Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1983, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 14.04.1983, Blaðsíða 13
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 14. apríl 1983 13 Hæfileikakeppnin í Bergás: Hver hreppir utanlandsferðina? Annar riðill hæfileika- keppninnar var háður í Bergás ekki alls fyrir löngu, og er þá aðeins eitt kvöld eftir í úrslitakeppnina, en það er einungis spurning hvort fleiri þátttakendur fást. Hvort sem það verða fleiri skemmtikraftar eða ekki, þáverðurúrslitakvöld- ið innan skamms og mun það koma fram í blaðinu hvenær það verður. Á síðasta skemmtikvöldi komu tvö atriði fram. Þrír drengir úr Keflavík komu fram með einn gítar og vöktu verðskuldaða athygli fyrir atriðið. Hitt atriðiðsem vakti feikna kátínu, var lát- bragðsleikur og eftirherm- ur þeirra félaga, Viktors og Baldurs, og má segja að þeir drengir hafi farið á kostum. Þeir sem hafa áhuga á að koma fram á síðasta undan- úrslitakvöldinu (ef af því verður) geta látið skrá sig hjá Ella Grétars í síma 2589. þket. Baldur og Vlktor f hörku forml. Athyglisverö frammislaöa h|á þessu unga trfól. Bikarkeppni HSÍ: Reynir - Þór Ve. á þriðjudag kl. 21 Eins og kunnugt er þá komst handknattleikslið Reynis úr Sandgerði í 8 liða úrslit bikarkepþninnar í handknattleik. Nú fyrir stuttu var dregið og má segja að Reynis- menn hafi haft heþþnma með sér, því þeir drógust á móti Þórfrá Vestmannaeyj- um, sem lék Í2. deildívetur, og eiga því góða möguleika að komast í 4 liða úrslit, sem yrði virkilega saga til næsta bæjar. Leikurinn verður í íþrótta- húsinu í Sandgerði á þriðju- daginn kl 21. Það er þvi vonandi að Sandgerðingar og Suöumesjamenn komi og styðji sína menn og hvetji þá til sigurs. - pket. Hreinsið saltplanið íbúi viö Hafnargötuna rétt neðan við Vikurbraut hafði samband viö blaðiö nýlega og kvartaöi sáran yfir slæmri umgengni að loknum losunum úr saltskipum við plan Saltsöl- unnar, þar sem losun á salti fer fram. Virðist sióöaskapur vera ríkjandi þarna, því ekki tæki það langan tíma að ganga þannig frá planinu að umgengni væri ekki ábótavant, eins og nú er við aðalinnkeyrslu í bæinn. Skorum við á eigendur Saltsölunnar að sjá svo um að þetta endurtaki sig ekki. epj. Harpan tók niðri Þegar Harpa RE 342 var á leið úr Grindavíkurhöfn tók skipið niðri með þeim af- leiðingum að stýrið laskað- ist. Skipið komst að bryggju en svo dró björgunarskipið Goðinn Hörpuna til hafnar í Njarðvík þar sem gert var við skemmdir. Ástæðan fyrir því að skip- ið tók niöri varsú, að það fór út á fjöru og grunnsævi þvi mikið. Meðfylgjandi mynd sem Valdimar Valsson tók, sýnir Goðann draga Hörþuna til Njarðvíkur. - þket. Aðalfundur Þroskahjálpar á Suðurnesjum Aðalfundur Þroskahjálp- ar á Suðurnesjum verður haldinn að Suðurvöllum 9 í Keflavík, fimmtudaginn 14. apríl n.k. kl. 20.30. Félagsmenn eru hvattirtil að mæta og eins að hvetja aðra til að gerast félagar á fundinum. Slökkvitækja- þjónusta Suðurnesja Kolsýruhleðsla - Dufthleösla Viöhald og viðgerðir á flestum tegundum slökkvitækja. Reykskynjarar - Rafhlöður Brunaslöngur - Slökkvitæki Uppsetning, ef óskað er Viðurkennd eftirlitsþjónusta handslökkvitækja í bátum og skipum. Slökkvitækjaþjónusta Suðurnesja Háaleiti 33 - Keflavík • Síml 2322 Kartöflu garðar Þeir leigjendur garðlanda í bæjargörðum, sem vilja nytja garða sína áfram á sumri kom- anda, greiði leigugjald sitt til Áhaldahúss Keflavíkur, Vesturbraut 10, fyrir 1. maí. Að öðrum kosti verðurgarðurinn leigðuröðrum. Garðyrkjustjóri Bílasprautun Suðumesja óskar að ráða nú þegar mann, helst vanan undirbúningsvinnu. - Uppl. í síma 1081. Leið þjóðarinnar til bjartari framtíðar er leiö Sjálfstæðis- flokksins. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn AUGLÝSING

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.