Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.03.1983, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 10.03.1983, Blaðsíða 8
VÍKUR-fréttir Næsta blað kemur út fimmtudaginn 17. marz. ~ Margeir Pétursson, alþjóðlegur meistari: Suðurnesjamenn eiga gott skákmannsefni Tilkynning frá Brunabótafélagi íslands Laugavegi 103 - Reykjavik Sparisjóðurinn í Garði hefur tekið við úti- búi okkar á staðnum, og verðurafgreiðslan framvegis þar. Opnunartími verður sem hér segir: Frá mánudegi til föstudags kl. 9.15-12.30 og 13.30 -15.30. Veitum alla tryggingaþjónustu. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS ÚTBOÐ Bæjarsjóður Keflavíkur óskar eftir tilboð- um í gerð gatna og lagna. Útboðsgögn eru afhent á tæknideild bæjarins, föstudaginn 10. marz kl. 13-16, gegn 500 kr. skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu bæjar- tæknifræðings, þriðjudaginn 15. marz kl. 11.00. Bæjartæknifræðingur Þó aðstaða til skákiðkun- ar og þjálfunar sé langbezt í Reykjavík hafa nýlega komið fram á sjónarsviöið bráðefnilegir ungir skák- menn utan af landsbyggð- inni sem gefa jafnöldrum sínum af höfuðborgar- svæðinu lítið eða ekkert eftir. Einn þeirra er Björgvin Jónsson, 18 ára skólapiltur úr Njarðvík, en hann hefur í nokkurárverið meðal hinna fremstu af yngstu kynslóð- inni. Björgvin varð skák- meistari Keflavíkur aðeins 15 ára gamall og tvö undan- farin ár hefur hann borið sigur úr býtum á Skákþingi Suðurnesja og er því óum- deilanlega orðinn öflugast- ur i sinni heimabyggð þrátt fyrir ungan aldur. En til þess að ná auknum þroska í skáklistinni er nauðsynlegt að etja kappi við sífellt öflugri mótstöðu og Björgvin og fleiri áhuga- samir skákmenn af Suður- nesjum hafa orðið að sækja hana til höfuðborgarinnar, en þangað aka þeir mörg kvöld í viku þegar kappmót standa yfir. Einnig á þeim vettvangi hefur Björgvin vakið athygli fyrir ágætan árangur en þó e.t.v. ekki síður bráð- skemmtilega og hug- myndaríka taflmennsku. Þannig hafa margar skáka hans birst í skákdálkum dagblaðanna svo að óvænt- ar fléttur hans og brögð eru orðnar kunnar á meðal flestra íslenskra skák- manna. Björgvin hefur tekið mjög jöfnum framförum siðan hann byrjaði að taka þátt í mótum í Reykjavík og með Sandgerðingar - Miðnesingar Þar sem fyrirhugað er að hefja byggingu verkamannabústaða í Miðnes- hreppi, hefur stjórn verkamannabústaða ákveðið að gera könnun um þörf og jafnframt á því hverjir eigi rétt til slíkra bústaða. Því eru þeir sem telja sig eiga rétt á íbúð í verkamannabústöðum og vilja nýta sér hann, beðnir að senda inn umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum, sem fást á skrifstofu Miðneshrepps. Umsóknir þurfa að berast stjórn verkamanna- bústaða, Tjarnargötu 4, Sandgerði, fyrir 7. apríl n.k. Með allar persónu- legar upplýsingar verður farið sem trúnaðarmál. Skilyrði sem sett eru samkvæmt reglugerð um byggingu verkamanna- bústaða: Meðalárstekjur hjóna á árinu 1980-1982 mega ekki hafa verið hærri en 141.000 og fyrir hvert barn kr. 12.500 að auki. Barnmargar fjölskyldur skulu að öllu jöfnu ganga fyrir íbúðum í verka- mannabústöðum. Þeir sem öðlast rétt til íbúðar í verkamannabústöðum skulu greiða 10% byggingarkostnaðar á byggingartímanum, eftir nánari ákvörðun stjórn- ar verkamannabústaða. Standi umsækjandi ekki í skilum með greiðslur á tilsettum tíma, fellur réttur hans til íbúðarinnar niður. Skal honum þá endurgreidd sú fjárhæð sem hann kann að hafa greitt, án vaxta eða verðbóta. Ekki er hægt að veðsetja íbúð í verkamannbústöðum fyrir öðrum lánum en þeim sem hvíla á íbúðinni hjá Byggingasjóði verkamanna, fyrr en að fimmtán árum liðnum frá útgáfu afsals. Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur Óskarsson á skrifstofu Miðnes- hrepps, mánudaga-föstudaga kl. 9-12 f.h. Stjórn verkamannabústaða í Miðneshreppi engin nýlunda, því hann hefur teflt á helgarmótum tímaritsins ,,Skák“ og ný- lega gerði hann jafntefli við Helga Ólafsson, alþjóðleg- an meistara, á móti sem Flugleiðir gengust fyrir. Björgvin hefur nokkrum sinnum slegist í för með Reykjavíkurunglingunum til keppni erlendis og þá jafnan ekki gefið þeim neitt eftir. Hann stóð sig t.d. mjög vel í heimsmeistara- keppni unglingasveita fyrir 16 ára og yngri sem háð var í Danmörku og náöi beztum árangri af varamönnum, vann allar þrjár skákir sínar og átti því stóran þátt í því að íslensku piltarnir urðu i fiórða sæti í keppninni. Arangur sveitarinnar hefði þó e.t.v. getað orðið enn betri ef Björgvin hefði feng- ið að tefla meira, en félagar hans í sveitinni voru þeir Jóhann Hjartarson, Jó- hannes Gísli Jónsson, Elvar Guðmundsson og Karl Þorsteins og hægara sagt en gert að ryðja slíkum stjörnum úr sæti. Auk þess hefur Björgvin teflt í keppni íslenskra ungl- inga við bandaríska jafn- aldra sína úr skákskóla Collins og farið í þeim erindum til Bandaríkjanna. Þá hefur hann teflt á ungl- ingamóti i Skien í Noregi og á Norðurlandamótinu i Svi- þjóð 1979. Eins og áður segir hefur skemmtilegur skákstíll Björgvins vakið athygli margra og það væri vissu- lega ánægjulegt ef hann næði að komast upp í raðir okkar fremstu skákmanna, sem sumir hverjir eru held- ur lítið fyrir að raska jafn- vægi stöðunnar og auk þess oft fastheldnir á troðn- ar slóðir. Að lokum, tvær af fléttum Björgvins. Skákþlng Reykjav. 1980: Hvitt: Lárus Jóhannesson Svart: Björgvln Jónsson Slkileyjarvörn 1. e4-c5 2. Rf3-d6 3. Bb5f-Rc6 4. 0-0-Bd7 5. C3-Rf6 6. He1-a6 7. Ba4-c4 8. d4-cxd3 (Framhjáhlaup) 9. Bg5- Re5 10. Bxf6-gxf6 11. Rxe5-fxe5 12. Bb3- Dc8 13. Dxd3-Bh6 14. c4-Hg8 15. Rc3-Bc6 16. Rd5-Dg4 17. g3-Hd8 18. Had1-Hg6 19. Rb4- Bd7 20. Dd5-Hf6 21. Dxb7-Df3 22. Rd5-Dxf2f 23. Kh1-Df3f 24. Kg1 Björgvin Jónsson, skákmaöurinn ungi Hér áttu allir von á því að Björgvin myndi sætta sig við jafntefli með þráskák, því hvítur á ýmsar hótanir í stöðunni t.d. 25. Rxf6t, 25. Ba4eða25. c5. En Björgvin finnur ótrúlegan leik: 24. ...-Be3t II 25. Hxe3 Ef 25. Rxe3þáDf2t 26. Kh1-Hh6 27. Rf1-Bg4. 25. ...-Df2t 26. Kh1-Hh6 27. h4-e6 28. Rc7t-Ke7 29. Hed3-Hxh4t ! Þessi hróksfórn brýtur niður siðustu varnir hvíts. 30. gxh4-Dxh4t 31. Kg1- Hg8t 32. Kf1-Dh1t og hvítur gafst upp, enda stutt eftir í mátið. Skákþing Reykjav. 1982: Hvítt: Óttar F. Hauksson Svart: Björgvin Jónsson Kóngsindversk vörn 1. d4-Rf6 2. c4-g6 3. Rc3-Bg7 4. e4-0-0 5. Be3-d6 6. f3-Rc6 7. Dd2-a6 Björgvin kýs yfirleitt byrj- anir sem leiða til mjö'g hvassrar baráttu. Þetta af- brigði Kóngsindversku varnarinnar er einmitt vel fallið til sliks. 8. 0-0-0-He8 9. Kb1- Hb8 10. Rge2-b5 11. cxb5-axb5 12. Rc1-b4 13. Rce2-e5 14. d5-Ra5 15. b3-c6 16. dxc6-dft!? Hvítur hefur teflt hægfara og því hrifsar Björgvin til sín frumkvæðið. 17. Ba7?-Ha8 18. Bc5- Rxc6 19. Rg3-Da5 20. Bf2-dxe4 21. Rxe4-Bf5 22. Bd3-Rd5 23. Re2 -Rd4 24. Bxd4-exd4 25. g4-Rc3t 26. R2xc3-dxc3 27. Dc2-Be6 28. Rd6 28. ...-Dxa2t !! Þessi glæsilega drottn- ingarfórn kemur hvíta kóngnum í opna skjöldu. 29. Dxa2-c2t ! 30. Bxc2- Hxa2 31. Kc1 Hvítur verður mát í öðrum leik eftir 31. Kxa2 og reynir því fremur að bjarga sér á flótta. 31. ...-Bh6t 32. Kb1- Hea8 33. Be4-Ha1t 34. Kc2-H8a2t 35. Kd3- Hxdlt 36. Hxd1-Bxb3 37. He1-Hd2 mát.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.