Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.03.1983, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 24.03.1983, Blaðsíða 6
b Hmmtudagur24. marz1983 VÍKUR-fréttir Auglýsendur athugið Vegna páskahátíöar kemur næsta blað út miövikudaginn 30. marz. Auglýsingar veröa því að berast fyrir hádegi n.k. mánudag. TORG - TORG-ÍS Allt í fermingarveisluna hjá okkur. SÆLGÆTI - TÓBAK - ÖL (lánum umbúðir) Einnig ÍSTERTUR af öllum gerðum. Pantið tímanlega. - Símar 2674, 2332. ísbarinn auglýsir ÍS - SHAKE - HEITT KAKÓ GOS - ÖL - SAMLOKUR SÆLGÆTI 10% afsláttur af PÁSKAEGGJUM. Handknattleiksdeild Reynis 3ja ára og Leikur í 2. deild næsta keppnistímabil Reynir úr Sandgerði tryggöi sér endanlega sæti í 2. deild aö ári, er þeir sigr- uöu Skallagrim og Ogra í síöustu viku. Leikiö var við Skallagrím uppi í Borgarnesi sl. fimmtu dag og unnu Reynismenn frekarléttan sigur þráttfyrir harða mótspyrnu heima- manna í byrjun leiksins á meðan Sandgerðingarvoru aö ná sér eftir sjóferðina, sem lagðist frekar illa í suma. Lokatölur uröu 34:21, en staðan í hálfleik var 17:11. Markahæstur var Daníel Einarsson með 9 mörk og Heimir Morthens meö 6 mörk. Á föstudag var leikiö við ögra ííþróttahúsinu íSand- gerði, og unnu Reynismenn stóran sigur, 39:16 íslökum leik, en staöan í hálfleik var 17:11. Yfirburöir Reynis- manna voru miklir en nýt- ing dauöafæra var mjög léleg, samt skoraði liöiö 39 mörk, sem sýnir best getu Siguröur Óli vippar laglega yfir markmann ögra. Danny hefur skorað 93 mörk í 3. deildinni í vetur. mótherjans. Danni varaftur markahæstur með 10 mörk og var sá eini sem eitthvað sýndi. Hefur hann því skor- að 93 mörk í deildinni í vet- ur. Heimir Morthens og Sigurður Guönason voru næstir með 4 mörk hvor. Reynismenn unnu mjög góðan sigur á Aftureldingu sem leikur í 2. deild í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar, 32:25, en þessi leikur var háður í lok síðasta mánað- ar. Eru Reynismenn því komnir í 8 liða úrslit og því allar líkur á því að þeir fái sterka mótherja í næstu umferð, sem gæti orðið lið úr 1. deild. - pket. Myndatökur við allra hæfi Pantið fermingarmyndatökur tímanlega. nymynD Hafnargötu 26 - Keflavík - Simi 1016 Gengiö inn frá bíiastæöi. ANETA-lamparnir margeftir- spuröu komnir í miklu úrvali. Fermingargjöf sem gleður. BÚSTOÐ, Keflavík UMFN íslandsmeistarar í 2. flokki kvenna 2. flokkur kvenna í Njarð- víkunum varð íslandsmeist- ari í ár. Töpuðu stúlkurnar aðeins einum leik í vetur og stóðu þær sig glæsilega. 3. flokkur karla í Keflavík varð bikarmeistari í síðustu viku er þeir sigruðu Grinda- vik í úrslitum, 39:48 og fór Guðjón Skúlason á kostum í leiknum og skoraði 28 stig af 39 stigum (BK. - pket. Einvarður Jóhannsson, einn besti maður 4. fl. (BK, skorar hér laglega.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.