Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.03.1983, Page 12

Víkurfréttir - 24.03.1983, Page 12
12 Fimmtudagur 24. marz 1983 VÍKUR-fréttir Atvinnuleysi á Suðurnesjum - Úrbætur: Hvað getur þú gert? Hver er aðalvandi at- vinnulífs á Suöurnesjum? Að mínu mati er það skortur á fjölbreytni í atvinnulífinu á meöal okkar sjálfra. Vissu- lega má segja, aö þessi staðhæfing sé ekki á rök- um reist, aö ég gleymi aö taka inn i dæmiö þá miklu atvinnubót sem tengist og hlýst af veru hulduliösins uppi á hæöinni. En hve lengi megum við njóta heimsóknar þess, - því vit- anlega er þaö gestur í okkar landi. þótt viðhorfi Islend- inga til þess megi deila i þrennt: Andvígir, hlynntir, kæra sig kollóttan. Sjálfan tel ég mig í hópi þeirra sem andvígir eru. Ekki get ég veriö andvígur mönnunum sjálfum sem einstaklingum, heldur því atvinnuleysi sem veröur eftir brottför þeirra. En það er með mig, sem og svo marga aöra sem leit- aö hafa í faöm gestanna, ég sá mig knúinn til aö leita at- vinnu þar, vegna þess hve lítiö úrvaliö var hér í Kefla- vík, auk þess sem launakjör eru nokkru betri en t.d. í fiskvinnslunni. En hve lengi býöst þessi atvinna. Nefnd á vegum Banda- ríkjaþings var falið aö kanna hve mikil þörf væri fyrir hinar ýmsu her- og njósnastöövar Bandaríkj- anna utan eigin landsvæöis og hver áhrif það heföi fyrir „heimsfriöinn" annars veg- ar og efnahagslíf heima fyrir hins vegar, ef þessar stöövar yröu lagöar niður. Nefndin komst að niður- stöðu: ,,Á tímum þeirrar miklu tækni sem viö nú ráöum yfir heyra þessar stöðvar sög- unni til. Njósnahnettir í geimnum geta gegnt við- vörunarhlutverkinu mun betur en stöövar á jöröu niöri. Hvaö varðar þörfina fyrir bandaríska hermenn í fjarlægum löndum leggjum viö til aö þeir veröi kallaöir heim og stöövarnar aflagð- ar fyrir 1985. Þessar að- gerðir myndu hafa mjög styrkjandi áhrif á banda- rískt efnahagslíf. Minnk- andi kostnaður viö varnir landsins sem minnkaöi skattálögur og yki kaup- máttinn." (Newsweek). Ef marka má þessar nið- urstööur munu gestirnir kveðja okkur fyrr en varir, en hvaö verður um okkur þá? Hér yröi algjör ringul- reiö, atvinnuleysi illviöráð- anlegt, fólksflótti og bæj- arfélögin og stjórnir þeirra kæmust í bobba viö lækk- andi útsvarstekjur. Eigum viö ekki aö byrgja brunninn, svo ekki verði sllkt ástand? Þjónustan viö gestina hefur veriö aöalundirstaöa lífs fjölmargra Suöurnesja- búa, og margir telja hana veröa til eilífðarnóns. Sú staðreynd að þörf virðist vera fyrir þessa þjónustu hefur verið hinn mesti Þrándur í Götu allrar heil- brigðrar atvinnuþróunar meöal íslenskra Suður- nesjabúa. Þvl veröur naumast á móti mælt, aðoft þegar einhverjir framtaks- samir hafa ætlaö sér aö setja á stofn nýjan atvinnu- rekstur, eöa aö efla þann sem fyrir er, hefur fjárhags- aðstoð viö þá veriö dregin í hiö óendanlega, þannig aö ekkert hefur oröið aö. Nægir aö minnast á sauma- stofuna sálugu, sem nokkr- ar framsínar konur stofn- uöu í Keflavík. Hugöust þær þannig efla sitt atvinnuör- yggi, jafnframt sem aukin fjölbreytni fengist I atvinnu- möguleika hér í bæ. En engin fékkst fyrirgreiöslan. Það er alkunna, að á ís- landi hefur einn atvinnu- vegur staöið undir þeirri lifskjarabyltingu sem hér hefur orðiö eftir aöra heims styrjöldina. Hann heitirfisk- veiðar og hefur veriö stund- aöur aö ráði frá seinni helm- ingi síöustu aldar. Þá komu þilfarsskipin til meö aukinni buröargetu sem og auknu öryggi. Áriö 1904 kom fyrsti togarinn, og enn fjölgar þeim sem starfa viö sjávar- útveg. Bændaliði fækkar, því fólksflutningar til strandar aukast. Ég hef það eftir afa mín- um, Gunnari heitnum Ólafs- syni, sem lést á árinu 1980 eftir tæpra 90 ára tilveru, aö kjörum fólks á fyrri hluta aldarinnar og þeim síöari sé ekki líkjandi saman. Annar öldungur, Þórður Kristinsson, 77 ára og starf- ar sem ungur væri í Baldri hf., sagði mér að breyting hafi vart oröiö áSuöurnesj- um fyrr en eftir aö kaninn kom. Atvinnumöguleikar hafi aukist svo um munaöi. Vinna fékkst viö vegalagn- ingu, flutninga, ýmsa þjónustu svo og stjórnunar- störf. En hér niöur frá var ekkert að hafa nema fisk- inn. (máli öldunganna er mik- ill fróðleikur um þaö, hvað gestirnir hafa í raun breytt miklu meö og í þessari „heimsókn" sinni hingað á Suöurnesin. En viö höfum ekki nýtt okkur þessa ,,himnasendingu" sem skyldi. Við hefðum átt aö innheimta af þeim afnota- gjald (gestatoll, eins og gyöingar ku innheimta af sínum gestum), og nota þaö fétil uppbyggingaratvinnu- Kfsins. Einnig væri sjálfsagt og eölilegt, aö verktakarnir flyttu ekki gróöann úr byggðarlaginu, leggöu hann heldur i atvinnuupp- byggingarsjóö. Ef svona heföi veriö aö farið væri ástandiö ekki slíkt sem raun ber. En ef til vill er ekki of seint í rassinn gripiö, ein- hverju má bjarga. Ég átti tal við mann sem rekur sitt eigiö fyrirtæki í Keflavík og hefur gert í nokkur ár. Hann tjáöi mér aö þaö heföi ekki gengið þrautalaust fyrir sig, aöal- lega vegna lítils skilnings bæjaryfirvalda. Viöhorf þeirra viröist einkennast af því, aö ekkert skuli aöstoöa atvinnurekendur fyrr en þeir hafi sannaö hvð f þeim búi. Þessi maður hefur bar- ist í bökkum, en af þraut- seigju og eljusemi tekist aö koma sér upp traustu smá- fyrirtæki, sem veitir sex manns atvinnu. Þetta hefur tekist án nokkurrar fyrir- greiöslu frá þvi opinbera. Frétt hef ég af öörum, reyndar hugvitsmanni, sem vildi stækka viö sig, en gekk í stöppum meö alla fyrir- greiöslu, og hugðist því flytja starfsemi sina annaö, þar sem skilningur yröi meiri. Þá fyrst tóku bæjar- yfirvöld á sig rögg og veittu honum þá aöstoö sem til þurfti. Svona lagað megum viö ekki láta líöast í okkar litla bæjarfélagi. Viö þurf- um aö neyta allra ráöa til að efla og treysta okkar eigiö atvinnulíf, því aö ekki vilj- um viö til þess hugsa aö hér veröi slíkt upplausnar- ástand, og lýst var að framan, ef brottför gest- anna ber brátt aö. Niöurlag Væri ekki ráö að láta gömul deilumál liggja milli hluta, um hvort hér eigi að vera herstöð eða ekki, því ekki munu þeir sjá sér hag í því að hafa hér njósnastöö finnist önnur hagkvæmari lausn, og hún viröist vera í sjónmáli. Heldurskulum viö klóra okkur í höföinu og hugleiða: Er nokkurt vit í aö vera að rífast um hin og þessi mál, stendur nokkur uppi sem sigurvegari aö rif- rildinu afloknu? Væri ekki nær aö lifa og stjórna þessu samfélagi eins og full- þroska menn? Hvað get ég gert til að bæta rekstur þessa samfé- lags, muntu eflaust spyrja sjálfan þig. Eflaust ekki hætis hót. Nema þá aðeins aö þú reyndir aö fá aöra til liðs við þig, aö ryðja hugmyndum þínum braut- argengi. Samelnaöir stönd- um vér, en sundraðir föllum vér. AUGLÝSING um aöalskoöun bifreiöa í lögsagnarum- dæmi Keflavíkur, Njarövíkur, Grinda- víkur og Gullbringusýslu fyrir áriö 1983 Aðalskoðun bifreiða í Grindavík fer fram dagana 28., 29. og 30. marz n.k. kl. 9-12 og 13-16 við lögreglustöðina í Grindavík. 11 Aðalskoðun í Keflavík n.k. sem hér segir: þriðjudaginn miðvikudaginn fimmtudaginn föstudaginn mánudaginn þriðjudaginn miðvikudaginn fimmtudaginn föstudaginn mánudaginn þriðjudaginn miövikudaginn föstudaginn mánudaginn þriðjudaginn miðvikudaginn fimmtudaginn föstudaginn hefst síðan 5. apríl 5. apri aprí apn 8. aprí aprí 12. aprí 13. aprí 14. aprí 15. aprí 18. aprí 19. aprí 20. aprí 22. aprí 25. aprí 26. apri 27. apri 28. aprí 29. aprí Ö- 1 ö- 101 ö- 201 ö- 301 ö- 401 ö- 501 ö- 601 Ö- 701 ö- 801 ö- 901 Ö-1001 Ö-1101 Ö-1201 Ö-1301 Ö-1401 Ö-1501 Ö-1601 Ö-1701 - ö- 100 - ö- 200 - ö- 300 - Ö- 400 - ö- 500 - Ö- 600 - ö- 700 - Ö- 800 - ö- 900 - Ö-1000 - Ö-1100 - Ö-1200 - Ö-1300 - Ö-1400 - Ö-1500 - Ö-1600 - Ö-1700 - Ö-1800 Skoðunin fer fram að Iðavöllum 4, Keflavík, milli kl. 8-12 og 13-16. Á sama stað og tíma fer fram aðalskoðun annarra skráningarskyldra ökutækja, s.s. bifhjóla og á eftirfarandi einnig við um um- ráöamenn þeirra. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Framvísa skal og kvittun fyrir greiðslu bifreiðagjalda og gildri ábyrgðartryggingu. í skráningarskírteini bifreiðarinnar skal vera áritun um aö aðalljós hennar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1982. Vanræki einhver að færa bifreið sína til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð að lögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. 17. mars 1983. Lögreglustjórinn í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu Ólafur Þór Elrfksson UPPBOÐ Samkvæmt 42. gr. lögreglusamþykktar fyrir Gullbringusýslu nr. 456 frá 1980 verð- ur selt a opinberu uppboði þrjár hvítar ær, ein svört og ein grá, og kollóttur hrútur. Uppboðið fer fram við húsið Krapaskjól í Hafnahreppi, þriðjudaginn 29. marz n.k. kl. 16, til lúkningar á greiðslu kostnaðar við handsömun og fóðrun framangreinds sauðfés. Uppboðshaldarinn í Gullbringusýslu Keflavíkurbær óskar að ráða starfskraft til aðstoöar á skrifstofu félagsmálafulltrúa. Upplýsingar um starfið veitir félagsmála- fulltrúi í síma 1555. Umsóknarfrestur er til 6. apríl n.k. Félagsmálaráð Keflavíkur

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.