Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.01.1983, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 06.01.1983, Blaðsíða 12
1 I^ZWteéttie Fimmtudagur 6. janúar 1983 Aðsetur blaðsins er flutt að Hafnargötu 32, II. hæð. Sím- inn er 1717 SPARISJÓÐURINN Keflavík Síml 2800 Njarðvík Síml 3800 Garöi Síml 7100 ■yil ■ í Jólabörnln 13 ásamt mæörum sfnum. Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs: 13 börn fæddust um jólin í Suðurnesjatíðindum og síöar hér í Víkur-fréttum hefur sá siður verið viö- hafður að birta myndir af jóla- og áramótabörnum, fæddum á Sjúkrhúsinu í Keflavík. Því þóttu okkur þaö mikil tíðindi nú, ertaka átti mynd af jólabarninu, að ekki var um eitt barn að ræða, heldur voru þau alls 13 - eða sama tala og jóla- sveinarnir!! Af þessu tilefni ræddum við viö Sólveigu Þóröar- dóttur, deildarstjóra fæð- ingardeildarinnar. Sagöi hún að þetta væri mjög óvanalegt hjá þeim. „Þannig er,“ sagði Sólveig, ,,að fæðingar koma yfirleitt svona í toppum, það virðist vera eitthvert lögmál, en við Ijósmæðurnar hér, sem flestar erum nýmenntaðar og lítum bæði á nýtt og gamalt, litum á tunglið og sáum að það var ekki fullt, en höfum ekki haft tíma til að líta í bók til að athuga straumana til að sjá hvort þar sé skýringin á þessum toppi." Þá spurðum við Sólveigu hvort deildin væri þá ekki fullnýtt núna og meira til? „Deildin er gerð fyrir 8 sængurkonur og sérstaka móttöku fyrir mæöraskoð- un. Allt þetta pláss er full- nýtt og vel það, en við urð- um að bæta aukarúmi í hverja stofu. Við myndum ekki fyrr en í fulla hnefana vísa sængurkonum frá okkur þar sem séð yrði að um eðlilegafæðingu yrði að ræða. Við höfum haft það þannig, að þær konur sem af einhverjum ástæðum hafa þurft að fæða innfrá, hafa verið teknar hér í sængurlegu um leið og þær losna af gjörgæsludeild innfrá." Um aðra þjónustu sem fæðingardeildin veitir, sagði hún: „Árni Ingólfs- son fæðingarlæknir, er hér með aðstöðu 2 daga í viku og þegar hér er ekki yfir- fullt, nýtir hann þessa að- stööu fyrir kvensjúkdóma. Hér er aðstaða fyrir ófrjó- semisaðgerðir og fóstur- eyðingar, og eru þær framkvæmdar þurfi á því að halda. Þá veitir hannaðstoð við fæðingar þurfi þess með. Þá er sennilega hér einhver besta mæðraskoð- un álandinu. PrófessorSig- urður Magnússon hefur verið hér en er nýhættur eftir margra ára starf, en eftirmaður hans er Jón Stefánsson og mun hann vinna í hans anda.“ Áður en við skildum við fæðingardeildina spurðum við Sólveigu um það hvort það hefði aukist að feður væru viðstaddir fæðingu barna sinna. Hún sagði að þessi æskilega þróun væri orðin mjög algeng. Gætu feöur ekki verið viðstaddir þá einhver annar aðstand- andi, því það hefði róandi áhrif á móðurina. Þá sagðist Sólveig vilja koma því að áður en við kveddum þennan þátt vi- talsins, að nú fyrir jó hefði einn velunnari fæð- ingardeildarinnar saumaö jólapoka undir jólabörnin, að vísu voru þeir ekki nema 8 talsins, því akki var von á fleiri, en 8 fyrstu börnin fóru því heim í þessum jólapok- um. Þegar umræða um sjúkra húsið hefur farið fram í fjöl- miðlum hefur mikið borið á gagnrýni varðandi vannýt- ingu áfæðingardeildinniog í því sambandi hafa sumir rætt um að taka hluta henn- ar undir langlegudeild. Viö spurðum Sólveigu um henn ar álit á þessum málum? Hún sagðist bera tvennt sér fyrir brjósti, þ.e. gamla fólkið og þá nýfæddu, hinir ættu betra með að sjá um sig sjálfir. „Okkur bráðvant- ar legurými fyrir þetta Framh. á 8. sfðu Sótvelg Þóröardóttir vlö monatorlnn, sem maellr hjartsláttlnn allan timann meöan verklr eru. Auk þess heldur hún á gömlu góöu pipunni sem maellr hjartsláttlnn þegar engir verkl eru og er enn I fullu gildl. „Geri ekki ráð fyrir að fara til Hong Kong“ - segir Þorsteinn Bjarnason, landsliðsmarkvörður „Ég geri ekki ráð fyrir því að fara til Hong Kong og leika þar knattspyrnu," sagði Þorsteinn Bjarnason, landsliðsmarkvörður í knatt spyrnu, en eins og kunnugt er stóð til að hann færi þangað og léki þar í 5 mán- uði með CB Football Associ ation Hong Kong. Átti Þor- steinn að fara núna fljót- lega eftir áramótin, en ein- hver snurða hljóp á þráð- inn og komi ekkert í Ijós í dag, þá verður Steini hér áfram á Fróni. Eflaust munu margir fagna þessari fregn þarsem slæmt hefði verið að missa Steina úr úrvalsdeiIdarli6i ÍBK í körfubolta, sem er nú í 2. sæti í deildinni. Mun Steini að sjálfsögðu halda áfram að æfa af krafti í körf- unni en hann hefur veriö einn sterkasti maður liðs- ins í síðustu leikjum þess. Pket. Veisluþjónustan færir út kvíarnar Veisluþjónustan hefur fest kaup á húsnæði því sem Skemman hafði áður, að Hafnargötu 62. Að sögn Axels Jónsson- ar, eiganda Veisluþjónust- unnar, mun fyrirtækið flytja í nýja húsnæðið í marz-apríl n.k. og jafnframt fyrirhugar hann að opna þarna mat- sölustað á neðri hæðinni innan fárra mánaða. - epj. Helgi S. kvaddur Miðvikudaginn 29. des- ember sl. fórfram frá Kefla- víkurkirkju útför Helga S. Jónssonar, sem lést á Landsspítalanum 18. des- ember sl„ 72 ára að aldri. Helgi S. var einn þeirra manna er tók þátt í mótun Keflavíkur, hann varvirkurá sínum yngri árum í félags- starfsemi bæjarins, s.s. leik- iistinni, skátastarfinu, ung- mennafélaginu, síðar byggðasafninu, Rotary- klúbbnum, frímúrararegl- unni o.fl. o.fl. Hann gegndi ýmsum öðrum trúnaðar- störfum fyrir bæjarfélagið, var m.a. slökkviliðsstjóri og heilbrigðisfulltrúi. Fyrir mörg þessi störf var hann heiðraður, t.d. hjá Félagi slökkviliðsmanna, skátun- um og UMFK. Hann var og listamaður góður og hann- aði m.a. merki Keflavíkur- bæjar. Eftirlifandi kona Helga S. er Þórunn Ólafsdóttir og áttu þau eina dóttur, Guð- rúnu Sigríði, búsetta á Bermuda, en fyrir átti Helgi dóttur að nafni Ingibjörg, sem búsett er í Reykholti. Víkur-f réttir votta að- standendum samúð sína við fráfall Helga S. Jóns- sonar. - epj. * WMmm Skátar úr St. Georgtglldl báru klstuna úr kirkju, en skátar úr Heiöabúum og frfmúrarar stóöu helöursvörö.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.