Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.03.1983, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 24.03.1983, Blaðsíða 7
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur24. marz1983 Úrslitaleikur úrvalsdeildarinnar 1983: Frábær endasprettur ÍBK dugði ekki „Þetta var hreinn og beinn þjófnaöur," sagöi Axc-I Niku- lásson, efnn besti maður ÍBK í úrslitaleik úrvalsdeildar, er háöur var í Laugardalshöllinni á mánudagskvöldið. Vissu- lega sterk orö hjá Axel, en á lokasekúndum leiksins kom upp vafasamt atvik þegar Brad Miley braust inn í teiginn þegar 7 sekúndur voru eftir, en þá var brotiö á honum og allir héldu aö Brad fengi 3 vítaskot. Öllum aó óvörum voru dæmdar 3 sekúndur á Keflvikinga og Valsmenn fengu bolt- ann og héldu honum þaö sem eftir var og því var sigurinn þeirra og fslandsmeistaratitíllinn með. Lokatölur urðu 88:87, en staðan í hálfleik var 45:43 fyrir Val. Þessi úrslitaleikur ís- landsmótsins var frábær, hraði mikill frá fyrstu mín- útu til hinnar síðustu, hittni leikmanna góð og gífurleg spenna allan tímann. Valsmenn höfðu yfir- höndina allan leikinn þó munurinn hafi ekki verið mikill, og Keflvíkingar náðu aðeins að jafna tvisvar í leiknum og það í fyrri hálf- Dwyer, Axel, Torfi og Jón Kr. í leik liðanna hér í Keflavík Adidas New York æfingagallar Verð kr. 2.244. 0 Slml 2006 ^ Hringbraut 92 - Keflavik leik. Valur með Kristján Ágústsson í fararbroddi náði mest 10stigaforskoti i fyrri hálfleik, 33:23, en Kefl- víkingar gáfust ekki upp, og þegar flautað var til leikhlés var staðan 45:43 fyrir Val. Strákarnir frá Hlíðarenda byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og hittu hvað eftir annað ofan í körfuna og þegar um 10 mínútur voru eftir höfðu Valsmenn náð Fylkir-ÍBK 18:12 Keflavík og Fylkir léku fyrir stuttu í íþróttahúsinu í Keflavík. Fylkismenn unnu öruggan sigur 18:12, en staðan í hálfleik var 9:7 fyrir gestina. Keflavík náði að jafna 9:9 með góðri baráttu, en síðan ekki söguna meir. Siggi Björgvins var bestur Keflvíkinga og skor- aði sex mörk, Gutti og Jón Olsen báðir með 2 mörk. pket. Næsta blað kemur út 30. marz. 12 stiga forskoti og þá var eins og Keflvíkingar vökn- uðu við vondan draum og fóru að sækja á. Náði ÍBK að minnka muninn í 2 stig, 78:76, en þegar 1.40 mín. vareftirvarValuryfir, 88:80, en þá skoraði (BK 7 stig í röð og munurinn aðeins 1 stig þegar 16 sek. voru eftir og lokasekúndunum hefur verið lýst. Jón Kr. og Axel ásamt Brad voru mjög góðir hjá Keflvíkingum og Jón Kr. fór á kostum í fyrri hálfleik. Porsteinn og Björn Víking- ur áttu einnig ágætan leik, þó Steini hafi ekki náð eins góðum leik og síðast, enda gætti Dwyer hans vel. Kristján Ágústsson, Dwyer og Ríkharður voru bestir Valsara í leiknum. Torfi hefur leikið betur, en Jón Steingríms er mjög drjúgur leikmaður. Þó svo að Keflvíkingar hafi tapað þessum tveim mikilvægu leikjum þá þurfa þeir ekki að skammast sín, því f rammistaða þeirra í vet- ur hefur verið frábær og liðið er mjög ungt og án efa lið framtíðarinnar. Stigin: Valun Kristján 26, Rík- harður 20, Dwyer 16, Torfi 16, Jón 10. ÍBK: Axel 24, Jón Kr. 21, Miley 17, Þorsteinn 16, Björn 5, Einar 5. BRAD MILEY - eftir leikinn: ,,Ég náði aldrei valdi á boltanum þegarég varinnií teignum, þess vegnaerekki hægt að dæma 3 sek. Vals- menn léku mjög vel einsog í bikarleiknum, enda þarf þess til að vinna okkur. Þetta tímabil með Keflvik- ingum er búiö að vera stór- kostlegt og ég er stoltur af þvi að hafa verip þátttak- andi meðstrákunum í vetur. Keflavík er lið framtiðarinn- ar og á örugglega eftir að vinna marga titla í framtíð- inni." pket. Sandgerðingar Suðurnesjamenn KJÓLAMARKAÐUR verður föstudag og laugardag. - Notið tækifærið. ÚRVAL AF FERMINGARGJÖFUM Nýkomið mikið úrval af FATNAÐI Á ALLA FJÖLSKYLDUNA. Y~~~y- ^VERSLUNIN Sandgerði - Sími 7415, 7650 ^seAKARfi fy^ Kransahorn Kransakökur Sálmabækur Fermingarskeyti Stalla- tertur Rjóma- tertur Skreytum brauðtertur ef pantað er í heilar veislur.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.