur nýrra eigenda, og læt ég þviaf störfum við blaðið. Um leið og ég óska hinum nýju eigendum velfarn- aðar i framtiðinni, vil ég þakka öllum þeim Suð- urnesjamönnum sem ég hef átt samskipti við i gegnum árin, fyrir ánægjuleg kynni og óska þeim farsældar á nýju ári. - Lifið heil! Steingrimur Lilliendahl t Hafsteinn Axelsson Fæddur 5. júnf 1922 Dáinn 24. desember 1982 KVEÐJA frá Sálarrannsóknarfélagi Suðurnesja Einhvern veginn kemur það okkur alltaf á óvart þegar maður í fullu starfi og ekki vitað annað en sé við nokkuð góða heilsu, kveður þetta jarðlíf jafn skyndilega og Hafsteinn Axelsson geröi á aðfangadagskvöld. Þó vitum við öll að dauð- inn gerir ekki alltaf boð á undan sér, og við vitum að öll erum við í röðinni, en ekki hvar. Hafsteinn var traustur félagsmaður og í stjórn þess síðustu árin. Hann hafði mikla dulræna hæfi- leika, en flfkaði þeim ekki á almannafæri, og þeir eru KEFLAVÍK Nýtt megrunarnámskeið hefst í næstuviku í Safnaðarheim- ilinu Blikabraut 2 í Keflavík. Námskeiðið veitir alhliða fræðslu um hollar lífsvenjur og vel samsett mataræði, sem getur samrýmst vel skipulögðu, venjulegu heimilismatar- æði. - NÁMSKEIÐIÐ ER FYRIR ÞÁ: 1. Sem vilja grennast og koma i veg fyrir að vandamálið endurtaki sig. 2. Sem vilja forðast offitu og það sem henni fylgir. 3. Sem vilja fræðast um hollar lífsvenjur og vel sam- sett mataræöi. - NÁMSKEIÐIÐ FJALLAR MEOAL ANNARS UM EFTIRFARANDI ATRIÐI: 1. Grundvallaratriöi næring- arfræði. 2. Fæðuval, gerð matseðla, uppskriftir. 3. Þætti sem hafa áhrif á fæðuval, matarvenjurog matarlyst. 4. Leið- irtil að meta eigiö mataræði og lífsvenjur. UPPLÝSINGAR I SfMA 91-74204 Krlstrún Jóhannsdóttlr, manneldlsfrsðingur margir í dag sem minnast hans með þakklæti fyrir þá hjálp sem hann mátti veita. Nú þegar þessu æviskeiði hans er lokið vill Sálarrann- sóknarfélag Suðurnesja þakka honum vel unnin störf í þágu félagsins og að þau verði okkur hinum sem eftir erum, hvatning til aö halda merki félagsins hátt á lofti í næstu framtíö. Þar sem viö vitum að Haf- steinn hefur aðeins flutt sig um set, er það hinsta kveðja okkar og vissa að hann muni halda áfram ,,meir að starfa guðs um geim." Aldraöri móður hans, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ætt ingjum og vinum sendum viö innilegustu samúðar- kveðjur. Fasteignasalan Hafnargötu 27 - Keflavík KEFLAVÍK: Söiuv. EINBÝLISHÚS Einbýlishús við Aðalgötu, nýstandsett . 700.000 Einbýlishús við Kirkjuteig, ásamt viðbyggingu og bílskúr. Góðir greiðsluskilmálar. Laust strax. 1.500.000 Einbýlishús við Háaleiti ásamt bílskúr, 170ferm. 1.500.000 Húsgrunnur við Óðinsvelli, ásamt timbri. Góðir greiösluskilmálar, m.a. möguleikar á aö taka góða bifreið sem greiöslu ............. 280.000 RAÐHÚS OG PARHÚS Glæsileg raðhús í smíöum við Norðurvelli. Hús- unum er skilaö fullfrágengnum að utan. Teikn- ingar til sýnis á skrifstofunni ásamt nánari uppl. 990.000 Vandaö raðhús við Miðgarð ásamt bílskúr .... 1.500.000 Parhús á tveimur hæðum við Sunnubraut .... 1.050.000 fBÚÐIR 2ja og 3ja herb. íbúðir við Hólmgarð, sem skilast tilbúnar undir tréverk. Sameign fullfrágengin, m.a. lóð. (Seljandi Húsagerðin hf.). Góðir greiðsluskilmálar........................ 500-600.000 2ja herb. risíbúð við Aðalgötu í góðu ástandi . 370.000 3ja herb. íbúð við Mávabraut. Laus strax. Góðir greiðsluskilmálar................. 650.000 5 herb. efri hæð við Heiðarveg 140 ferm., ný- standsett, laus strax ..................... 1.000.000 4ra herb. íbúð við Hringbraut ásamt bílskúr .. 850.000 NJARÐVÍK: 3ja herb. íbúð við Holtsgötu með sér inngangi 650.000 3ja herb. íbúð við Fífumóa .................. 650.000 3ja herb. íbúð við Hjallaveg ................ 650.000 ATH: Skrifstofan er opin á laugardögum fyrir hádegi. Fasteignasalan Hafnargötu 27 - Keflavík - Sími 1420 Barnamyndatökur Nú er rétti tíminn fyrir barna- myndatökuna. Pantiö tíma. Passamyndir tilbúnar strax. , nymynD Hafnargötu 26 - Keflavik - Sfmi 1016 Gengið inn frá bílastæði. Þrettándafagnaður Hinn árlegi þrettánadfagnaður Félags- heimilisins Stapa, Ungmennafélags og Kvenfélags Njarðvíkur, verður haldinn í Stapa, litla sal, sunnudaginn 9. janúar n.k. kl. 15. - Dagskrá: Félagsvist, kaffi o.fl. Stjórnin STEINSTEYPUSOGUN Sögum m.a. gluggagöt, stigaop og hurðagöt. - Sögum einnig í gólf og innkeyrslur. - Gerum föst verðtilboð. Upplýsingar í símum 3894 og 3680. Hljóðlátt - Ryklaust - Fljótvirkt TRÉSMÍÐAVERKSTÆÐI KRISTJÁNS OG MARGEIRS SF.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.