Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.01.1983, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 20.01.1983, Blaðsíða 1
2. tbl. 4. árg. Fimmtudagur 20. janúar 1983 rCÉTTIC 54% Fyrir hálfum mánuöi vant- aði aðeins einn mann upp á að tala atvinnulausra næöu tölunni 200, og um sl. helgi var talan svipuð. Hér er aöeins átt við tölur úr Kefla- vik og koma þá önnur byggöarlög þessu til við- bótar. Ef reiknaö er út hve marg- ir atvinnuleysisdagar voru í Keflavík á sl. ári kemur fram meira atvinnuleysi ’81-’82 Tæplega 10 þús. atvinnuleysisdagar sl. ár að talan er 9.816, en árið áður var heildartalan 6.383 dagar og er mismunurinn því 54%. Eins og sést á töflu þeirri sem birt verður hér með, var mest atvinnuleysi fyrstu þrjá mánuöi ársins og síöan nú í desember. Tafla sú sem fylgir hér með eryfirárinfrá 1978 og er unnin af Félags- málastofnun Keflavíkur- bæjar: 1978 1979 1980 1981 1982 Jan. 440 1.464 407 1.309 3.705 Febr. 495 516 259 779 1.608 Marz 370 243 252 463 1.211 Apríl 118 132 195 76 221 Maí 85 279 221 75 225 Júní 244 251 172 1 582 Júlí 282 71 500 29 335 Ágúst 1.830 11 977 231 254 Sept. 797 38 472 148 245 Okt. 61 129 361 577 209 Nóv. 231 252 474 1.183 200 Des. 1.301 443 649 1.512 1.021 Alls 6.254 3.829 4.939 6.383 9.816 Þá gerði blaðið könnun á því hvernig málum væri hátt að í hinum byggðarlögun- um á Suðurnesjum, og kom fram að í Sandgerði voru sl. föstudag 61 á skrá, Njarð- vík 50, Vogum 15, Garði 13 og í Höfnum 3. Samkvæmt því eru nú alls rúmlega 340 manns atvinnulausir á Suö- urnesjum, að Grindavík undanskilinni. - epj. M.b. Pétur Ingi kom- inn heim eftir gagn- gerar endurbætur A Þorláksmessu kom m.b. Pétur Ingi KE 32 til heimahafnar í Keflavík úr mikilli breytingu, sem fram- kvæmd var ytra. Af þessu tilefni haföi blaðið samband við útgerðarmann bátsins, Margeir Margeirsson, og var hann fyrst spurður í hverju breytingarnar væru fólgnar. ,,Það var skipt um allt í vélarrúmi eins og það leggur sig, ný Ijósavél og nýr gír. Allt rafmagn var endurnýjað í bátnum, spil- kerfið er endurnýjað, byggt er yfir hann, einangrað og klætt millidekkið, sem yfir- leitt hefur ekki verið gert í öðrum bátum. Ný brú, en mest af tækjunum voru notuð áfram, alla vega þau Heilsugæslustöö Suðurnesja: Yfirtekur rekstur sjúkrabifreiðarinnar Ákveöiö hefurverjðaðfrá og með 1. jan 1983 taki Heilsugæslustöð Suður- nesja við rekstri sjúkrabif- Áhrif atvinnuleysis Þégar talað er um verð- bólguna hér á landi er oft sagt að hún sé betri en at- vinnuleysið. Samkvæmt nýjustu tölum er ekki nema 0.3% atvinnuleysi hér á landi, en í sumum nálægum löndum okkar 10-15%. En hefur atvinnuleysiö áhrif á heilsuna? Prófessor nokkur i Banda ríkjunum, Harvey Brenner að nafni, heldur því fram að 1% aukning atvinnuleysis leiöi til 2%aukningardánar- tíðni, 3% fleiri innlagna á geðsjúkrahús, 4%fjölgunar á sjálfsmorðum og 6% aukn ingar á mannvígum. Síðustu fréttir eru svo þær, að það sé 54% meira atvinnuleysi á Suöurnesj- um en í fyrra, og hana nú !!! þket. reiöarinnar í Keflavík, þ.m.t. innheimta reikningafyrirþá þjónustu. Samþykkt þessi er gerð í fullu samráöi við fulltrúa Rauða kross deildar Kefla- víkur og Rauða kross ís- lands, þá Jón Ásgeirsson f ramkvæmdastjóra og Ómar Friðjónsson erind- reka. Fyrirkomulag þetta gildir fyrst um sinn, en síöar verða teknar upp við- ræöur við Rauða krossinn um framtíðarskipan þess- ara mála, þar sem þeir hafa lýst áhuga á því. Til aö fá nánari fregnir af málinu hafði blaöið sam- band við Eyjólf Eysteins- son, og sagöi hann að áöur hafi þetta verið þannig að Rauði krossinn fékk allar tekjurnar og sá um afskriftir og endurnýjun á bifreiö- inni. Sveitarfélögin hefðu síöan staðið undir rekstrin- um, þ.e. greitt laun og elds- neyti. Aðalbreytingin er því sú, að nú sér Heilsu- gæslustöð Suöurnesja al- farið um sjúkrabílinn bæöi rekstrarlega og tekjulega. epj. sem voru í góðu formi. Segja má því að allt hafi verið endurnýjað nema lest- in sjálf, og lítillega var gert við mannaíbúðir, nema borðsalur og eldhús sem voru stækkuð og öll hrein- Pétur Ingl á sigllngu lætisaðstaða var löguð tölu- vert. Þá er gert ráð fyrir að setja megi upp línuvél með því að lengja stjórnborðs- ganginn fram eftir." Eru þetta ekki dýrar fram- kvæmdir? „Jú, verkið í heild á af- hendingardegi kostaði um 15 milljónir, þ.e. fyrir síð- ustu gengisfellingu." Hvar var þetta fram- Framh. á 7. síðu Belgískur togari hirti af þeim línuna Oft á tíðum hefur borið á ýmsum árekstrum milli línu- báta og togskipa og er mönnum minnisstæðar miklar umræður um þau mál á sl. ári þar sem skip- stjórar línubátanna kvört- uðu sáran undan yfirgangi togskipanna. En það eru fleiri skip en íslensku tog- skipin sem eru aö áreita línu bátana, því nú hafa bæst í þann hóp erlendir togarar, að því er kom fram í viðtali sem blaðið átti viö Garöar Magnússon, útgerðarmann í Njarðvík. Hann sagði að belgískur togari hefði í síðustu viku togaö yfir línu tveggja línu- báta er voru á Grindavíkur- dýpi rétt innan við gömlu tólf mílna mörkin. Þráttfyrir að enginn togari hafi sést þegar bátarnir lögöu línu sína kom þessi togari skömmu síðar á löngu togi og sigldi yfir línurnar og hirti þær af þeim. „Það viröist ekki vera hægt aö ná sambandi viö þá, annað hvort vegna kunnáttuleysis þeirra í mál- um eða vegna þess að þeir taka ekki tillit til til annarra. Það virðist heldur ekkert Ákveöiö hefur verið að hafa opiö hús hjá Þroska- hjálp á Suðurnesjum að Suðurvöllum 9 í Keflavík, fimmtudaginn 27. janúar n.k. kl. 20. Á fundinn mæta Margrét Margeirsdóttir frá Félags- málaráðuneytinu, og Helgi Jónasson fræðslustjóri Gengið hefur verið frá stofnun hlutafélags um rekstur Víkur-frétta, og er stjórn fyrirtækisins skipuð þeim Emil Páli Jónssyni, Páli Ketilssyni og Vilhjálmi þýða að kvarta til Landhelg- isgæslunnar, jafnvel þó þetta gerist aftur og aftur. Þaö er kannski vegna þess að varðskipin fá ekki oliu? Þetta er alvarlegt mál, þvi tjón á veiðarfærum getur farið upp í 100 þús krónur með fiski og öllu,“ sagði Garðar. - epj. Reykjanesumdæmis. Munu þau flytja stutt erindi um skólamál og sérkennslu, og svara fyrirspurnum. Vill stjórn félagsins hvetja foreldra og aðra velunnara félagsins sem áhuga hafa á þessum málum, að mæta, jafnframt því sem stjórnin vonast til að sjá sem flesta. H. Vilhjálmssyni, en í blað- stjórn eru þeir Emil og Páll. Aðsetur blaðsins er að Hafnargötu 32, II. hæð, sími 1717, pósthólf 125, 230 Keflavík. Opið hús hjá Þroskahjálp Víkur-fréttir hf.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.