Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.02.1983, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 03.02.1983, Blaðsíða 1
Hvar er Atvinnumála- nefnd Suðurnesja? ( síðasta blaði var rætt um 54% aukningu atvinnu leysisdaga milli áranna 1981 og 1982. Allt síðasta ár var hér eitthvert at- vinnuleysi, þó sem betur fer hafi það verið hverf- andi lítið suma mánuðina. Ástand þetta hefur ávallt mátt rekja að öllu eða mestu leyti til sjávarút- vegsins, þar til nú. Nú eru aðrar blikur á lofti, því að af 153 á at- vinnuleysisskrá föstudag- inn 21. jan. sl. í Keflavík, voru 65 eða 42% atvinnu- lausir af öðrum ástæðum en frá sjávarútvegi. Er þar með komin upp ný staða í atvinnumálum okkar, og þess vegna haföi blaöið samband við Ingólf Fals- son, formann Atvinnu- málanefndar Keflavíkur. Ingólfur sagði að und- anfarið hefðu þeir starfað ásamt nýskipuðum iðn- þróunarfulltrúa, Jóni Unndórssyni, aö könnun í framhaldi af samþykkt at- vinnumálanefndar Kefla- víkur frá því í haust um at- vinnutækifæri og hvað gera megi til aö bæta þau. Spannar þessi samþykkt yfir öll Suðurnesin, enda er ekki hægt annað en að lita svo á að Suðurnesin sé eitt atvinnusvæði. Framh. á 12. síðu Hávaði frá flugvellinum yfir æskilegum mörkum Hér í blaöinu var í haust sagt frá hávaöamælingum sem heilbrigðiseftirlitið í samráði viö fleiri aðila létu framkvæma varðandi flug- umferð, þ.e. hávaðafrá flug- vélunum yfir íbúðabyggð. Nú hefur komið í Ijós að hávaði er yfir þeim mörkum sem talin eru æskileg, aö sögn Jóhanns Sveinssonar heilbrigðisfulltrúa, og er því Einn havaoavaiaunnn t Haraldur Gíslason látinn Aðfaranótt sunnu- dags 30. jan. sl. lést að heimili sfnu Haraldur Gislason, framkvæmda- stjóri Sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum. Haraldur fæddist í Reykjavik 28. sept. 1928. Hann lauk prófi í við- skiptafræðum frá Bost- on University og fram- haldsnámi í stjórnvisind- um frá Columbia Uni- versity og skóla Samein- uðu Þjóðanna i Banda- rikjunum. Að námi loknu gegndi hann ýmsum störfum, var m.a. fram- kvæmdastjóri hjá Gisla Jónssyni og Co., Bifreið- um og Landbúnaðarvél- um og starfsmaður i verslunar- og hagdeild Bandaríska sendlráðs- ins í Reykjavfk. Haraldur var ráðinn sveitarstjóri á Vopnafirði árið 1967 og gegndi þvi til 1974, er hann var ráðinn sveitar- stjóri Gerðahrepps. 1978 er hann ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og gegndi þvi starfi til dauðadags. Eftirlifandi eiginkona hans er Björg Ingólfs- dóttir. Vfkur-fréttirvottaeftir- lifandi eiginkonu og börnum, svo og öðrum abstandendum samúð sína. von til þess að þegar máliö verður tekið upp aftur ( framhaldi af þessum niður- stööum, verði reynt að haga málum eftir þessum niður- stöðum. Taldi Jóhann að ýmislegt væri hægt að gera til að draga úr þessum hávaðafrá flugvélunum, og hafa þau mál þegar verið tekin til at- hugunar. „Hægt er að lagfæra þessi mál með misjöfnum hætti, t.d. má fara frekar í lágu flugtaki yfir byggðina, það er líka hægt að hækka flugið fyrr og fara þá ekki eins mikið yfir byggð. Myndi þetta hvort tveggja hafa áhrif til bóta, ef fram- kvæmt yrði," sagði Jóhann. Það svæði í byggð sem mældist með mestan háv- aða, var i Njarðvík, eins og flestir áttu von á, vegna legu aðalbrautanna. Að lokum sagöi Jóhann að hann ætti von á aö þessi mál yrðu tekin upp aftur meö vorinu. - epj. Umferðaróhapp á Hafnargötu 500 umferðaróhöpp Á síðasta ári urðu 500 um- ferðaróhöpp sem komu til kasta lögreglunnar hár á Suðurnesjum, að undan- skildu Grindavík og Kefla- víkurflugvelli. Að sögn Karls Hermanns- sonar rannsóknarlögreglu- manns umferðardeildar, voru aðalorsakir fyrir óhöppunum þær, að um fjórðungur, eða 129 sinn- um var ógætilega ekið aftur ábak. (54tilfellumvaraðal- brautarréttur ekki virtur, þrengsli og hálka ollu mörgum árekstrum, t.d. voru 73 árekstrar í desem- ber af þessum orsökum. Ekið var á mannlausar bif- reiðar 106 sinnum. I 39 til- fellum var stungið af af árekstrarstað án þess aötil- kynna óhappið, sem er að sjálfsögðu mjög slæmt. 12 sinnum lenti barn fyrir bifreið, 4 sinnum voru lítil meiðsli en einu sinni mikil. Tvær konur lentu fyrir bif- reið og í öðru tilfellinu varð mikið slys, karlmenn lentu fyrir bifreið tvisvar og var lítið slys í öðru tilfellinu en mikið (hinu. 8 sinnum lentu vélhjól í umferðaróhappi og var lítilsháttar slys í einu til- fellanna. 12 sinnum lentu reiðhjól í umferðaróhöpp- um, en aldrei urðu nein slys. Einu sinni varðslysá vinnu- vél og urðu mikil meiösli. 13 ökumenn slösuðust, í 6 tilfellum lítið en í 7 mikið. 12 farþegar slösuðust í þess um umferðarslysum og þar af voru 8 lítil slys, 2 mikið slasaðir og 2 létust. Er því heildartalan sú að í 22 til- fellum voru um lítil meiðsli að ræða, í 11 mikil meiðsli og í 2 banaslys. Ef athugaður er tíminn sem þessi óhöpp verða á, þá eru þau flest á daginn millikl. 13-14 (45 árekstrar), kl 17-18 (44 árekstrar) og milli kl. 15-16 urðu 42 árekstrar, þannig að háslysatíminn er á tímabil- inu frákl. 11 til 21, með þó þessum ákveðnu toppum. 20 ökumenn sem lentu í umferðaróhappi voru ölv- aðir undir stýri. Athygli vekur að í 94 tilfellum er um gáleysi að ræða eða ókunn orök. - epj. Næsta blaö kemur út 17. febrúar. HÆKKANDI SOL.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.