Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1983, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 14.04.1983, Blaðsíða 16
mun Fimmtudagur 14. apríl 1983 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er aö Hafnargötu 32, II. hæö. - Sími 1717. SPARISJÓÐURINN Keflavík Sími 2800 Njarðvík Síml 3800 Garöl Sími 7100 Nýr sjósetningarbún- aður fyrir gúmmíbáta Báturinn f gálganum Laugardaginn 2. apríl sl. var sýndur um borö i Berg- þór KE 5 í Njarðvíkurhöfn nýr sjósetningarútbúnaður fyrir gúmmíbáta, sem Karl Olsen yngri hefur hannað og er framleiddur af Vél- smiðju Ol. Olsen hf. í Njarð- vík. Að sögn Karls er hér um að ræða sérhannaðan bún- að, gerðan úr ryðfríu stáli og getur því ekki ryðgað. Þá er hann þannig útbúinn, aö gálga þeim sem er hafður undir gúmmíbátnum, er skotið út með gormi, en ekki lofti eins eeaðrir hlið- stæðir gálgar. Auk þess sem þessi getur ekki frosið fastur. Páll Guðmundsson, full- trúi hjá Siglingamálastofn- un ríkisins, sem hefur viður- kennt búnað þennan, sagði I samtali við blaðið, að bún- aður sem þessi yrði að vera I öllurn skipum sem skoöuö Gúmmfbátnum skotlb út SKIRNARATHOFN A SJUKRAHUSINU Að undanförnu hefur nokkuö færst í vöxt aö ný- fædd börn á fæöingardeild Sjúkrahúss Keflavíkurlækn- ishéraös eru skírö áður en mæöurnar fara meö þau heim I fyrsta sinn. Kl. 10.30 á páskadag var hátíöarguðsþjónusta á sjúkrahúsinu og fór þáfram skírn á nýfæddri stúlku sem var á heimleiö, og hlaut hún nafnið Ragnheiður, dóttir hjónanna Margrétar Karls- dóttur og Valdimars Þor- geirssonar. Viö þessa athöfn var einnig vígöur nýr skírnar- fontur sem Suöurnesja- deild Sjúkraliöafélags Is- lands hefur gefiö, en auk þess voru tekin I notkun fleiri gjafir, s.s. skírnarkjóll og bók sem I eru skráö nöfn barna sem skírn hljóta sjúkrahúsinu og foreldra þeirra, en gefendur eru Ljósmæðradeildin. Við. athöfnina prédikaöi séra Ólafur Oddur Jónsson og kór Keflavikurkirkju söng undir stjórn Siguróla Geirssonar. -- epj. Ragnhel&ur lltla meft foreldrum sfnum, Margrétl Kartsdóttur og Valdlmar Þorgelrssyni. væri eftir 1. marz sl. og því mætti búast við að búnað- urinn yrði kominn í öll ís- lensk skip fyrri hluta næsta árs. Búnaður þessi átti að vísu að vera til staðar í öllum skipum 1. sept. sl., en þar sem ekki vartilstaðarnægi- lega góður útbúnaður fyrr en nú, hefur þessi frestur verið gefinn. Sagði Páll að stofnunin fylgdist með smíði þessa búnaðar og væri hann sá besti í dag, því vandamálið væri ryðmyndun í öðrum búnaði og þvi yrði að fóðra öll liðamót sérstaklega, en hér þyrfti þess ekki með. Þeir útgerðarmenn og skipstjórar sem voru við- staddir, töldu þó að gorm- urinn væri einn aðalkostur- inn, því í öðrum búnaði svipuðum væri notað loft, en það gæti bilað, en þarna væri aflið alltaf fyrir hendi. Karl Olsen yngri hefurað undanförnu sérhannað ýmis tæki fyrir sjávarútveg- inn, tæki sem hvergi ann- ars staðar þekkjast, og Vél- smiðja Ol. Olsen hefur nú hafið framleiðslu á úr ryð- fríu stáli. Meðal tækja þess- Framh. á 6. síöu ¥ý'- ■ w*m ■ 1 1 nHpj I * p \ði< pf i / nm| Saltumskipun í Keflavíkur- höfn Miðvikudaginn fyrir páska var óvenjumikill skipafjöldi í Keflavíkurhöfn, enda allir bátar í þorskveiöi- banni. Þó munaöi mestu um að í höfninni voru einnig skuttogarinn Sölvi Bjarna- son og tvö saltflutninga- skip, annað frá Panama og hitt var Eldvíkin. Panama-skipiö var með rúmlega 7.100 tonn af salti og fóru um 4000 tonn í land hér, en 1100 tonnum var umskipað yfir í m/s Eldvík, sem flutti saltið út um land. Afgangurinn af saltinu fór til Hafnarfjaröar. - epj. Spurningin: Ferðu eitthvað í sumarfríinu? Eirfkur Hilmarsson: ,,Nei, ég fer ekkert." Björn Dagsson: ,,Ég reikna með því að fara norður á Strandir." Árni Vikarsson: ,,Hvenær hafa útgeröar- menn efni á því?" íris Jónsdóttir: ,,Nei, ég er að kaupa íbúð.“

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.