Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1983, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 14.04.1983, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 14. apríl 1983 VÍKUR-fréttir Utankjörfundar- atkvæðagreiðsla Vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu til Alþingiskosninga 23. apríl n.k. verðurskrif- stofan að Vatnsnesvegi 33, Keflavík, opin utan venjulegs skrifstofutíma sem hér segir: 26. marz - 17. apríl kl. 15.30-19 og 18.-22. apríl kl. 15.30-22 alla virka daga nema laugardaga. Laugardaga, sunnudaga og aðra helgi- daga kl. 14-17. Sumardaginn fyrsta kl. 14.-20. Laugardaginn 23. apríl kl. 10-14. Skrifstofan að Víkurbraut 42, Grindavík verður opin sem hér segir: 26. marz - 17. apríl kl. 17-19 og 18.-22. apríl kl. 15-19 alla virka daga nema laugardaga. Laugardaga, sunnudaga og aðra helgi- daga kl. 10-12. Sumardaginn fyrsta kl. 14-17. Laugardaginn 23. apríl kl. 10-13. Þá er hægt að kjósa utan kjörfundar hjá hreppstjórum í umdæminu. Bæjarfógetinn í og Grindavík Sýslumaðurinn Keflavík, Njarðvík í Gullbringusýslu Keflavík Keflavíkurbær vill ráða starfsmann við íþróttavellina. Um sumarstarf er að ræða. Umsóknarfresturertil22.apríl. Allarnánari upplýsingar veitir yfirverkstjóri, Ingvar Friðriksson í síma 1552. íþróttaráð Keflavíkur AÐVÖRUN til bifreiðaeigenda í Keflavík, Njarövík, Grindavík og Gullbringusýslu Álagður þungaskatturárið 1983meðgjald- daga 1. janúarsl., féllíeindagal.apr. 1983. Ef þungaskatturinn er ekki greiddur fyrir 30. apríl n.k. verða reiknaðir dráttarvextir frá og með 1. janúar 1983 tíl greiðsludags. Lögreglustjórinn i Keflavík, Njarðvik, Grindavík og Gullbringusýslu HITAVEITA SUÐURNESJA Þjónustu- síminn er 3536 t Sveinn Gunnar Gylfason Kveöja frá skákfélögum. Á páskadagskvöld barst okkur sú frétt, að aö Sveinn félagi okkar væri alvarlega veikur, og á miðjum næsta degi barst harmafregnin um andlát hans. Nóbelsverðlaunaskáldið Marques sagði í sjónvarps- viðtali í vetur, að það óréttlátasta í þessum heimi væri dauðinn. Aldrei er hann óréttlátari en þegar hann ber að dyrum hjá æskufólki í blóma lífsins. Snemma hneigðist hugur Sveins að skákíþróttinni, og fann hann hugsun sinni fljót lega farveg í þeirri íþrótt. Móðir hans, Guðrún Jóns- dóttir, fóstra og kennari, kenndi honum að tefla er hann var 6 ára gamall, en 8 ára hóf hann feril sinn í Skákfélagi Keflavíkur. Oft var hann þá í fylgd með afa sínum, Jóni Sæmundssyni, og athygli vakti hve vel fór á með þeim. Sveinn vann sér oft titil- inn Unglingameistari Kefla- víkur, og var honum snemma leyft að keppa með sterkustu skákmönnum Suöurnesja. Ekki lét hann á sig fá þótt róðurinn væri þungur, en stórstígar hafa framfaririnar orðið því hann varð í 1.-2. sæti í Hraðskák- móti Suðurnesja 1978. Var hann þá 11 ára gamall. Það ár flutti hann til Dan- merkur með foreldrum sínum, Gylfa Guðmunds- syni, núverandi skólastjóra Grunnskóla Keflavíkur, og áðurnefndri móður sinni. Settust þau að í Kaup- mannahöfn og var eitt fyrsta verk Sveins að leita uppi skákfélag. Inngöngu fékk hann í skákfélagi sem hét Odysseifur. Eftirað hafa sigrað í fyrsta móti sínu í því félagi var hann tekinn í meistaraflokk Gladsaxe-fé- lagsins, enþarteflduaðeins fullorðnir menn. Mesta at- hygli vakti Sveinn er hann hlaut Amtsmeistaratitil Kaupmannahafnar 1978. í mótinu tóku þátt fulltrúar allra hverfa Stór-Kaup- mannahafnar í hans aldurs- flokki. Var það enginn ann- ar en Bent Larsen sem af- henti honum verðlaunin. Sveinn tefldi eftir það ár í deildarkeppni meðfélögum sínum í Gladsaxe, og sýnir það hve mikils hann hefur verið metinn. Ári seinna er hann kom- inn heim og tefldi í Ungl- ingameistaramóti íslands, en þar mega tefla þeir sem yngri eru en 20 ára. Meðal þátttakenda voru þekktir skákmenn: Lárus Jóhann- esson, Guðmundur Gísla- son o.fl. Sveinn sigraði í þvi móti aðeins 14 ára gamall. Skáksamband íslands heiðraði Svein með því að senda hann i skákskóla í Fredrikstad í Noregi 1981. Fór hann einn í það ferða- lag, og brást sú aöstoð er skákmenn í Osló höfðu lofað að veita honum til þess að komast á áfanga- stað. Ber sú ferð vitni um dug Sveins og æðruleysi sem einkenndu hann alla tíð. Þau ár sem Sveinn var með okkur tefldi hann , í flestum deildarkeppnum, og til hinstu stundar var hann trúr áhugamáli sínu. Hann hóf keppni í Skák- þingi íslands nú um pásk- ana, er kallið kom svo óvænt. Nú á kveöjustundinni kemur í hugann vísan góða úr Hávamálum: Deyr fé dyja frtendr, deyr sjálfr it sama, en orðstírr deyr aldregi hveim er sér góðan getr. Við færum foreldrum, systkinum og öllum vanda- mönnum Sveins einlæg- ustu samúðarkveðjur okkar, og alúðarkveðjur vorum við beðnir að flytja frá stjórn Skáksambands íslands. Félagar úr Skákfélagi Keflavíkur Steindór og Landsmót UMFÍ H.F. haföi samband viö blaöiö og óskaði eftir aö koma áframfæri fyrirspurn- um til Steindórs Sigurðs- sonar í Njarðvík og Lands- mótsnefndar UMFÍ. Varðandl Stelndór sagði hann þaö slæma þjónustu að auglýsa ferö í Bláfjöll og hætta síðan við vegna þess aö ekki fleiri en 6 hafi mætt. Eins og skeöi á skírdag. Þv/ Eigendaskifti að Sportvöru- búðinni Sigurður Steindórsson hefur selt Sportvörubúðina og er Halldór Brynjólfsson útgerðarmaöur búinn aö festa kaup á henni. Einnig hefur Halldór keypt hús Prentsmiðjunnar Grágásar og mun verða þar með versl unina, þegar prentsmiöjan flytur í nýja húsnæöið sem hún er að byggja við Vallar- götu. Þangað til mun verslunin verða í sama húsnæði og hún er nú, þ.e. að Hafnar- götu 54. Verslunarstjóri verður Ólafur Júlíusson og nafnið á versluninni verður „Sproti". - pket. væri fyrirspurnin sú, hvers vegna auglýst þjónusta væri ekki veitt? Það hefði hvergi komið fram að ákveöinn fjöldi þyrfti aö mæta til að ferð yrði farin, enda hlyti það að fylgja áhættunni, hve margir kæmu. Varðandl Landsmóta- nefnd sagði H.F. aö nú væri aðeins 1 ár þar til Landsmót UMF( ætti að fara fram í Keflavik og Njarðvík, en hvergi örlaði á aöstöðu fyrir mót þetta, ef frá væri talið ónýtt tjaldstæði og ónýtur völlur ( Njarðvík. Væri því 1 ár ekki of skammur tími? Væri því ekki ráð að hætta viö í tíma? - epj. NJARÐVfK Fasteigna- gjöld Annar gjalddagi fasteignagjalda 1983 var 15. marz sl. 15 apríl n.k. er eindagi og eftir það reiknast þá 10% dráttarvextir á gjaldfallna skuld. Gerið skil á gjalddögum og forö- ist þannig dráttarvexti og önnur óþægindi. Bæjarsjóður - Innheimta

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.