Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.03.1983, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 24.03.1983, Blaðsíða 9
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur24. marz1983 9 Steinsteypusögun hjá Kristjáni og Margeiri Hljóðlát - ryklaus og fljótvirk Steinsteypusögun er nokkuö nýleg þjónustasem þeir félagar Kristján Kristj- ánsson og Margeir Elentín- usson bjóöa upp á og hafa þeir bæöi vegg- og gólfsög til verkanna. Veggsögin sagar allan stein eöa stein- steypu og getur einnig sag- aö steypustyrktarjárn sem eru í steinsteypu og er það þágert þvertájárnin. Vegg- sögin sagar allt aö 37 cm djúpan skurö sé sagað annars vegar frá, en helmingi meira sé sagað beggja megin frá. Einnig hafa þeir félagar gólfsög til aö saga í gegnum gólf og plön. Með henni eru sag- aðar sprunguraufar til aö hindraóæskilegarsprungu- myndanir í gólf og plön. Þessar sagir geta þvi sagað m.a. í uppsteypta veggi, gólf, plön og malbik og helstu kostir eru þeir aö titringur er enginn, hávaði lítill, skurðurinn er hreinn og ekkert ryk myndast þar sem blöðin eru vatnskæld og það vatn sem kemur er sogað upp með þar til gerðri vatnssugu. Á meðfylgjandi mynda- syrpu sést hvernig sagað er úr vegg hjá fiskverkunar- húsi Óskars Ingiberssonar, en það var byrjað að saga kl. 13 og kl. 20 var komin hurð í. - pket. Fyrst er mátað UMFN - KR 84:98 Áhugalausir Njarðvíkingar urðu KR-ingum auðveld bráð Njarövíkingar og KR-ingar léku f úrvalsdeild körfubolt- ans sl. föstudagskvöld í Iþróttahúsinu i Njarðvik. Lauk leiknum með sigri KR-inga, 98:84, en staðan í hálfleik var 42:38 fyrír KR. Leikurinn var frekar daufur í byrjun. Liðin skipt- ust á um að hafa forustuna, en KR-ingar náðu þó fljót- lega yfirhöndinni, og er 7 mínútur voru búnar af fyrri hálfleik var staðan orðin 16:10 fyrir KR. Njarðvíkinpar voru mjög áhugálausir og sýndu enga baráttu. Þeim tókst þó að minnka muninn í 4 stig fyrir leikhlé, 42:38. í seinni hálf- leik breikkuðu KR-ingaraft- ur muninn og er 4 mínútur voru búnar af seinni hálf- leik var staðan orðin 44:54 KR-ingum í vil. Njarðvíking- ar sem voru baráttulitlir náðu aldrei að ógna sigri KR-inga. Stewart Johnson var besti maður KR-inga og var hittni hans mjög góð. Bill Kotterman sem lék sinn síðasta leik með Njarð- vikingum, átti mjög góðan seinni hálfleik, skoraði 14 stig í einu og 26 stig f seinni hálfleik. Kottermann var kvaddur með gjöfum frá 2. flokki kvenna, en þær urðu íslandsmeistarar undir hans stjórn. Stigin: UMFN: Bill 34, Gunnar 20, Árni 12, Valur 7, Ástþór 4, Ingimar 4 og (sak 3. KR: Stu 47, Garðar 15, Jón 14, Páll 10, Kristján 4, Þorsteinn 4 og Birgir 2. gyi- Trassaskapur ~^mr Alltof oft vill þaö brenna við aö húseigendur hreinsi ekki burtstór- hættuleg grýlukerti eins og þau sem sjást á myndinni, sem tekin var dag einn fyrir stuttu uppi við flugstöð. . . . veggurinn tilbúinn Bílasölu Brynleifs Vantar bíla á skrá. - Góð aðstaða. Reynið viðskiptin. BÍLASALA BRYNLEIFS Vatnsnesvegi 29a - Keflavík - Sími 1081 sögin að störfum . . ekkert mál. Keflvíkingar, Suðurnesjamenn Kynning á handunnum vörum frá [er § 1 BHRG\'fK verður í versluninni dagana 25.3. til 9.4. Mikið úrval. m ' Tjarnargötu 3 - Keflavík - Sími 3308 ÞUFINNUR Am HEIMINN IHOLWNDI Það er nánast sama hvers þú leitar - þú finnur allar útgáfurnar í Amsterdam! Fólk, verslun, tíska, menning, listir, veitingahús, skemmtistaöir, kaffihús, - Amsterdam á þetta allt - alls staöar aö úr heiminum. Arnarflug flýgur til Amsterdafn alla þriðjudaga og föstudaga. Hafðu samband við söluskrifstofuna - Amsterdamflugið oþnar þér ótal leiðir til styttri eða lengri ferða um Amsterdam, Holland eða Evrópu - sprengfullum af spennandi dægradvöl fyrir þig og þína. y4msterdam áœtlunin - frábœr ferðamöguleiki Hafið samband við söluskrifstofu Amarflugs, Keflavíkurflugvelli eöa umboðsmenn ferðaskrifstofanna í Keflavík. k ~T£ Flugfélag með ferskan blæ J^ARNARFLUG ^íSw Keflavíkurflugvelli Herb. 21 Opiö 9-12 virka daga Sími 92-2700

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.