Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.03.1983, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 10.03.1983, Blaðsíða 1
Léleg aflabrögð Eins og fram kemur í afla- skýrslum frá Keflavík, Sand- geröi og Grindavi'k, hafaafla- brögö veriö fádæma léleg það sem af er og í heildina mun minni en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir þaö að meiri- hluti janúarmánaöar þá fór í verkföll. Ef skoðaður er afli ein- stakra báta virðist Happasæll KE 94 skera sig úr með 243.9 tonn, en þetta segir þó ekki alla söguna, því nokkrir bát- ar, s.s. Helgi S., hafalandaöá yfirstandandi vertíð einhverj- um afla í Þorlákshöfn. Þá má einnig hafa það með, að nokkrir netabatar eru á útilegu og koma því með slægöan fisk að landi, án þess að það komi fram í aflaskýrslum, og því er sam- anburður ekki réttur. En þrátt fyrir það að dauft sé í mönnum hljóðið varð- andi aflabrögðin og fádæma ótíö aö undanförnu, líta menn björtum augum á komandi vikur með von um betri vertíð. - epj. Frá Keflavikurhöfn .,.„ .__,,„..__ ,. mjrii'Tiiiil ....... J........I l"ll.......T" . Ljósm.: pkel. Niðurgreidd raforka? Á fundi í rafveitunefnd Keflavíkur17. febr. sl. varraf- veitustjóra faliö að fá úr því skorið, hvort rafveiturnar á Suðurnesjum fengju raforku til hitanotkunar niðurgreidda sbr. skýrslu nefndar um jöfnun upphitunarkostnaðar í áföngum. Rafhitun á Siglu- firði og Vestmannaeyjum er t.d. þegar niöurgreidd, þrátt fyrir að þar séu hitaveitur. Meðan þessi könnun verð- ur gerð leggur nefndin til að leyfileg hækkun komi á alla taxta, en hún var 23.1 %frá 1. febrúar 1983. Forsenda þess- arar beiðni er að hækkun á heildsöluverði varð29%frá1. febrúar og annar rekstrar- Sr. Jón Thorarensen heiðraður Laugardaginn 5. marz sl. stóðu Leikfélag Keflavíkurog Bæjarbókasafnið fyrir kynn- ingu á ritverkum sr. Jóns Thorarensen I tilefni af 80 ára afmæli hans í október sl. í upphafi flutti Andrés Kristjánsson fyrrverandi rit- stjóri, erindi um sr. Jón og rit- störf hans og kom víða við. Þórdís Þormóðsdóttir las úr Útnesjamönnum, Guðríður Magnúsdóttir úr Rauðskinnu og Albert K. Sanders úr Litla skinninu. Karlakór Keflavík- ur söng Útnesjamenn eftir Ólínu og Herdísi Andrésdæt- ur, en þær eru frænkur sr. Jóns. Leifur ísaksson, for- maður SSS, flutti ávarp og færði skáldinu Skarðsbókað gjöf frá Sambandi sveitarfé- laga á Suðurnesjum. Þórar- inn St. Sigurðsson, sveitar- stjóri í Höfnum, flutti einnig ávarp og tilkynnti að sam- þykkt hefði verið á hrepps- nefndarfundi í Höfnum að gera sr. Jón að heiðursborg- ara Hafnahrepps. Kynnir á samkomunni var Hilmar Jónsson, bókavörður. Að lokum flutti sr. Jón nokkur þakkarorð. Sagði hann m.a. að þetta væri í fyrsta sinn sem sér væri sýndur slíkur sómi opinber- lega, og þætti sér þeim mun Jón Thorarensen ásamt konu slnnl, Ingibjörgu, og dostrum vænna um það, sem hann kæmi frá Suðurnesjamönn- um. Bókmenntakynningin var allvel sótt og undirtektir góðar. E.J. Sprengjuhótun Um kl. hálf-sex mánudag- inn 28. febr. sl. hringdi ung karlmannsrödd í Verslunar- bankann og tilkynnti að sprengja myndi springa f bankanum innan stundar. Fór lögreglan í Keflavík strax á staöinn og var hafist handa við að flytja fólk út úr bankanum, Bústoö og skrif- stofum þeim sem í húsinu eru. Leituðu lögreglumenn síð- an að sprengjunni í bankan- um, en engin fannst. Skv. síð- ustu fréttum hefur ekki komist upp hver á símtalið. epj. Næsta blað kemur út 17. marz Andrés Kristjánsson fluttl ávarp um rítstörf Jóns kostnaður fer sífellt hækk- andi vegna veröbólgu. Komið hafa fram óánægju- raddir með mismunandi hita- taxta á svæðinu. Rafveitu- nefnd Keflavíkur leggur áherslu á að unniö veröi aö samræmingu allra raforku- taxta á Suðurnesjum, þar sem í Ijós hefur komið að nokkur munur er ennþá á þeim. Rafveitunefnd telur eðlilegt að rafveitan reyni aö selja hitaorkuna eins hag- kvæmt og hún getur, fyrir- tækinu að skaðlausu. - epj. Sjómælingar í Helguvík Að undanförnu hafa staðið yfirsjómælingarvegnabygg- ingar væntanlegra hafnar- mannvirkja í Helguvík. Til að framkvæma mæling- ar þessar hafa mælinga- menn tekið á leigu björgun- arbát Slysavarnafélagsins, m.b. Gísla J. Johnsen. - epj. Hentugt fyrir aldraða Hilmar Hafsteinsson hefur hafið byggingu 8 íbúða sambýlishúss að Birkiteig 4-6 ( Keflavík. Er hér um að ræða íbúöir hentugarfyrir aldraða. - epj/pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.