Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.03.1983, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 17.03.1983, Blaðsíða 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 17. marz 1983 5 Óskemmtileg reynsla rafvirkja á Keflavíkurflugvelli: Hermenn beindu vélbyssum að þeim við vinnu sína íslenskir rafvirkjar uröu fyrir óskemmtilegri reynslu er þeir voru við vinnu sína á Keflavíkurflugvelli fyrir síð- ustu helgi. Var þetta síðla kvölds og virðist það hafa vakið grunsemd hermanna sem voru við gæslustörf á flugvellinum með þeim af- leiðingum að „Marines'- piltar komu aðvífandi og beindu vélbyssum að raf- virkjunum og var ein byss- an meira að segja á þrífæti. Rafvirkjarnir héldu fyrst að um grín væri að ræða en það breyttist fljótt þegar þeim var skipað að rétta upp hendur. Þeir íslensku sýndu skilríki sín og var þeim síðan sleppt að nokk- urri stund liðinni. Héldu hermennirnir að þarna væru íslenskir njósnarar að snuðra. Blaðið hafði samband við Þorgeir Þorsteinsson, lög- reglustjóra á Keflavíkur- flugvelli, og staðfesti hann þennan atburð og sagði að rafvirkjarnir hefðu farið inn um rangar dyr í einu flug- skýlinu sem þeir voru að vinna við, og það hefði vakið grunsemd hermann- anna með fyrrgreindum af- leiðingum. Gott í trollið Þegar blaðið hringdi í Jón Júlíusson á hafnarvigtinni í Sandgerði í gærmorgun, var hann tregur á aflafréttir, því lítið fiskaðist. Nokkrir bátar fengju sæmilegan afla, en hjá meirihlutanum væri þetta ræfilslegt. Um línubátana sagöi hann að kropp hefði verið hjá þeim stærri en mjög lé- legt hjá þeim minni. Trollbátarnir hefðu aftur á móti verið að fiska ágæt- lega undanfarna daga og væri þar um að ræða ýsu, sem fengist í Reykjanes- röstinni. Frést hefur að röstina. Frést hefur að sumir hafi jafnvel fengið 20-30 tonn eftir 2-3 daga. epj. Að loknu prófkjöri Að sögn Þorgeirs lögðu rafvirkjarnir ekki fram kæru til lögreglunnar en fóru fram á að það yrði við her- mennina talað og þeim yrði gert grein fyrir því að fara þyrfti varlega með vopn og ekki flagga þeim að óþörfu. Málið er nú alfarið í hönd- um Varnarmáladeildar ut- anríkisráðuneytisins. pket. glugga- og hurðaverksmiðja NJARÐVÍK - Sími 1601 Slökkvitækja- þjónusta Suðurnesja Kolsýruhleðsla - Dufthleðsla Viðhald og viðgerðir á flestum tegundum slökkvitækja. Reykskynjarar - Rafhlöður Brunaslöngur - Slökkvitæki Uppsetning, ef óskað er Viðurkennd eftirlitsþjónusta handslökkvitækja í bátum og skipum. Slökkvitækjaþjónusta Suðurnesja Háaleiti 33 - Keflavík - Sími 2322 Leyfilegt verð Robin Hood hveiti ................................ 92,10 Hjúpsúkkulaði, Móna............................... 49,70 Kókosmjöl, 100 gr................................. 8,90 Santos kaffi ..................................... 24,40 ÍVA þottaefni, 3 kg .............................. 96,70 Man shampoo, 1 Itr................................ 73,10

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.