Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.02.1983, Síða 5

Víkurfréttir - 17.02.1983, Síða 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 17. febrúar 1983 5 Alltaf á tali Þó nokkrir lesendur hafa haft samband við blaðið og óskað eftir því að á framfæri yrði komið kvörtun yfir því að vonlaust væri að násam- bandi við Heilsugæslustöð- ina á ýmsum annatímum, s.s. í hádegi eða á meðan símatími lækna er, því alltaf væri á tali. Vegna þessa hafði blaðið samband við þá Eyjólf Ey- steinsson framkvæmda- stjóra Heilsugæslustöðvar- innar, og Björgvin Lúthers- on símstöðvarstjóra. Eyjólfur sagði ástæðuna vera þá, að ekki fengjust fleiri símalínur, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um. En þessi mál leystust vonandi með tilkomu nýju heilsu- gæslustöðvarinnar. Björgvin var ekki sam- mála Eyjólfi um að ekki fengjust fleiri símalínur. Hann sagði ástæðuna vera þá, að sábúnaðursemstöð- in hefði nú, byði ekki upp á fleiri línur, en þeim hefði verið boðið upp á annan betri búnað, en forráða- menn heilsugæslustöðvar- innar hefðu sjálfir óskað eftir því að sá búnaður yrði ekki settur upp fyrr en flutt yrði í nýju bygginguna. epj- Á ekki annar Ég er húsbyggjandi og þarf því oft að hafa sam- band við skrifstofu bygg- ingafulltrúans í Keflavík. Því miður hefur nokkuð borið á því undanfarin ár að fulltrú- inn sé ekki við á auglýstum afgreiðslutíma, frá kl. 10-12 alla virka daga, og er þá svarið, að hann sé á fundi. Nú hefur verið ráðinn að- stoðar byggingafulltrúi og því hélt maður að þetta væri úr sögunni, en því miður er svo ekki. Hef ég nú þrisvar með stuttu millibili komið eða hringt á umræddum af- greiðslutíma og ávalltfeng- ið þau svör, að bygginga- fulltrúi væri á fundi og þá hef ég spurt um aðstoðar- manninn og fengið þau svör, að hann væri einnig á fundi. Því vil ég leggja fram fyrir- að vera við? spurn, hvort þessir tveir menn geti ekki hagrætt vinnutíma sínum þannig, að alltaf sé annar hvor þeirra við í þessa tvo tíma á dag, þeir um það hvað þeir gera í annan tíma. Húsbyggjandl Blaðið leitaði svars við þessari fyrirspurn hús- byggjandans hjá Steinari Geirdal, byggingafulltrúa. Sagði hann að hér hefði verið um undantekningu að ræða vegna þess að verið væri að vinna að gerð fjár- hagsáætlunar, og eins þess, að garðyrkjustjóri sit- ur fundi með byggingafull- trúa, og var núverandi að- stoðarmaöur hans að koma eftirmanni sínum inn í starf garðyrkjustjóra. Eldur í 12 tonna plastbáti Um kl. 3 aðfaranótt sunnudagsins 30. jan. sl. var Slökkvilið Miðnes- hrepps kvatt út, en þá var mikill eldur í 12tonna plast- báti, m.b. Guðdísi GK 158, er lá við bryggju í Sand- gerði. Báturinn sem var smíðaður 1979 er í eigu Trausta Þórðarsonar í Sand gerði og Eyjólfs Kristjáns- sonar í Garði. Jón Norðfjörð slökkvi- liðsstjóri í Sandgerði, sagði í viðtali viö blaðiö, aö álitið væri að eldsupptök væru út frá rafmagni, en eldurinn mun hafa komið upp ívélar- rúmi og þaðan komist upp um loftventil og ístýrishús- ið að utanverðu. Þegar slökkviliðiö kom ávettvang skíðlogaði stýrishúsið að aftan, auk þess sem eldur var kominn inn um glugga í stýrishúsinu. Þá var eldur- inn að verða kominn i gegn- um þilið milli lúkars og vél- ar. Er báturinn töluvert brunninn og varttalið borga sig að gera við hann aftur. Hann var tryggður hjá Vél- bátatryggingu Reykjaness. epj. í miðju íbúðahverfi Halda mætti aö mynd þessi væri tekin uppi á flugvelli, en svo er ekki, heldur í miöju íbúöahverfi ÍNjarövik, nánartiltekiö viö Borg- arveg. AUGLÝSINGASÍMINN ER 1717 PHIL og STEVE MAHRE nota aðeins það besta, SMITH - skíðagleraugu. smiTH Einkaumboð á íslandi: Gleraugnaverslun Keflavíkur Hafnargötu 27 - Sími 3811 ÞU FINNUR Aim HEIMINN IHOLWNDI Þaö er nánast sama hvers þú leitar - þú finnur allar útgáfurnar í Amsterdam! Fólk, verslun, tíska, menning, listir, veitingahús, skemmtistaðir, kaffihús, - Amsterdam á þetta allt - alls staðar að úr heiminum. Arnarflug flýgur til Amsterdam alla þriðjudaga og föstudaga. Hafðu samband við söluskrifstofuna - Amsterdamflugiö opnar þér ótal leiðir til styttri eða lengri ferða um Amsterdam, Holland eða Evrópu - sprengfullum af spennandi dægradvöl fyrir þig og þína. /Imsterdam áœtlunin - frábœr feröamöguleiki Hafið samband við söluskrifstofu Arnarflugs, Keflavíkurflugvelli eða umboðsmenn ferðaskrifstofanna í Keflavfk. Flugfélag með ferskan blæ ^fARNARFLUG Keflavíkurflugvelli Herb. 21 Opið 9-12 virka daga Sími 92-2700

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.