Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.03.1983, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 24.03.1983, Blaðsíða 13
VIKUR-fréttir Fimmtudagur 24. marz 1983 13 Slysagildran á Aðalstöðvarplaninu Annars staðar í blaöinu í dag er rætt um fjölda um- ferðaróhappa hér í um- dæminu í febrúar-mánuði. Athygli er þar vakin á ein- um stað í Keflavík sem sker sig úr varðandi fjölda ó- happa, en þar er um að ræða plan Aðalstöðvarinn- ar, Hafnargötu 86. Af þessu tilefni leitaöi blaðið til tveggja aðila, annars vegar starfsmanns á planinu og hins vegar lög- reglunnar, til að fá úr því skorið hvernig á þessu stæði og hvað væri til úr- bóta. Fyrst tókum við tali Jó- hannes Sigmarsson, en hann er bensínafgreiðslu- maður hjá Aðalstöðinni. Hann og starfsfélagar hans hafa ekki farið varhluta af óhöppum þarna og telja að aðeins lítill hluti þeirra komi fram í skýrslum lögregl- unnar, því þarna séu nær dagleg óhöpp af ýmsu tagi. Jóhannes sagði aö glannaskapur væri aðalor- sökin og einnig að umferð- armerki þau sem þarna séu væru ekki virt. Oft á tíðum væri þarna einnig fjöldi van- búinna ökutækja, þ.e.a.s. varðandi ýmis öryggisatr- iði, svo ekki væri minnst á hávaðann sem þessi öku- tæki skapa. Hann tók sér- staklega fram að hér væru ekki eingöngu á ferðinni unglingar, heldur einnig ýmsir eldri ökumenn. Sagði hann að oft væri glanna- skapurinn mikill, sérstak- Hœtlulegt vlnnusvæöi lega síðdegis á f östudögum og þá vegna ökumanna er notuðu svæðið framan við bensínafgreiðsluna til gegnumaksturs á leið i áfengisverslunina. Væri búið að aka eitthvað utan í alla bensínafgreiöslumenn- ina og væri einn óvinnufær á eftir og óvíst hvort hann kæmi aftur til starfa. Öll kvöld og helgar væri þetta mikið vandamál ann- ars staöar á planinu og hafði hann heyrtaðtilstæði aö setja kantsteina milli bensínstöðvarinnar og leigubílastöðvarinnar til að koma í veg fyrir þennan ó- fögnuð. Að lokum kvaðst Jóhann- es vonast til að umferðar- yfirvöld sæi svo um að a.m.k. umferðalög, þ.á.m. umferðarmerking væru ekki þverbrotin þarna og að málið yröi nú tekið það al- varlega, að þetta heyrði fljótt fortíðinni til. Karl Hermannsson hjá umferðardeild lögreglunn- ar sagöi að vegna þessarar ískyggilegu þróunarmyndu lögregluyfirvöld ítreka fyrri óskir sínar um að Aðal- stöðvarplanið yröi skipu- lagt betur og þá jafnvel af- markað meira, vegna þeirr- ar miklu þjónustu er þarna fer fram á litlu svæði, svæði sem einnig dregur að sér mikinn fjölda bifreiða á hin- um ýmsu tímum. Varðandi önnur atriði yrði málið kannað nánar. Vonandi tekst öllum aöil- um í sameiningu að byrgja brunninn áður en fleiri detta ofan í hann. - epj. Stendur á Hafnaryfirvöldum ( október 1981 var mikið skrifað um það hér í blað- inu að nauðsynlegt væri að auka skiþakomur til Lands- hafnarinnar og koma þar með í veg fyrir að afurðir héðan væru fluttar í skip í Reykjavík til útskipunar. Niðurstaða þessara skrifa var skipun nefndar til at- hugunar á málum þessum. Þar sem nú er liðinn all langur tími síðan, lék okkur forvitni á að fá niðurstöður þeirrar nefndar og hvað hefði komið út úr málum þessum, og því tókum við tali Jón Norðfjörð, fram- kvæmdastjóra Skipaaf- greiðslu Suðurnesja. „Ýmislegt hefur skeð, en aðrir hlutir hafa breyst," sagði Jón. „Baeði Sam- bandiö og Skreiðarsamlag- ið hafa komið hér upp safn- stöðum fyrir skreiðina og síðan hefur öll skreið farið héðan út, þ.e.a.s. allt nema ítalíuskreiðina, sem fer í gáma og er því keyrð í smá skömmtum inn eftir. Salt- fiskurinn fer alfarið hér um, og þar er meira um að komið er hingað til lestunar annars staðar frá. Sama má segja um aðrar sjávaraf- urðir." Um varnarliðsvörurnar sagði Jón: „Það þýðir ekk- ert að tala um þau mál meðan höfnin kemur ekki með þá aðstöðu sem skipin þurfa til að losa þá vöru hér." - epj. Hafnargötu 31 - Keflavík 30% afsláttur af öllum fermingartertum. Keflvíkingar, Suðurnesjamenn HÚSAGERÐIN HF. AUGLÝSIR Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér íbúð í glæsilegasta fjölbýlishúsi bæjarins. örfáum þriggja herbergja íbúðum nú óráðstafað. íbúðirnar afhendast tilbúnar undir tréverk með sameign fullfrágenginni. Húsið er staðsett við Hólmgarð 2, eða á besta stað í bænum og örstutt verður ístóraverslunarmiðstöðsem byggðverðurítenglsum við húsið. Hafiðsamband sem fyrst. Allar upplýsingar ísíma2798 hjá Húsagerðinni hf. og ísíma 1420 hjá Fasteignasölunni, Hafnargötu 27, Keflavík.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.