Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.01.1983, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 20.01.1983, Blaðsíða 9
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 20. janúar 1983 9 Nú er nóg komið af gub-bi Nú er komið nóg af mér í þessu blaði (þaðeraðsegja þessari blaötegund), ég er hættur (ég vil biðja menn að gráta ekki). Einhverjir aðrir geta nú tekið við af mér að skrifa „fréttir" úr Vatns- leysustrndarhreppi og reyndar myndi ég vilja að einhver gerði það, því ann- ars fellur byggöarlagið í gleymsku. En ég vil skora á þann sem tekur við af mér að aka varlega um GÖTURNAR í Vogunum, þvi að viða er malbikiðsvo mjúktaðvagn- inn kynni að sökkva. Það er ábyrgðarstarf að skrifa pistla eins og ég hef gert, það má ekki á neinn hátt sverta byggðarlagið, heldur á að skrifa um alla fegrunina sem sífellt er verið að framkvæma, það á aö leitast viö aö telja blómin i blómabeðunum sem eru með öllum gangstéttum, telja á kossana á hrepps- nefndarfundunum og þá á að telja grjótin í hafnargarð- inum og hlusta á söng fugl- anna í Aragerði, þar sem blómin blómastra árið um kring. Ogefaðförergerðaö persónu manns, þá lokið augunum og eyrunum og hendið pennanum og hjálpið síðan til við að rakka helvítið niður. Af hverju ég hætti nú? Jú, i dag er ég sáttur við alla í hreppnum, þaö er bara verst að 166 manneskjur Framleiðir fiskvinnsluvélar Eins og margir muna fékk Oddgeir Pétursson, Garfiavegi 13, Keflavík, vifiurkenningu frá Sparisjóðnum i tilefni 75 ára afmælis sjóösins sl. haust. Viöurkenningin er fyrir hugvit og hönnun ýmissa fiskvinnsluvéla. Oddgeir hefur mörg undanfarin ár framleitt þessar vélar í bílskúrnum heima hjá sér við þröngar að- stæður, en nú væntanlega í vor flytur hann starfsemi sína í nýtt og gott húsnæði. Nú í nokkur ár hefur hann unnið með Ásmundi Sig- urðssyni að framleiðslu þessari og er nafn fyrirtækisins Vélsmiðja Oddgeirs og Ása sf. - epj. Slökkvitækja- þjónusta Suðurnesja Kolsýruhleðsla - Dufthleðsla Viðhald og viðgerðir á flestum tegundum slökkvitækja. Reykskynjarar - Rafhlöður Brunaslöngur - Slökkvitæki Uppsetning, ef óskað er Viðurkennd eftirlitsþjónusta handslökkvitækja í bátum og skipum. Slökkvitækjaþjónusta Suðurnesja Háaleiti 33 - Keflavik - Sími 2322 Prjónakonur Kaupum fallegar vel prjónaða sjónvarps- sokka, 60 cm langa. Móttaka miðvikudagana 26. jan., 9. og 23. febrúar að Iðavöllum 14b. ÍSLENZKUR MARKAÐUR HF. [l€Bímss, eru ekki sáttar við mig. - H- hvað? Ég hætti ekki vegna eig- endaskipta á blaðinu, ekki vegna þess að ég hafi veriö rekinn (enda aldrei ráðinn), nei, ég er bara hættur. Eins og í öllum kveðju- greinum, þá ætla ég að þakka og þakka og þakka. Ég vil þakka minni hluta hreppsnefndar Vatnsleysu- strandarhrepps fyrir stuðn- ing í ÁKV. máli. Ékki meira um það. Ég vil þakka ruslabílstjór- anum sem keyrir inn á Strönd, fyrir að hafa tekið upp betri siði. Ég vil þakka. ég veit ekki hverjum, skjól þaðsem hafn argarðurinn við Vogahöfn- ina hefur veitt mér og öðrum hreppsbúum. Ég vil þakka sömuleiðis fyrir sjóvarnargarðana inni í Knarrarneshverfi, en nú sést ekki lengur til hafs þeirra vegna og heldurekki til sólar við sólarlag, slik er hæð þeirra og umgjörð öll. Og að lokum smá skít- kast (ég er reyndar ekki þekktur fyrir það), það yrði gaman ef heflaðaryrðu göt- urnar i Vogum helmingi oft- ar í ár en síðastliðið ár, sem sagt 6 sinnum, og eitthvað borið ofan i þær svona til hátíðabrigða. Hættið að dansa hafnardans. gub. Auglýsið í Víkur-fréttum. TVEIM SKIPUM BJARGAÐ Framh. af baksíðu Dagfara fóru þeir á Þorkeli Árnasyni, Dagfara til hjálp- ar en þá hafði skipið legið þrjú korter utan í grjótgarð- inum ofan við nýju bryggjuna. Sagði Þórhallur að skipið hefði verið farið að lemjast utan í grjótgarð- inn þegar þeir komu að honum, en þá var einnig farið að falla út og því mátti ekki tæpara standa með björgun áður en skipið fest- ist. Vegna veðursins áttu þeir í nokkrum erfiðleikum með að komastfrá bryggju, hinu nauðstadda skipi til hjálpar, en það tókst þó og náðu þeir Dagfara frá grjótgarð- inum. Þegar viðtalið var tekiö sl. fimmtudag, höfðu skemmdir ekki verið kann- aðar á Dagfara en þó var talið að hann hefði sloppið all vel, en að sögn kunnugra var stutt í að skipiö festist við grjótgarðinn og þá hefði getaö farið illa. Sjávarborg GK 60 er 452 tonna skip sem kom nýtt til Sandgerðis í fyrra og var frægt meðan á smíöi stóð sem Flakkarinn, vegna þess hveskrokkur þess fórámilli margra skipasmíðastöðva bæði hérlendis og erlendis. Dagfari er hátt í 300 tonna skip, en björgunarskipið, örn, er af svipaðri stæröar- gráðu og Dagfari, en Þor- kell Árnason er hins vegar aðeins 65 tonna skip. - epj. KEFLAVIK Útsvör Aðstöðugjöld Fyrsti gjalddagi fyrirframgreiddra útsvara og aðstöðugjalda er 1. febrúar n.k. Góðfúslega greiðið á gjalddaga. Innheimta Keflavíkurbæjar AUGLÝSING um leiðréttingu á auglýsingu um umferð í Keflavík, dags. 2. nóv. 1982 4 mgr. auglýsingarinnarorðistsvo: Bannað er að leggja ökutækjum beggja vegna Skólavegar á kaflanum milli Suðurgötu og Sólvallagötu. Lögreglustjórinn í Keflavík, 17. desember 1982. Jón Eysteinsson Sandgerðingar Miðnesingar Fasteignagjöld Fyrsti gjalddagi fasteigna- gjalda var 15. janúar sl. Útsvör - Aðstöðugjöld Fyrsti gjalddagi fyrirfram- greiðslu útsvara og aðstöðu- gjalda er 1. febrúar n.k. Gerið skil á gjalddögum og forðist þannig dráttarvexti og önnur óþægindi. Sveitarstjóri Rafveita Njarðvíkur óskar að ráða starfskraft til aflestrar á kwst. mælum, útburð á rafmagnsreikningum, sjá um lokanir o.fl. Hér er um hlutastarf að ræða. Skriflegar umsóknir sendist rafveitunni fyrir 28. janúar 1983. Rafveitustjóri

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.