Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.01.1983, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 20.01.1983, Blaðsíða 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 20. janúar 1983 5 Skussarnir verðlaunaðir Fyrir stuttu var rætt um niðurskurð á fram- kvæmdum Keflavíkur- bæjar hér i blaðinu, að vissu leyti er þetta kannski eðlilegt þegar samdráttur er í tekjum. Því sætir það furðu þegar verið er að fella niður gjöld af ein- staklingum af ýmsum ástæðum s.s. vegna fjárhagserfiöleika, ó- megðar eða greiðslu- þrota. Því miöureru sumir þessara aðila, menn sem leika það að komast hjá því að greiða skatta og skyldur. Einnig eru háar ugp- hæðir felldar niður vegna veikinda og aldurs, þar er Smáauglýsingar íbúð til leigu 2ja herb. íbúð til leigu viö Heiðarból, frá 1. febrúar. Uppl. í sima 3672. fbúð óskast Óska eftir lítilli íbúð á leigu til vors. Uppl. í síma 2063. Til sölu eldhúsborð og 4 stólar, 2ja ára. Uppl. í síma 3502. Keflavfk - Y-Njarðvík Hjón með 1 barn óska eftir stórri íbúð eða húsi sem fyrst. Uppl. í síma 2841. Útgerðarmenn athugið Tek að méraðsetja upplínu og hreinsa netateina. Uppl. í sima 1719. Skattframtöl Annast gerð skattframtala fyrir einstaklinga. Jón G. Briem hdl. Hafnargötu 37a, Keflavík Simi 3566 íbúð óskast 4ra herb. íbúð eða lítið ein- býlishús óskast til leigu. Húsaleigan greiðist í gjald- eyri. Uppl. hjá John Cutress í síma 2000-2750 í Ameríska bankanum og eftir kl. 17 í síma 3845. Til sölu Hlaðrúm. Uppl. í síma 3353 eftir kl. 12. Brúðarkjóll nr. 38 til sölu eða leigu. Uppl. í síma 3704 eftir kl. 19. Hestamenn Til sölu hnakkar, beisli og annað ólatau, á lágmarks- verði. Nokkrir hnakkar á gömlu verði. Væri það ekki athugandi að kanna við- skipti við mig? Síminn er 97-8246. Þorsteinn Gíslason, söðlasmiður Vesturbraut 17, Hornafirði Keflavik Get bætt við mig fleiri börn- um. Er í góðu húsnæði. Uppl. í síma 1980. VII kaupa notuð skíði (ca. 130 cm), helst með bindingum, og skó nr. 33. Uppl. Ísima2743 einnig sama sagan, ekki er horft í það hvort um sé að ræða aðila sem hafa fengið allan sinn veik- indakostnað greiddan upp í topp eða hvort um sé að ræða aöila sem greiðir aðeins vinnukonuútsvar en hefur mjög miklar tekjur og getur falið þær. Jafnt er yfir alla látið ganga. Það er sjálfsagt aö fella niöur gjöld af þeim sem eiga í erfiðleikum sökum veikinda eða annars með að greiða þær, sé viökomandi maður sem aö öllu jöfnu hefur greitt allar sínar skyldur, með skussana er annaö mál, þeir geta greitt sín gjöld. Því eins og nú er, eru sumir þessara manna að gorta sig yfir þvi að losna við að greiða gjöld í stað þess að þegja. BORGARI Vegna bréfs þessa höfðum við samband við ýmsa aðila sem hafa með þessi mál að gera og voru þeir allir sammála því að hér væri um erfið mál og viðkvæm að ræða. Og vildu þeir ekki tjá sig nánar um það atriði. Byggingahapp- drætti G.S. Dregið hefur verið í Bygg- ingahappdrætti Golfklúbbs Suðurnesja, og komu upp eftirtalin númer: 1. Spalding golfsett nr. 1267. 2. Spalding golfsett nr. 1594. 3. Utanlandsferð nr. 740. 4. Utanlandsferð nr. 840. 5. Utanlandsferð nr. 1328. 6. Utanlandsferð nr. 1387. Golfklúbburinn óskar vinningshöfum til ham- ingju og þakkar jafnframt góðan stuðning öllum þeim sem keypt hafa happ drættismiða og svo öðrum þeim sem stutt hafa klúbb- inn í sambandi við upp- byggingu golfvallarins og nú síðast klúbbhúsbygg- ingu. Handhöfum vinningsnr. i happdrættinu skal góðfús- lega bent á aö hafa sam- band við formann G.S., Hörð Guðmundsson, Há- holti 25, Keflavík, sími 2145. Á fundi bæjarstjórnar 21. des. sl. tók þó einn bæjar- fulltrúi, Jóhann Geirdal, á málinu með svofelldri bók- un: ,,Ég er andvígur því að geðþóttaákvarðanir séu látnar ráða varðandi niður- fellingu gjalda til náms- manna hérlendis. Eg hef áður spurst fyrir um hvaða reglur séu í gildi i þessum efnum, en þær eru engar. Á sama tíma og margir námsmenn berjast í bökk- um, fá einstöku menn sem ekki virðast í fljótu bragði verr settir en heildin, endur- teknar niðurfellingar á sín- um gjöldum. Ég tel því brýnt að samdar verði vinnuregl- ur í þessum efnum og þær kynntar svo sama gangi yfir alla sam hlut eiga að máli. Núverandi ástand, þar sem einstöku vanskila- menn eru verðlaunaðir með niðurfellingu, er með öllu óþolandi." Bridge Starfsemi Bridgefélags Suðurnesja hefur verið ágæt það sem af er þessum vetri og þátttaka í mótum fé- lagsins mjög góð. (einmenning tóku þátt 32 spilarar og varð Kjartan Ólason sigurvegari í því móti. [ minningarmóti um Skúla Thorarensen, sem er parakeppni, tóku þátt 22 pör. Sigurvegarar urðu Al- freð Alfreðsson Og Einar Jónsson, í öðru sæti Gunn- ar Sigurjónsson og Harald- ur Brynjólfsson, og í þriðja sæti Gísli Torfason og Karl Hermannsson. Nú stendur yfir Minning- armót Jóns G. Pálssonarog taka þátt i því móti 12 sveit- ir. Að 8 umferðum loknum er staða efstu sveita þessi: Sveit Einars Júlíussonar 137 stig. Sveit Jóhannesar Sig- urðssonar, 124 stig. Sveit Inga Gunnarssonar, 107 stig. Sveit Guðmundar Ing- ólfssonar, 103 stig. - 9- NÆSTA BLAÐ KEMUR ÚT 3. FEBRÚAR. t Þökkum innilega öllum þeim sem auösýndu okkur samúö og vináttu viö andlát og útlör HAFSTEINS AXELSSONAR Holtsgötu 18, Njaróvik. Guö gefi ykkur gleöilegt ár. Ingunn Ingvarsdóttir Baldur Matthiasson Margrét Bergsdóttir Hilmar Hafsteinsson Svala Sveinsdóttir Guórún Hafsteinsdóttir Edward G. Moore Elsa Hafsteinsdóttir Gunnar Sigurósson Ingunn Hafsteinsdóttir Hreinn Guómundsson Matthildur Hafsteinsdóttir Hafdis Hafsteinsdóttir Sigurjón Hafsteinsson og barnabörn. Fasteignasalan Hafnargötu 27 - Keflavík Söluv. KEFLAVÍK: Einbýlishús viö Aöalgötu, nýstandsett . 700.000 Glæsileg raöhús í smíöum viö Noröurvelli. Hús- unum veröur skilaö fullfrágengnum aö utan. Teikningar til sýnis á skrifstofunni . 1.090.000 Raöhús viö Faxabraut m/bílskúr, losnar fljótlega 1.150.000 Parhús viö Sunnubraut á 2 hæðum, laus strax 1.075.000 2ja og 3ja herb. íbúðir viö Hólmgarð, sem skilast tilbúnar undir tréverk, sameign fullfrágengin, m.a. lóð. Góöir greiösluskilmálar (seljandi: Húsageröin hf.) ....................... 600-700.000 Höfum úrval af fasteignum víös vegar um bæinn. Allar upplýsingar um þær gefnar á skrifstofunni. NJARÐVÍK: 3ja herb. íbúö viö Fífumóa ............... 650.000 3ja herb. ibúð við Hjallaveg ............. 650.000 3ja herb. íbúð, neöri hæð, viö Holtsgötu . 600.000 VOGAR: Nýlegt einbýlishús ásamt bílskúr við Ægisgötu, húsiö er aö mestu fullgert ............... 1.250.000 ATH: Skrifstofan er opin á laugardegi fyrir hádegi. Fasteignasalan Hafnargötu 27 - Kefiavík - Sími 1420 Auglýsingasíminn er 1717 LEGGHLÍFAR og TREFLAR á alla aldursflokka og í öllum litum. PUNTUHANDKLÆÐI og PUNTHILLUR Glæsilegt úrval af HANNYRÐAVÖRUM Nýkomið æðisiegt úrval af HNÚTA- og TWITGARNI Svo höfum við einnig hollenskt ullargarn, hjartagarn, bingógarn og ritarankagarn og ÁLAFOSS-lopa. Úrval af prjónum. Verslunin RÓSALIND TILBOÐ Ath. breytt verð: NÚ AÐEINS KR. 5.955

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.