Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.03.1983, Side 5

Víkurfréttir - 24.03.1983, Side 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur24. marz 1983 5 Iðnráðgjafi og Iðnþró- unarsjóður Suðurnesja Um sl. áramót var Jón Unndórsson ráöinn sem iðnráögjafi á vegur Sam- bands sveitarfélaga á Suð- urnesjum. Þar sem hér er um nýtt starf að ræða lék blaðinu forvitni á að fræð- ast nánar um í hverju það væri fólgið, og því var tekið viðtal við Jón á skrifstofu SSS, að Brekkustíg 36 í Njarövík. Sagði Jón að starf sitt væri fólgið í að aðstoða fyrirtæki hér á Suðurnesj- um. „Aðstoð þessi gæti verið ýmis konar, en mér hefur virst að hún væri aðal- lega fólgin í þvi að aðstoða menn við að sækja um lán úr lánasjóðum iðnaðarins," sagði Jón. ,,Nú, einnig get ég veitt annars konar að- Kennarar unnu Kennarar úr Grunnskóla Keflavíkur sigruðu í firma- keppni Knattspyrnuráðs ÍBK sem háð var um síðustu helgi. í kennaraliðinu voru þeir Guðni Kjartansson, Villi Ketils, Steinar Jó- hanns, Gunnar Jóns og Axel Sigurbjörns. Eins og sjá má er þetta harðsnúið lið, en í öðru sæti urðu (slenskir Aðalverk- takar og í 3. sæti Tréborg úr Garðinum. - pket. stoð, t.d. tæknilega aðstoð við að þróa nýja vöruteg- und, þ.e. kanna markaðinn áður en farið er út í að fram- leiða einhverja vöru. Ég er bæði tæknilegur ráðunaut- ur SSS auk þess sem ég að- stoða einstaklinga sem leita hingað, varðandi atvinnu- mál iðnaðarins, þannig aö ef þetta er tekiö saman felst starfið í að vera tengiliður milli fyrirtækjaáSuðurnesj- um og tæknistofnana í Reykjavík, þ.e. Iðntækni- stofnunar eða Rannsóknar- stofnunar byggingariðnað- arins og fleiri álíka stofnana sem hægt er að leita þjón- ustu til." Mikill hluti starfsins fer því í að aðstoða menn við að afla fjármagns til hvers konar uppbyggingar í iðn- aðinum, og því spurðum við Jón hvaða sjóðir það væru sem veittu fjármagn í þetta. ,,lðnlánasjóður veitir stofnlán til húsbygginga og vélakaupa. Iðnþróunar- sjóöur aðstoðar fyrirtæki sem eiga í samkeppni við innflutning frá EFTA-lönd- unum. Iðnrekstrarsjóður veitir styrki til að þróa nýja vöru og til að taka þátt í al- þjóðlegum sýningum. Auk þessa eru til fleiri sjóðirs.s. rekstrarsjóður og fram- leiðslusjóður, þar sem veitt eru lán fráSeðlabankanum. Þessu til viðbótar eru Byggðasjóður og Fram- kvæmdasjóður." Þeir sjóðir sem að framan eru taldir geta aðeins veitt samtals 70% af umbeðinni fjá'rhæð og því sagðist Jón nú vera að vinna að stofnun lönþróunarsjóðs Suður- nesja. Að vísu væri kominn vísir að þessum sjóði með stofnun Iðnþróunarsjóðs Keflavíkur, en æskilegt væri að þessir sjóðir yrðu sam- einaðir í einn. Að lokum sagðist Jón Unndórsson vonast til að fólk kæmi til sín þó ekki væri nema til að taka í hend- ina á sér og heilsa sér, þvi ýmislegt gæti komið í Ijós sem fólk ekki vissi áður.,, Ég er hér til að aðstoða fólk varðandi þessi atvinnumál, stofnun fyrirtækja og ráð- leggingar varðandi þau og ýmislegt annað." - epj. SAMKAUP SAMKAUP amL T Sími 1540 Sími1540 HELGARTILBOÐ: NÝIR ÁVEXTIR: Leyft verð Tilboðsverð Rauð epli ................. 45,00 35,00 Græn epli ................. 35,00 26,50 Appelsínur ................ 39,90 31,90 NIÐURSOÐNIR: Bl. ávextir 1/1 dós ... Bl. ávextir 'A dós . Ananas, kurl. Vz dós .. Leyft verð Tilboðsverð 71,95 58,55 47,10 38,20 19,75 15,95 14,80 11,00 Mokka molasykur .... ÚR KJÖTBORÐINU: Léttreyktir lambahryggir kr. 118,00 - Léttreyktar lambarúllur kr. 125,00 London lamb kr. 185,00 - Úrbeinaðir hangiframpartar kr. 125,00 Svefnpokar kr. 575,00 - Simba apaskinn- og flauelsbuxur kr. 398,00 ÖLL PÁSKAEGG MEÐ STÓRAFSLÆTTI. Sími1540 Sími1540 SAMKAUP SAMKAUP

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.