Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.02.1983, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 03.02.1983, Blaðsíða 14
SPARISJÓÐURINN Keflavík Sími 2800 Njarövík Síml 3800 Garöi Sími7100 Spurt í Keflavík: Hvernig iíst þér á atvinnuástandið hér á Suðurnesjum? Friðrik Sigtryggsson: „llla, frystihúsin stopp, og ekki fæst eðlileg fyrir- greiðsla varðandi útgerð- ina.“ Eiríkur Ólafsson: ,,Ekki nógu vel. Flugvöll- urinn er orðinn okkar bjarg- vættur, því ekki er nægjan- lega að gert hér niður frá.“ Guðmundur Finnsson: ,,Mjög bágborið, sérstak- lega í fiskiðnaði." Eriendsina Sigurjónsdóttir: ,,Mjög illa, sérstaklega varðandi fiskvinnuna." iSMAT HF.: Vakti athygli á Sögu pket. Slæmar gæftir Víkurfréttir höfðu sam- band við hafnarvigtirnar í Keflavík og Sandgerði sl. föstudag, til að afla frétta af sjósókn. I Keflavík varð Þórhallur Helgason fyrir svörum, og sagöi hann að afli hefði lítið glæðst að undanförnu, ef undan er skilinn afli Happa- sæls, sem verið hefuráýsu- netum hér út af og inn undir Gróttu, þó afli hans sé nú með minna móti, 4-5 tonn í róðri, en komst upp í 18 tonn. Er hann búinn að fá 120 tonn frá áramótum. Varðandi línubátana sagði Þórhalluraðdeginum áður hefði Binni í Gröf verið hæstur með 4.5 tonn og af þeim sem voru með tvær setningar var það Boöi með 11 tonn. Annars fór aflinn niður í 3 tonn. Jón Júlíusson í Sand- gerði sagði lítið veraspenn- andi í frásögnum af afla- brögðum, bátarnir væru vart komnir í gang. Búið væri að róa 2-3 róðra, því slæmar gæftir heföu ekki leyft frekari róöra. Heföu netabátar jafnvel lent í að dragá 4-5 nátta. - epj. Á mánudagskvöldiö í síö- ustu viku hélt Markaös- nefnd landbúnaðarins kynn ingarkvöld aö Hótel Sögu í Reykjavík. Var þetta fyrsta kynningarkvöldið sem sam- tök þessi halda. Kynningin var á kinda- kjöti og starfi kjötkaup- manna, kjötvinnslufyrir- tækja og matreiðslumanna við úrvinnslu á kjötinu. Voru því saman komnir þarna all margiraðilarerkynntufram leiðslu sína, þ.á.m. einn aðili héðan að sunnan, (S- MAT HF. í Njarðvík. Um kynningu þess fyrir- tækis sáu þeir Gunnar Páll Ingólfsson og Gunnar Christjansen, auk Axels Jónssonar frá Veisluþjón- ustunni. Vakti framleiðsla Úrslitaleikur 3. deildar? Reynir - Þór Reynir og Þór frá Akur- eyri leika í 3. deild hand- boltans í Sandgerði annað kvöld kl. 20. Þessi leikur er mjög þýðingarmikill fyrir bæði lið og nánast úrslita- leikur um hvort liðið fylgir Fylki upp í 2. deild. Fiskiskipum fækkaði á síðastliðnu ári Um sl. áramót voru 62 þil- farsskip frá 4 og upp í 743 lestir að stærð, í eigu Kefl- víkinga og Njarðvíkinga, en voru 68 árið áður. Á árinu voru seld burt 7 skip, 3 voru dæmd í úreld- ingu og 1 var dæmt ónýtt eftir strand (Bjarni KE, sem strandaði viö Sandgeröi sl. haust). Samtals voru þessi skip 834 tonn að stærð, en á móti voru keypt hingað 5 skip alls 636 tonn að stærð. Hefur flotinn því minnkað um alls 6 skip og 198 tonn. Stærsta skipið er togar- inn Dagstjarnan KE 3, sem er 743 tonn að stærð, en auk hans eru 2 áðrir togarar í eigu Keflvíkinga og 2 aðrirá móti Sandgerðingum að hálfu. Þá leggja 2 togarar upp afla hér, Ymir og Júpí- ter, en eigendur eru annars staðar. Þessu til viðbótarer olíuskipið Stapafell með heimahöfn í Keflavík, en vöruflutningaskipið Vestur- land var með heimahöfn í Njarðvík þar til það var selt til Grundarfjarðar sl. haust. Þessi skip hafa þó alfariö verið í eigu aðila utan svæð- is. Fjögur fiskiskip hafa verið stórlegaendurbætt og eru sem ný á eftir. Eru það Arney, Helgi S., Pétur Ingi og Vonin. - epj. fyrirtækisins mikla athygli viöstaddra. Eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu var fyrir- tæki þetta stofnað sl. sum- ar og er verksviö þess pökkun matvæla fyrir inn- lendan og erlendan mark- að. Erpökkunaraöferðsúer (smat býöur upp á talin ein sú fremsta í heiminum í dag hvað viðkemur geymslu á ferskum matvælum til lengri tíma. Nefnist pökkunaraðferð- in Cryovac og byggist upp á þriggja laga plastpokum, sem hafa sérstaklega góöa vörn gegn súrefni, ásamt Þeir sáu um kynninguna fyrir ISMAT HF. vélum sem lofttæma allt niður í 20 millibör, og þetta tvennt gerir þaö að verkum að lítið sem ekkert súrefni kemst að vörunni. Cryovac- pakkað kjöt getur haldið ferskleika sínum í 6-8 vikur miðað við kælingu 0°C og jafnframt meyrnar kjötið á þeim tíma. - epj./pket. mun Fimmtudagur 3. febrúar 1983 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er aö Hafnargötu 32, II. hæö. - Sími 1717. Unglingavinnan í Keflavík 1982: Enginn nefndarmaður mætti Eins og fram kom í síöasta blaöi skilaöi Inga Andreassen, forstööumaöur unglingavinn- unnar í Keflavík sl. sumar, mjög fríölegri skýrslu um starfsem- ina, og birtum viö hérúrdráttúr henni: UNDIRBÚNINGUR Unglingavinnan í Keflavík 1982 hófst meö undirbúningi síöustu vikuna í maí. Þávoruöll áhöld yfirfarin og keypt ný eftir því sem þurfti. Unglingavinn- an haföi aösetur í íþróttavallar- húsinu eins og undanfarin ár. Tvö herbergi i kjallara hússins voru máluö og þar komiö upp aöstööu fyrir flokkstjórana. Síöan voru allir flokkstjórarnir boöaöir á fund meö forstööu- manni, þar sem verkefni sum- arsins voru rædd vitt og breitt. INNRITUN Innritunin fór fram í íþrótta- vallarhúsinu 2. júní. Innritað var alveg fram til 7. júlí, en þá voru ekki fleiri teknir inn. Alls voru 102 unglingar innritaöir. Þeir skiptust þannig eftir aldri og kyni: F. '66 '67 '68 '69 Alls Dr. 2 11 20 30 63 St. 1 18 5 15 39 Alls 3 29 25 45 102 Þó 102 hafi látið skrá sig voru bara 70-75 unglingar í vinnu þegar mest var. Þátttakan fór alveg niöur í 40 unglinga þeg- ar fæst var. VERKEFNI SUMARSINS Helstu verkfni unglingavinn- unnar í sumar voru þessi: Sánlng. Sáö var í opin svæöf fyrirofan löavelli, viöystahluta Hringbrautar, á Berginu og viö Heiöargil. Tyrfing. Lagt var torf á eftir- talda staöi: Meöfram innsta hluta Hringbrautar, á áhorf- endastæöi í íþróttavelli og meöfram Hólmgaröi. Málningarvinna. Málaöar voru gular markalínur á gang- stéttakanta við Hafnargötu, Tjarnargötu og Faxabraut. Ennfremur voru málaöir kant- steinar viö barnaskólann, bæj- arskrifstofurnar og SBK. Her- bergi og gólf í kjallara íþrótta- vallarhúss voru einnig máluð. Þá voru málaöar hjólagrindur viö íþróttavöllinn. Framh. á 13. siöu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.