Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1983, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 14.04.1983, Blaðsíða 1
Rányrkja á smáfiski við Eldey Að undanförnu hafa all- margir sjómenn haft sam- band vlö blaöiö vegna smá- fiskadráps, sem þeir segja aö sé stundaö í stórum stíl viö Eldey. Sé hér um að ræða trollbáta sem hala inn mikið magn af smáufsa langt undir leyfilegri stærð, og hafi þessar veiðar verið stundaöar stíft í vetur og þekkjast dæmi um að sami báturinn hafi jafnvel stund- að þessar veiðar undanfar- in ár. Segja sjómennirnir að hér sé um viðbjóðslega rán- yrkju aö ræða og séu dæmi um að sumir bátanna hafi veitt nokkur hundruð tonn af þessu ungviði. Hér sé um að ræða bryggjuufsa svo- kallaðan, þ.e. ufsa sem er undir 1 kilói að þyngd. Segja þeir að þess séu dæmi að bátar hafi landað 25-35 tonnum af þessum smáufsa, sem ekki var stærri en góð síld. Þá hafði blaðið einnig samband við fiskvinnslu- fólk í stöð einni á Suður- nesjum sem staðfesti þetta og taldi jafnvel að hér hlyti að vera stundaðar veiöar með ólögleg veiðarfæri og jafnvel innan landhelginn- ar, þó ekki hafi komist upp um viðkomandi báta. Töldu þeir sem blaðið talaöi við aö í sumum tilfell- um væri ufsanum hentaftur út um lensþortið en annað kæmi að landi. Voru allir að- ilar sammála um að þessar veiðar yrði að stöðva strax, því svona rányrkja kæmi síðar niður á þeim sem stunda veiðar með lögleg veiðarfæri. Hafði sumtaf fiskvinnslu- fólkinu þá sögu að segja að dag einn fyrir páska hefði ein stöð fengið 45 tonn í einu, sem ekki hefði einu sinni verið hægt að að gera að, heldur einungis blóöga aflann. Var mikil óánægja í hópi þessa fólks með að þetta skuli fá að viðgangast. Ef það er rétt, að hér sé eingöngu verið að hugsa um að f á sem mestan af la án tillits til þess skaða sem hægt er að valda með slíkri rányrkju, þá er það óheilla- þróun að hugsa um slíkt og í raun furðulegt að nokkur skipstjórnarmaður skuli standa að slíkum veiðum. En hver sem ástæðan er fyrir þessari rányrkju á ung- viði, þá verður að stöðva hana nú þegar með tiltæk- um ráðum. Og með von um að slíkt verði gert geymum við að birta nöfn á viðkom- andi bátum og fiskvinnslu- stöð, en þau nöfn verða birt síðar meir ef við sjáum eng- an árangur af þeirri nafna- leynd. - epj. Fiskvinnsluhúsin í Keflavík: Heimir hf. og Kefla- vík hf. standa upp úr Nú er farið að styttast í vertiðarlok, einnar þeirrar lélegustu sem komið hefur hér um slóðir í langan tíma. Endahefuratvinnuástandið borið nokkurn keim af því. Þó nú sé svo komið að flest fiskvinnslufólkið sé komið út af atvinnuleysisskrá, fer ört fjölgandi því fólki sem kemur á skrána úr verslun- arstétt, svo og fólki með skerta starfsorku. í dag eru 13 fiskvinnslu- hús í Keflavík einni. Af þeim eru aðeins tvö sem standa upp úr, hin húsin hafa öll fengið minni aflaen áðurog því þykir gott að fá 10 tíma vinnu í þeim. Sum þeirra, Ökuleiðamenn segja sig úr Fylki og hafa stofnað nýtt stéttarfélag Skömmu fyrir páska gengu 16 bilstjórar af öku- leiðum úr Bifreiðastjórafé- laginu Fylki og stofnuðu annað stéttarfélag, Bif- reiðastjórafélagið Freyr. Þetta er i annað skipti sem félagið klofnar, en í des. 1965 gengu allir félagar úr Fylki og stofnuðu Bifreiða- stjórafélagið Keili. Ástæðan núna mun m.a. vera, að ökuleiðamenn, sem eru í minnihlutaifélag- inu, áttu engan mann í stjórn þess og töldu þeirsig beitta valdníðslu af félags- stjórninni, sem m.a. kom sér undan þeim skyldum sem reglugerð setur henni, og hafði ráðuneytisúr- skurði um málefni bílstjór- anna að engu. Árekstrar innan félagsins munu hafa verið tíðir og svo alvarlegir, að lögreglan hefur þurft að hafa afskipti af málefnum þeirra. Formaður Freys er Jón Magnússon. - pket. s.s. Hraðfrystihús Keflavík- ur, erualveg lokuðfyrirhrá- efnisvinnslu. Hraðfrysti- stöð Keflavíkur var í fyrra eitt þeirra húsa sem fékk mikinn fisk í fyrra, eða um 800 tonn á vertíðinni, en nú fær sú stöð engan fisk og starfsfólkið er í lágmarki, fær 8 tíma vinnu á dag við skreið frá fyrra ári. Þau tvö hús sem standa uþþ úr í Keflavík eru Kefla- vík hf. og Heimir hf. Þessi hús hafa bæði lagt mikla áherslu á að hafa næga at- vinnu og hafa jafnvel bætt við fólki umfram það sem þörf hefði verið á. Til að afla hráefnis hefur Heimir hf. m.a. gert út á mið Vest- mannaeyjabáta og látið báta sína landa i Þorláks- höfn og síðan var aflanum ekið hingaö til vinnslu. Þó í þessu dæmi sé að- eins rætt um Keflavík, er þetta dæmigert um öll Suð- urnes, örfá fyrirtæki standa upp úr, s.s. Keflavík hf., Miðnes hf., Heimir hf., Sjöstjarnan hf., Guðbergur Ingólfsson í Garði og Brynjólfur hf. í Innri-Njarð- vík, svo eitthvað sé nefnt. Á þessu sést aö í raun má furðu sæta að ekki skuli vera verra ástand í atvinnu- málum en nú er, og er það m.a. að þakka stjórnendum þessara fyrirtækja, en hinu má ekki gleyma að mörg hinna fyrirtækjanna hafa gert allt sem þau geta til að halda rekstrinum gangandi og er þaö til hróss líka og ekki þeim að kenna lélegt fiskirí. - epj. Feluleikur Ljósnv: pkol

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.