Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.02.1983, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 03.02.1983, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 3. febrúar 1983 VÍKUR-fréttir Prjónakonur Kaupum fallegar vel prjónaða sjónvarps- sokka, 60 cm langa. Móttaka miðvikudagana 9. og 23. febrúar kl. 13-15 að Iðavöllum 14b. ÍSLENZKUR MARKADUR HF. Sandgerðingar Miðnesingar Fasteignagjöld Fyrsti gjalddagi fasteignagjalda var 15. janúar sl. Þeim gjaldendum sem ætla að not- færa sér skiptingu gjaldanna á þrjá gjalddaga, er bent á að ef ekki er greitt fyrir 15. febr. n.k. falla öll gjöldin í eindaga. Gerið skil á gjalddögum og forðist þannig kostnað og önnur óþæg- indi. Sveitarstjóri Fjárhagsáætiun Kefla- VÍkUrbæjar 1 983 -FyrrlumræSa sem skólum, leikvöllumo.fl. heildarrekstursgjöld hafa hækkaö um 93%, en ein- staka rekstrarliðir sem hér segir: Fyrri umræöa um fjár- hagsáætlun Keflavíkurbæj- ar fyrir yfirstandandi ár hef- ur fariö fram í bæjarstjórn. Við umræðurnar flutti bæjarstjórinn, Steinþór Júlíusson, eftirfarandi grein argerð: TEKJUR Forsendur þær sem not- aðar eru fyrir áætlun tekna eru þær sem gefnar eru út af þjóöhagsstofnun og kynnt- ar voru á fjármálaráðstefnu Sambands íslesnkra sveit- arfélaga í nóv. sl. Útsvör, aðstöðugjöld, dráttarvextir og önnur hlið- stæö gjöld eru framreikn- uð frá reikningi ársins 1982, en framlög pr. íbúa svo sem jöfnunarsjóösframlag og þéttbýlisvegafé samkv. upplýsingum þessara aðila. fasteignaskattur er samkv. álagningu. Áætlaðar tekjur hækka á milli ára, þ.e. frá áætlun '82 um 60,5%. REKSTRARGJÖLD Algengast er að fram- reikna gjöld um 60% frá reikningi ársins 1982, en þó hefur hver einstakur liður rekstrargjalda veriö yfirfar- inn og aðrarforsendurverið notaðar, þar sem það hefur verið talið æskilegt, t.d. hafa launaliðir yfirleitt verið reiknaðir út frá des.-launum og þá bætt við 30% vegna veröbólgu á árinu '83. Dæmi: des.-laun x 12 x 130%. Einstaka rekstrarliðir hafa hækkað umfram áætlaðar verðbreytingar á milli ára og hafa t.d. eftir- taldir liöir hækkaö sem hér segir, frá des. ’81 til des. ’82: Hiti 69% Rafmagn 123% Sími 95% Tækjataxtar 91% Einstaka starfsheiti innan STKB hafa hækkað yfir 70% vegna síöustu kjarasamn- inga, en meðallaunaflokkur (10. Ifl.) um 43%. Aðrir launataxtar hafa hækkað um ca. 45-55%. Á þessari áætlun er gert ráð fyrir talsvert auknu við- haldi á fasteignum bæjarins og má geta þess aö liðurinn „rekstur fasteigna” hækkar um 227%. Einnig er gert ráð fyrir verulega auknu við- haldi þeirra fasteigna sem Meðferð bæjarmála 70% Alm.tr. og félagsmál 108% Heilbrigöismál 97% Fræöslumál 66% Menningar- og félagsmál 76% Æskulýðs- og íþróttamál 68% Brunamálogalmannav. 68% Hreinlætismál 81% Skipulags- og byggingam. 73% Götur, holræsi, um- ferðarm. - tekjur - 12% cr. Fjármagnskostnaöur 25% önnur mál, starfsmannak. 90% Rekstur fasteigna 227% Rekstrarafgangur hækk- ar aöeins um 12% og kemur þar berlega í Ijós þaö óhag- ræði að tekjustofnar sveit- arfélaga eru ekki verð- tryggöir nema að litlu leyti. Auðséö er að all veruleg- ur samdráttur véröur í fram- kvæmdum á þessu ári, miö- að við árið 1982. Miðaö við prósentu af tekjum skiptust gjaldaliðir eru sérfærðar á áætlun, svo sem hér segir: 1982 1983 Meöferö bæjarmála 4.14 4.40 Almannatr. og félagsmál 16.46 21.31 Hellbrigöismál 2.91 3.57 Fræöslumál 18.93 19.60 Menningar- og félagsmál 1.97 2.31 Æskulýðs-, íþróttamál og útivist 4.59 5.01 Brunamál og almannavarnir 1.53 1.60 Hreinlætismál 4.39 4.96 Skipulags- og byggingamál 3.45 3.71 Götur, holræsi, umferðarm. 8.39 cr. 4.67 cr. Fjármagnskostnaöur 5.25 4.07 önnur mál, starfsmannakostn. 3.52 4.17 Rekstur fasteigna 0.83 1.66 Rekstrarafgangur 40.42 28.30 100.00 100.00 Aðalskipulag Keflavíkur 1982 - 2002 Tillaga aö aöalskipulagi fyrir Keflavík (Njarðvík og Keflavíkurflug- völl) 1982-2002, verður send í allar íbúðir í Keflavík, til kynningar. Þeir sem vilja gera athugasemdir eða tillögur vegna aðalskipu- lagsins eru beðnir að koma þeim til undirritaðs fyrir 1. marz n.k. Bæjarstjórinn í Keflavík Iðnfyrirtæki á Suðurnesjum Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur ákveðið að hafa frumkvæði að þátttöku í iðnsýningu, sem verður haldin í Laugardalshöll dagana 19. ágúst til 4. september n.k. Þau iðnfyrirtæki, sem áhuga hafa á að taka þátt í þessari sýningu, hafi samband við Jón Egil Unndórsson, fulltrúa hjá undirrituðum, sem veitir nánari upplýsingar. SAMBAND SVEITARFÉLAGA Á SUÐURNESJUM Brekkustíg 36, Njarðvík - Sími 3788 SAMBAND SVEfTARFÉLAGA A SUOURNESJUM Svo sem sjá má á þessum samanburði hækka nær allir liðir sem prósenta af tekjum, en þá munar mest um liðinn „almannatrygg- ingar og félagsmál", en einnig credit-liðinn „götur, holræsi, umferðarmál” og er það vegna minni tekna af gatnageröargjöldum. Ekki verður farið í frekari sundurliðanir á áætluninni, enda er hver rekstrarliður all rækilega sundurliöaður. Athugasemdir þessareru gerðar til frekari skýringa á fjárhagsáætlun og ein- göngu á ábyrgð undirrit- a6s' Bæjarstjóri. Síðari umræða mun fara fram 15. febrúar n.k. og þá mun einnig verða gengið frá framkvæmdaáætlun þessa árs. Að sögn bæjar- stjóra er augljóst að niöur- skurður verður á magni framkvæmda miöað við árið í fyrra, því meðan áætlað er að útgjaldaliðir þessa árs hækki um 100%, verður rekstrarafgangur aðeins 12%. - epj. Flotgirðing fyrir Keflavíkurhöfn Eitt af þeim varúðarráð- stöfunum sem gera þurfti þegarákveðiövarað hleypa olíuskipum til losunar inni í sjálfri Keflavíkurhöfn, var að hafa til taks flotgirðingu, ef slys yrði við olíulosun- ina. Oliufélagið á Keflavíkur- flugvelli átti að sjá um þann þátt mála, en af einhverjum ástæðum hefur dregist að ganga frá festingum til að girðingin gæti veriö til stað- ar. Var endalaus dráttur á málinu þar til að við eina losuninina í desember, að hafnarstjóri bannaði frek- ari losun þar til girðingin væri komin á sinn stað. Var þá komið með girð- inguna í tveimur kössum strax niður á hafnargarð, þrátt fyrir að enn vantaði festingarnar. Nokkrum klukkutímum eftir að girð- ingin kom á hafnargaröinn gerði mikið óveður pg þá var ekki að sökum að spyrja, sjórinn tók giröing- una eins og ekkert væri, muldi hana í spað og leiföi síðan tægjunum upp í fjöru. En við svo búið mátti ekki standa, og hafa starfsmenn Olíufélagsins nú gengið frá festingum fyrir flotgirðing- una við hafnargarðinn, þannig aö vonandi verða málin komin í lag þegar næsta olíulöndun á sér stað. - epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.