Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.02.1983, Qupperneq 11

Víkurfréttir - 17.02.1983, Qupperneq 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 17. febrúar 1983 11 GAMMUR SKRIFAR: Er verið að breyta kjördæmaskipan fyrir frambjóðendur og flokkana? Litið við að tjaldabaki Það hefur tæpast farið framhjá neinum, að nú er unnið af fullum krafti að endurskoðun kjördæma- málsins svokallaða. Sú end- urskoðun kallar óhjákvæmi lega á breytingar á stjórnar- skrá og jafnhliða á breyt- ingar á kosningalögum. Stjórnarskrárnefndin, sem setið hefur undirstjórn Gunnars Thoroddsen árum saman, sendi frá sér í des- ember sl. rit eitt mikið um kjördæmamálið, þar sem slegið var upp ýmsum möguleikum til leiðrétting- ar á núverandi stöðu mála. Einum 50-60 leiðum var varpað fram. Flestir valkost- irnir leiddu til minnkandi misvægis milli þéttbýlis og dreifbýlis. Eitt er þó athygl- isvert: Ekd ein af þelm 50-60 tlllögum, sem flnna mátti I þessum doðranti stjórnarskrárnefndarinnar, geröf ráö fyrlr því aö 3/5 hluti þjóöarlnnar heföi kost á þvf aö kjósa meira en helming þingmanna. Meö öörum orðum, þá var hvergi gert ráö fyrir því, að Reyk- vfkingar og Reyknesingar, sem tetja 59% af fbúum .illr- ar þjóöarinnar, gætu kosiö melrihluts þingmanna. Þetia þýðir einnig, að það hafi ekki hvarflað að rnönn- um í þessari merku nefnd, að virða þau grundvallar- mannréttindi, að atkvæða- réttur ætti að vera jafn, sama hvar fólk væri búsett á landinu. Að vísu komu fram hugmyndir um aö landið yrði allt gert að einu kjör- dæmi og sú skipun mála Billiard: myndi sjálfkrafa tryggja að atkvæðaréttur manns í Sandgerði yröi samur og konu vestur á fjörðum. Þessi hugmynd fékk þó engar undirtektir og dó drottni sínum fljótlega í nefndinni. LÖGBINDA ÓJÖFNUÐ Það hlýtur að vekja furðu þau sjálfsögðu sjónarmið, að allir fslendingar hafi sama kjörrétt, virðast hafa hlotið lítinn hljómgrunn í stjórnarskrárnefndinni. Og nú sitja formenn stjórn- málaflokkanna með sveitt- an skallann og reyna að koma saman í einn pakka, sjónarmiðum sínum í kjördæmamálinu. Heldur ekki þar dettur neinum for- mannanna það í hug, að hampa þeim skoðunum, að menn séu ekki flokkaðir í 1. flokks kjósendur og 2. flokks kjósendur eftir búsetu á landinu, heldurað allir hafi sama rétt. Hve lengi ætla íbúar á Suðvesturhorninu að láta skipa sér í flokk óæðri kjós- enda, sem hafa aðeins tak- markaðan kosningarétt í samanburði við dreifbýlis- kjördæmi? SKIPTA UM STRAUM Fleiri atriða er sárlega saknað í umræðunni um kjördæmamálið. Hvarert.d. stödd sú hugmynd, að Reykjaneskjördæmi verði skipt um Straum ogaðSuð- urnesin verði sérstakt kjör- dæmi? Á þessa hugmynd er Vaiur Ketilsson vann Janúar-mótið Valur Ketilsson sigraði i janúar-mótinu í biiliard. Lék hann mjög vel í úrslitunum og vann alla sína andstæð- inga. Pál! Ketilsson varð annar eftir úrslitaviðureign við Tómas Marteinsson, sem ! varð þriðji. Staðan í stigakeppninni er því þessi: stig: Jón Óli ............. 5 stig Valur Ketilsson ... 3 stig Óskar Halldórsson 3 stig Tómas Marteinsson 3 stig Páll Ketilsson ...... 2 stig Börkur Birgisson .. 2 stig pket. Vaiur Ketilsson ekki minnst. Spurt er: Hvers vegna ekki? AUKIÐ PERSÓNUVAL Og þriðja atriðið, sem allt- of lítið er taláð um. Flestir eru um það sammála, - í orði kveðnu a.m.k. - að auka þurfi persónuval kjósenda í kosningunum sjálfum. Danir hafa t.d. þann hátt á, að á framboðslistum flokk- anna eru frambjóðendur ekki númeraðir, heldur er ætlast til þess að kjósendur viðkomandi flokks raði mönnum upp eftir eigin ósk. Þannig er raunar búið að flytja prófkjör flokkanna inn í sjálfan kjörklefann. Flokkarnir sjálfir virðast hræddir við að færa aukin völd í hendurnar á kjósend- um og hugmyndir um aukið persónuval kjósenda eiga því erfitt uppdráttar í sum- um stjórnmálaflokkum. Einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni, að öll umræðan um kjördæma- máliö og þær tillögur sem hafa verið viðraðar í því máli, beri keim af því hvern- ig flokkarnir sjálfir tryggi tilvist sína í framtíðinni og einnig tryggi hin nýja kjör- dæmaskipan, að ákveðnir flokksgæðingar haldi sæt- um sínum á þingi. Minna fari oft fyrir þvi, að menn hugsi sem svo: Hvaö kemur kjósendum best, hvernig er lýðræðið best tryggt? FYRIR FRAMBJÓÐENDUR??? Einmitt í þessu sambandi er fróölegt til þess að vita, að nú munu stuðnings- menn Ólafs Ragnars Gríms- sonar og Geirs Hallgríms- sonar mjög áfram um það, að kosningalögum verði breytt nú þegar, þannig aö einhver fjölgun þingmanna verði á suðvesturhorninu strax í næstu kosningum. Nú allt í einu bráðliggur á að breyta þingmannatölu suð- vesturhornsins. Ekki endi- lega vegna þess að þaö sé réttlátt gagnvart meirihluta kjósenda. Nei, heldur til þess að tryggja að ákveðnir frambjóðendur falli ekki út af þingi!!! Gammur Prjónakonur Kaupum fallegar vel prjónaða sjónvarps- sokka, 60 cm langa. Móttaka miðvikudaginn 23. febrúar n.k. kl. 13.15 að Iðavöllum 14b. ÍSLENZKUR MARKADUR HF. Atvinnu- rekendur Atvinnurekendureru alvarlega minntiráað tilkynna bæjarsjóði Njarðvíkur um starfs- menn sína. Vanræksla á tilkynningaskyldu þessari, svo og vanræksla á að halda eftir kaupi starfsfólks upp í útsvar, veldur því að launa- greiðandi er ábyrgur fyrir útsvarsgreiðsl- um starfsfólks síns, sem eigin skuld. Bæjarsjóður - Innheimta Ný þjónusta á Suöurnesjum Höfum ákveðið að senda viðgerðarbíl á Suðurnesin til þjónustu á þvottavélum og smátækjum: Hoover, Zanussi, Indesita, Siwa, Siltal, Thermor, Eumeniz, Holland-Electric o.fl. Þeir sem hafa áhuga á þessari þjónustu, hafi samband við verkstæði vort í síma 81447 og panti tíma. Við sækjum einnig ryksugurog annaðsmádót, þegarviðerum á ferðinni. - 20 ára reynsla í viðgerðarþjónustu. - RAFBRAUT Suöurlandsbraut 6 - Reykjavík Siml 81447 og 81440

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.