Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.02.1983, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 17.02.1983, Blaðsíða 1
Verðkönnun Verðlagsstofnunar á Reykjanesi: Innkaupakarfa 9 Að þessu sinni hefur Verðlagsstof nun gert könnun á verði í matvöru- verslunum á Reykjanesi, þ.e. 10 verslunum í Hafnar- firði, 8 í Keflavík, 2 í Njarð- víkum, 2 í Sandgerði, 1 i Vogunum og 1 í Garðinum. Þessi níunda Innkaupa- karfa Verðlagsstofnunar er allumfangsmikil, því í henni var kannað lægsta og hæsta verð 36 vörutegunda og birt hvar dýrustu og ódýrustu vörurnar fást og auk þess hvaða vörumerki það eru. Jafnframt er gerð- ur sérstakur samanburður á vörumerkjum i þremur vöruflokkum. Helstu niðurstöður eru þær, að heildarverðmunur er öllu meiri í þessum 26 verslunum en þeim verslun- um, sem áður hafa verið kannaðar í Reykjavík. Megin skýringin er mishár innflutningskostnaður. Sé litið á einstakar vöru- tegundir kemur m.a. eftir- farandi franr. Mestur munur á lægsta og hæsta verði er á hand- sápu 215%, en í öðrum níu tilvikum er þessi munuryfir 100% og má þar m.a. nefna uppþvottalög, kaffi, korn- flögur, hveiti og egg. Þessi innkaupakarfa leiddi í Ijós, aö verðlagning var ólögleg i a.m.k. 10 tilvik- um og hefur þaö verið leiö- rétt fyrir atbeina Verölags- stofnunar. Eins og sjá máaf könnun- inni er nokkur munur á verðlagningu verslana og er það einkum ein verslun, sem sker sig úr í skrá yfir verslanir með lægsta verð. [ þriðju Innkaupakörf- unni var gerður sérstakur samanburður á verði miðað við vörumerki. Þá kom í Ijós talsverður munur á verði og sömu sögu er að segja i þessari Suðurnesjakönnun. Þannig er munurinn á ódýr- asta og dýrasta hveitinu 83%, á þvottadufti 82% og á uppþvottalegi 135%. Af Innkaupakörfu 9 verð- ur dregin sú ályktun, að verðmunur á milli vöru- merkja er meiri en verð- munur á milli verslana og er það raunar sama niður- staða og aðrar innkaupa- körfur Verðlagsstofnunar hafa sýnt. Verðkannanir Verðlags- stofnunar liggja frammi fyrir almenning í Verðlags- stofnun og hjá fulltrúum stofnunarinnar úti á landi. Þeir sem þess óska geta gerst áskrifendur að verð- könnunum Verðlagsstofn- unar. Síminn er 27422. Sjá töflu á blf. 12 Eiríkur til S.S.S. Vegna hins snögga frá- falls Haraldar Gíslasonar og mikillaverkefnahjáSSS, taldi stjórn sambandsins brýna nauösyn til þess aö ráða framkvæmdastjóra svo fljótt sem frekast væri kostur. Þar sem Eiríkur Alexand- ersson er af láta af störfum sem bæjarstjóri f Grindavík um þessar mundir, kom fram áskorun áfundi stjórn- ar sambandsins 10. febrúar sl., til Eiríks um aö gefa kost á sér til starfsins. Varð Ei- ríkur við áskoruninni. Samþykkti þvístjórnin að ráða Eirík sem fram- kvæmdastjóra SSS til bráða birgða frá og með 10. febr- úar sl. Boranir í Eldvörpum Síðar í þessum mánuði er áætlað að hefja boranir í Eldvörpum til að rannsaka hvað sé mikið um hita þartil staöar. Eru þaö Hitaveita Suðurnesja og Landsvirkj- un sem standa sameigin- lega að athugunarborunum þessum. - epj. Smygluðu áfengi og töbaki [ síðustu viku komst upp smyglmál á Keflavíkurflug- velli, þar sem 2 varnarliðs- menn og nokkur fjöldi ís- lendinga kom viö sögu. Stóð rannsókn yfir hjá lög- reglunni á Keflavíkurflug- velli þegar blaðiö fór í prentun. Vegna þessa máls hafði blaðið samband við Þorgeir Þorgeirsson, lögreglu- stjóra á Keflavíkurflugvelli, og upplýsti hann að hér væri um að ræða mál þar sem 2 varnarliðsmenn hafa staðið í viðskiptum við all- marga fslendinga nú í ein- hvern tíma. Um er að ræða smygl út af vellinum af nokkru magni af áfengi og tóbaki og er upplýst að bæði varnarliðsmennirnir og íslendingarnirsáuumað smygla því. - epj. HÖRÐUR HF. MEÐ RAÐSMÍÐAÁFORM Hjá Skipasmiðjunni Herði hf. í Njarðvik stendur nú yfir smíði á rækju- og togveiðiskipi fyrir Þorstein hf. á (safirði. Að sögn Ólafs Sigtryggssonar framkv.stj. Harðar hf. er hér um að ræða 20 m langt og 5 m breitt skip og á smíði þess að vera lokið í vor. Skipið verður 2ja þilfara og um 70 tonn að stærð, það verður búið öllum ný- tísku togveiðibúnaöi og mjög vel búið fiskileitar- og siglingatækjum og er nán- ast með sama búnað og togari. Meö skipi þessu er verið að reyna að sameina lítið skip sem getur á vetrum veitt rækju inni á ísafjarðar- djúpi oggetureinnig veriöá úthafsrækju á sumrin á djúpmiðum. Um fleiri áform sagði Ól- afur að þeir væru með samn ing um smíði fyrir Akurnes- ing á stærra skipi, en beöið væri eftir svari frá kerfinu, og síðan eru þeir með áframhaldandi áform um raðsmíði, þ.e. að komast inn í þann hóp sem fær að smíða svokölluð raðsmíða- skip, ,,ef þettaáekki baraað vera prívat fyrir stóru smiðj- urnar þrjár, þ.e. Stálvík, Þorgeir og Ellert og Slipp- stöðina á Akureyri, en þann ig var þetta ekki fyrirhugað í upphafi," sagði Ólafur. Raðsmíðaskip þau sem Hörður hf. hefur fyrirhug- að að smíða eru 25.5 m löng og 7.6 m breið og sést útlit þeirra á meðfylgjandi mynd. Er hér um að ræða teikningu Harðar hf., sem hönnuð er af Karli Lúðvíks- syni, skipaverkfræöingi, og því algjörlega þeirra hug- mynd. Raösmíðaskip Harðar hf. er helmingi ódýrara en þau stóru skip sem hinar skipa- smíðastöövarnar áforma. Samt er áætlað að þessi skip geti fiskaö 70-80% af afla stærri skipanna. Ættu því skip Harðarað vera hag- kvæmari miðað við sömu forsendur. - epj. Ú I -t'jfirF i- í-X~-í -^ "4~I irifjrjíjif z~r-~ Telkning af raðsmffiaskipl Harðar hf.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.