Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.01.1983, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 20.01.1983, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 20. janúar 1983 VÍKUR-fréttir Körfubolti - Urvalsdeild: ÍBK - KR 106 : 93 Keflvíkingar of sterkir fyrir KR-inga Keflvikingar fengu KR-inga i heimsókn um sfðustu helgi f úrvalsdeildinni f körfubolta. Heimamenn sigruðu örugg- lega 106:93 eftir að staðan f hálfieik hafði verið 55:41 fyrlr iBK. „Vlð þurftum á þessum sigri að halda, KR-ingar léku sinn besta leik í iangan tfma og þó þeir hafl ekki náð að slgra okkur nú, þá er það vfst að þeir eiga eftir að hirða stig af hin- um llðunum," sagðl Brad Miley, þjálfari og leikmaður iBK- liðsins. Keflvíkingar leiddu allan tímann með misjafnlega miklu forskoti, en mestur var munurinn 18 stig í fyrri hálfleik, 35:17, en en þeir Jón Kr., Axel og Brad áttu allir stórleik og unnu mjög Jón Kr. vel saman. Munurinn í hálfleik var svo 14 stig, 55:41. Röndóttu strákarnir úr vesturbænum komu eins og grenjandi Ijón i seinni hálf- leik og minnkuðu fljótt muninn niður í 7 stig, 74:67, en þá komust þeir ekki lengra og Keflvíkingar tóku öll völd á vellinum aftur og sigruöu örugglega 106:93. Axel og Jón Kr. áttu báðir stórleik og hafa aldrei verið betri. Brad Miley er frábær varnarmaður og hélt Stu Johnson algerlega niðri, sérstaklega í fyrri hálfleik, og skoraði Stu þá aðeins 9 stig. Viðar Vignisson lék að nýju og átti góðan leik og sýndi áhorfendum hvernig á að troða með tilþrifum. Hann leikur 2 næstu leiki ÍBK, en þá heldur hann út aftur til náms. Þorsteinn Bjarnason sýndi að það er hægt aö skora körfu á ýmsa vegu, og Björn Víkingur er mjög trausturleikmaður, þó hann skori ekki mikið. Jón Sigurðsson lék nú heilan leiktíma, en það hefur hann ekki gert í langan tíma. Páll Kolbeinsson hinn ungi er og Axel áttu báðir stórleik þó farinn að skyggja á gömlu kempuna. Annars sýndu KR-ingar mikla bar- áttu í þessum leik og lögðu allt í sölurnar, þó það dygði ekki núna. Þess má geta að KR-ingar ætla að kæra Viðar Vignis- son, telja hann ólöglegan. Stigin: ÍBK: Axel 30, Jón Kr. 29, Brad 15, Þorsteinn 14, Viðar 14, Björn V. 4. KR: Stu 31, Jón P. 14, Jón Sig. 13, Páll 12, Ágúst 10, Stefán 7, Birgir 6. pket. Handbolti - III. deild REYNIR - FYLKIR 18:26 Reynismenn lágu fyrir Fylki - eftir 8 leiki án taps Efstu lið 3. delldar, Reynir og Fylkir, léku fyrir stuttu f fþróttahúsinu i Sandgerði. Fylkismenn sigruðu 26:18 eftir að hafa leitt f leikhléi 11:9. Árbæjarllðlð trónar þvi eitt á toppi delldarinnar með 5 stiga forystu, en Reynlr er f 2. sæti, elnu stlgi á undan Þór, Akureyri. Fylkismenn byrjuðu leik- inn af krafti á meðan ekkert gekk hjá heimamönnum, sem léku mjög ráöleysis- Bréf frá lesendum Eins og lesendur hafa orðið varir við hefur les- endabréfum og greinum með dulnefni fjölgað nokk- uð i blaðinu að undanförnu. Þetta er æskileg þróun, svo breidd blaðsins geti orðið meiri, þ.e. fleiri málaflokkar og mismunandi sjónarmið komist að. Æskilegast er að greinar- höfundur noti fullt nafn eða aðra undirskrift sem fellur ekki undir dulnefni. Noti viðkomandi hins vegar dul- nefni, verða bréfin fram- vegis ekki birt nema blaö- stjórn hafi einnig undir höndum fullt nafn, nafn- númer og heimilisfang. lega þar sem Guðmundur Árni, þjálfari og leikmaður Reynis, var tekinn úr um- ferð og náðu gestirnir strax forystu 3:1, 6:3, en staðan Þessar upplýsingar verða þó aðeins geymdar hjá blaðstjórn ef greinarhöf- undur vill eingöngu nota dulnefnið. - epj. staðan ( hálfleik var 11:9 fyrir Fylki. Reynir skoraði fyrsta mark hálfleiksins og leikur- Inn var nokkuð jafn fyrstu mínúturnar, en svo sigu Fylkismenn fram úr og náðu 4 marka forystu um miöjan seinni hálfleik. Hélst þessi munur þar til í lokin, að Fylkir skoraði 4 mörk í röð án svars frá Reynislið- inu og unnu örugglega 26:18. Reynismenn léku þennan leik illa og enginn skar upp úr, og náöi liðið aldrei að sýna það sem í því býr. Markahæstir hjá Reyni voru Danni og Freyr með 5 mörk og Heimir með 3. Haukur Magnússon (7 mörk) og markvörður Fylkis sem varði alls 22 skot, voru langbestu menn liðsins. pket. Skattaframtöl fyrireinstaklinga. - Örugg og góö þjónusta. Hafiö samband við skrifstofu okkar í síma 3441. TÖLVUVINNSLA SUÐURNESJA Hjörtur Zakaríasson Hafnargötu 31, II. hæö - Keflavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.